Brautin


Brautin - 13.07.1928, Blaðsíða 3

Brautin - 13.07.1928, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 Kven-Rifsskór,“"í;08 Enn eru komin 400 pör í mörgum litum og gerðum. Skóverslun B.Stefánssonary Laugav.22A. Sími628. BESTU INNKAUPIN A VEFNAÐARVÖRUM, GLERVÖRUM, BÚSÁHÖLDUM, LEIKFÖNGUM, í EDINBORG HíitnarHtr. lO og ÍSÍ. — Reykjavilt, ekki eins og hann væri að kenna, heldur miklu fremur eins og hann segði það við sjáifan sig, og einmitt þess vegna hafði það meiri áhrif. „Mér kendi faðir mál að vanda, lærði hann mig þó ég latur væri“ o. s. frv., segir Benedikt Gröndal. Oft sér maður og virð- ir hina óþreytandi elju sumra manna til að leiðbeina sam- ferðafólkinu, þegar það er um seinan. Eftir að ég varð fullorðin, hafði ég talsvert mikið saman við börn að sælda. Eg talaði við þau og sagði þeim sögur og mér finst ég hvorki af bókum eða fullorðnu fólki hafa lærl meira en af börnunum. „Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú þér lof til búið“, stend- ur i góðri bók. Hreinskilni barn- anna og hinar einföldu, en þó oft viturlegu spurningar þeirra, vekja mann til umhugsunar um margt, sem áður hafði verið gengið fram hjá. Eg fór að reyna að haga orðum svo, að þau hefðu sem mesta ánægju af sögunum, og þegar ég fann að þeim geðjaðist ekki að löng- um lýsingum af mönnum eða málleysingjum. Allar frásagnir þurfa helst að vera eðlilegar, blátt áfram og vingjarnlegar, en maður fær ósjálfrátt vinar- hug til þess, sem maður talar vel um. Þannig hafa börnin kent mér að tala og skrifa held- ur hlýlega um þá, sem ég hef minst á. „Mér kendi móðir mitt að geyma hjarta trútt þó heim- ur brygðist. Þaðan er mér kom- inn kraftur, vinátta, ástin ó- trauða, sem mér aldrei deyr“, segir Ben.. Gyöndal. Og óhætt er að segja, að svo miklu leyti sem ég get heimfært til min það, sem í vísunni stendur, eigi ég það ekki sist börnunum að þakka. Þó er enn eitt ótalið, að ég hef ekki „skrifað til að Iifa“. Á andvökunóttum hafar ýmsar smáar endurminningar gægst fram, sem hafa orðið býsna á- leitnar að komast áfram, þang- að til ég hef orðið að láta það eftir. Á þessum molum hefir rit- höfundaferill minn verið bygð- ur. Lengi var hann að þroskast, því seiniegt var að tína það sainan. Þykist ég vita, að þeir sem fá það svo að segja upp í hendurnar í góðum skólum eigi hægra aðstöðu, ef meðfæddu hæfileikarnir eru jafnir. Og að síðustu: Manni þarf að þykja vænt um móðurmálið sitt, góða, mjúka og rika. Blessað málið, sem ég elska því meir sem ég færist nær þvi takmarki, að geta ekki mælt á það framar. Eitthvað á þessa leið mælti sá vitri maður Björn Halldórsson prófastur i Laufási við Eyjafjörð, sem ritaði einna fegurst mál sinna samtíðar- manna. enda mun enginn inis- bjóða þvi, sem elskar það svo. Að svo mæltu óska ég Braut- inni gæfu og gengis á braut sinni. Eg óska að henni takist að standa á verði gegn bögu- mælum og málvillum, kenni fólki „inálið að vanda“, og ég óska að sú gifta íylgi henni, að geta dregið eitthvað úr því illa umtali og óvild, sem nú, því miður, sýnist gegnsýra flest af dagblöðunum; geta kent fleir- um eða færri að „Geyma hjarta trútt