Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.12.1987, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 09.12.1987, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUMAÐURINN - 7 Ásmund Stefánsson aö ætla sér að halda því fram að söluskatts- kerfið sé ekki ónýtt. Ég veit hvaða vandi skapast við mismun- andi söluskatt, tveggja eða þriggja þrepa skatt. Það gengur ekki í virðisaukaskattkerfinu sem við ætlum að búa til. Pað verður að gera uppstokk- un á eignatekjum. Það er eitt stórt gat í skattakerfinu. Á næsta ári verður hafist handa. Þetta krefst hins vegar mest tíma, og ég ákvað það í haust að meðan allir tollar, staðgreiðsla og fyrirtækja- skattar væru undir, yrði að fresta einhverju.“ - Hvar er maðurinn sem lofaði eignaskatt? „Eins og ég sagði verður hafist handa á fullu á næsta ári, en ekki fyrr. Annarra kosta var því mið- ur ekki völ en að ráðast að öðru sem er um 70% tekna ríkisins og svo hafði alþingi þegar tekið ákvörðun um staðgreiðslu skatta við næstu áramót. Ríkisfjármála- staðan kallaði á tafarlausar aðgerðir í óbeinu sköttunum, sem er stærsti hluti ríkistekn- anna. Hlutur fyrirtækja og eigenda var og lítill, en það er þegar búið að leiðrétta til muna. Heildar- endurskoðun skattakerfisins alls tekur 2 ár.“ Húsnæðissamningurinn algjör mistök „Næsta stórmál, sem ríkisstjórn- in verður að snúa sér að þegar hun er búin að lifa af desember, er húsnæðismálin. Það tengist fjármögnun, húsnæðisstefnu og vaxtamálum. Ég segi að ekki vantar peninga. Ég sé hins vegar ekki að það gangi að lögbinda 55% af sívaxandi ráðstöfunarfé lífeyrissjóða og stilla ríkisstjórn upp við vegg um að semja um ávöxtun þessa fjár miðað við skammtímaaðstæður á fjár- magnsmarkaði. Moka þessu síð- an inn í kerfið og sprengja upp verð á íbúðarhúsnæði. Og hafa úthlutunarreglurnar þannig að öll þjóðin eins og hún leggur sig er í biðröð við að taka við niður- greiddu fé.“ - En þetta voru frjálsir samn- ingar á vinnumarkaði. Voru þá samningarnir mistök? „Já, algjör mistök." Viðtal: Þorlákur Helgason. Opnunartími verslana í des. umfram venju Laugard. 12. des. frá kl. 10-18. Fimmtud. 17. des. frá kl. 9-22. Laugard. 19. des. frá kl. 10-22. Miðvikud. 23. des. frá kl. 9-23. Fimmtud. 24. des. frá kl. 9-12. Fimmtud. 31. des. frákl. 9-12. Kaupmannasamtök Akureyrar Kaupfélag Eyfirðinga. Opnunartími í desember 10. desember kl. 9.00-20.00 11. desember kl. 9.00-19.00 12. desember kl. 10.00-18.00 17. desember kl. 9.00-20.00 ★ 18. desemberkl. 9.00-22.00 ★ 19. desember kl. 10.00-18.00 23. desember kl. 9.00-23.00 Aðra daga í desember er opið frá kl. 9.00-18.00. HAGKAUP Akureyri Frá Póstí og síma Akureyn Póststofurnar verða opnar laugardagana 12. og 19. desember frá kl. 10.00-16.00. Síðasti skilafrestur á jólapósti innanlands er fimmtudaginn 17. desember og verður þá opið til kl. 20.00. Flugpósti til landa í Evrópu þarf að skila í síðasta lagi 16. desem- ber og til annarra landa 10. des. Frímerki eru seld í Bókabúð Jónasar, Bókabúðinni Huld, AB-búðinni Kaupangi og KEA Hrísalundi. Póstkassar í bænum eru tæmdir kl. 8 og kl. 16. Stöðvarstjóri. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Innritun í Oldungadeild hefst mánudaginn 7. desember á skrifstofu VMA á Eyrarlandsholti. Skrifstofan er opin frá kl. 8-12 og 13-16. Námsgjald er kr. 4.800,- og greiðist við innritun. Kennsla hefst 18. janúar. Skólameistari. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Matsveinanámskeið Öldungadeild VMA býður nú þeim fjölmörgu sem hafa sótt matsveinanámskeið, 1. og 2. hluta á hússtjórnarsviði, að Ijúka námi fyrir matsveina á fiski- og flutningaskipum (svonefndu sjókokka- prófi). Þetta námskeið hentar einnig þeim sem hafa hús- mæðraskólapróf. Námskeiðið hefst 18. janúar nk. fáist næg þátttaka. Námsgjald er kr. 4.800,- Innritun fer fram á sama tíma og fyrir annað öld- ungadeildarnám. Skólameistari. Framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. óskar að ráða framkvæmdastjóra. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Leitað er að duglegum og traustum aðila sem gæddur er miklum samskiptahæfileikum. Áskiiið er háskólapróf, helst á viðskipta- eða hagfræði- sviði, og minnst 3-4ra ára reynsla úr atvinnulíf- inu. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. er fjárfestinga- og ráðgjafa- fyrirtæki í eigu 28 sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrir- tækja á Eyjafjarðarsvæðinu. Tilgangur félagsins er að stuðla að iðnþróun og eflingu iðnaðar í byggðum Eyja- fjarðar. Starfsemi félagsins má skipta í 3 meginþætti: - Félagið veitir fyrirtækjum og einstaklingum sem áforma nýja framleiðslu aðstoð við að meta hugmyndir út frá tæknilegum og fjárhagslegum forsendum. - Félagið tekur þátt í stofnun nýrra fyrirtækja með hluta- fjárframlagi og veitir ráðgjöf á uppbyggingartímanum. Félagið á nú hlut í og tekur þátt í stjórnun sjö annarra hlutafélaga. - Félagið leitar markvisst að nýjum framleiðsluhugmynd- um á eigin vegum og reynir síðan að fá fyrirtæki og ein- staklinga til samstarfs um að hrinda þeim hugmyndum í framkvæmd. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 15. desember nk. til Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf., Glerárgötu 30, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigfús Jónsson, stjórnarformaður, í síma 96-21000 eða Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri, í síma 96-26200. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. Glerárgötu 30 600 Akureyri.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.