þó heimur bregðist“. Tak- ist það, mun henni vel farnast. lngunn Jónsdóttir fró Kornsó. Þótt tveir dagar væru liðnir, síðan hún hafði fengið þetta bréf í hendur, hafði hún ekki enn gert börnunum kunnugl efni þess, þótt það snerti þau meir en lítið. Fyrst varð hún að komast að fastri niðurstöðu sjálf, áður en hún færi að ræða málið við þau. Tvo undanfarna daga, og einkum tvær næturnar, hafði hún átt í hörðu bænastríði. Nú þótti henni, sem hún sæi glögt, hversu réttast væri að taka í inálið, og fann um leið, að hún hefði öðlast kraft til þess. Auðvitað var fjárstyrkurinn, er boðinn var frain, inikill Jéttir fyrir hana, en hún var að eðlisfari kona stórlát og var gædd næmri sómatilfinningu; ljúfast var henni að bjarga sér sjálf, en framar flestum óljúft að þiggja. Einkum tók hún sér nærri, að þiggja styrk af þeim manni, sem bakað hafði þeim öllum slíkt tjón. En úr því að hún var nú einu sinni koinin að tastri niðurstöðu um það, hversu sér bæri að breyta sem kristinni konu, var hún fyrir sitt leyti ekki leng- ur i neinum vafa; en hún var kvíðin sakir barnanna. Mundi hún geta fengið þau á sitt band í þessu máli? II. Meðan frú Gripenstan var enn ineð bréf Gisslers ; hönd- um sér, var hurðin opnuð að baki henni. Þegar hún heyrði, hve þéttan var gripið í handfangið, þóttist hún þegar viss um, hver væri að koma inn. Það gat enginn annar verið en Vilhelm; enda var það hann. Hún sneri sér við og brosti til hans. Það brá jafnan fyrir viðkvæmu ástúðaríeiftri í svip henn- ar, er hún leil á son sinn. Og svo var nú, en eitthvert hik var hann kominn í klærnar á lánardrotni síYmm. Já, hann inátti þakka fyrir, að Gissler lýsti hann ekki gjaldþrota, því að þá hefði hann mist í viðbót húsbúnað sinn ailan, er var ágætur. Nú fékk hann þó að minsta kosti að halda hon- um. Nú var honum einn kostur nauðugur, að flytja alfari frá Fallsta, sein ættlið eftir ættlið hafði gengið að erfðum frá föður til sonar, og þetta var það, sem reið majórnum að fullu. Fláttskapur vinar hans og ráðunauts, er hann gat nú ekki framar efast um, olli honum biturrar hjartasorgar. Heilsa hans fór skyndilega hríðversnandi. Var það iðrun, sem náði tökum á Anton Gissler, er hann sá þetta, og var það þess vegna, að hann lofaði majórnum að dveljast áfram á Fallsta? Eða var það til þess að verja sig gegn hinni duldu grunsemd í brjósti Otto Gripenstams, er gerði það að verkum, að frá honum andaði kalt í garð Gisslers. Hver sem nú ástæðan var, leyfði Gissler majórn- um að lifa síðustu stundir sínar i Fallsta, og fyrir það var vesalings ekkjan honum þakklát. Skömmu eftir dauða inanns síns flutti hún alfari frá Fallsta. Ekki var hún vel við því búin, að taka á herðar sér þær byrðar, er samfara eru fátæktinni, jafn sorgbitin og hún var fj'rir. En hún var kona og móðir, og var því í engum vafa um, hvað gera skyldi, sökti sér ekki niður í ónytju hugarvil, sneri sér hugrökk að hinum nýju viðfangsefnum, og lagði fram alla luafta sína. Með því að hún gat flutt með sér öll húsgögn sín og hús- búnað, var fyrirtaks húsmóðir, og sem sköpuð til að stjóma

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.