Brautin


Brautin - 13.07.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 13.07.1928, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sínt! 1385. María Einarsdóttir. Sími 571. Brautin Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Afgreiðslusími: 1. árgangur. Föstudaginn 13. júlí 1928. 3. tölublað. ItÍlílÍSllllSIL Vængjuðu vonirnar. Siðan Brautin hóf göngu sína hafa heyrst ýmsar raddir um hana, sem eðlilegt cr. Mest hefir þó kveðið að undr- un kvenna yfir þvi, að blaðið skuli hafa byrjað með þvi að ræða járnbrautarmálið. „Járn- braut —", hvað kemur okkur konunum það mál við? Því byrjuðuð þið ekki á einhverju, sem nær lá heimilunum? Það er Jitið kvenlegt að ræða svona mál i kvennablaði, — og — svo er greinin alls ekki eftir ykkur. Nú mun Brautin reyna að sýna konunum fram á nokkr- ar af þeim nauðsynjum sem þetta mál byggist á. í sama blaði — 1. tbl. af „Brautin" —, sem flutti hina ágætu járnbrautargrein, var sýnt fram á með lifandi dæm- um, hver nauðsyn mjólkin er fyrir myndun beina, og hver á- hrif hún, sem fæðutegund, hef- ir fyrir börn, andlega og likam- lega. Þetta þykir nú mörgum trú- legt, en — að það geti staðið i sambandi við járnbraut. finst þeim ótrúlegt. Allir hafa heyrt getið um Suðurlandsundirlend- ið, grösugasta blett landsins. — Þetta undirlendi hefir verið bætt svo mikið með áveitum úr jökulánum þar eystra. í jökul- vatni er mikið áburðarefni, svo þar er nú alt grasi vafið, þó annarstaðar líti illa út með grassprettu. Á þessum bletti á að vera hægt að hafa stór og mikil kúabú. Þaðan ætti því að koma sú mjólkurlind, sem yrði til að lækka verð mjólkur, svo a« hvert heimili gæti keypt hana og notað sem þörf kref- ur, bæði handa börnum og öðru heimilisfólki. Hugsum okkur konu, sem frámleiðir afkvæmi og sjaldan eða aldrei smakkar mjólk, sem lifir á kjarnlítilli reitings fæðu, drekkur þar með kaffi eða vatn, sem altítt er. Hvernig á þessi móðir að geta veitt afkvæmi sínu þau efni til næringar og beinabyggingar, sem hún sjálf neytir svo Htils af um með- göngutimann. Ljósmæður hafa oft veitt þvi eftirtekt, hve mikill munur er á beinabyggingu barna þeg- ar þau fæðast; sum eru stinn og meðfærileg, önnur Un, með brjóskkend bein, þó geta þau Vængjaðu vonimar vorið mitt hlýja; blessaðu börnin þín blómskrúðið nýja. Láttu nú lækina Ijóða um friðinn; sæluna og sumarið söngfugla kliðinn. Vilja og vísdóminn vígðu með eldi; Ijósburum leitandi lána þitt veldi. Lífgjafi lækna þá líðandi er kalla; bænhevr þú börnin þín, blessa þú alla. Magnús Gíslason. verið sæmilega feit og haft fulla lengd og þyngd. Það er auðsætt, að móðirin verður að geta lifað á þeirri fæðu, sem er hin hollasta fyrir byggingu barnsins, geta lifað á mjólk að einhverju leyti. Til heimilisnotkunar verður hún þvi að fá nægjanlegt af henni, ekki einasta handa þeim börn- um, sem fyrir kunna að vera, heldur og handa þeim full- orðnu. Það er altítt að foreldrarnir neyta sér um flest, til að geta veitt börnum sínum það; efna- hagurinn ekki svo góður, að þau geti notið þess líka. En það er fleirum en móður og börn- um þörf á þessari hollu fæðu. Fólki, sem stundar bóklcga iðn, er hún ómissandi. Einnig hin- um sístarfandi verkamanni. Fyrir nokkrum árum var rætt um það í blaði, sem„ Hvíta- bandið" i Ameríku gefur út (Hvítabandið er alheims bind- indisfélag), hvaða fæðutegund- ir myndu vera best fallnar til að draga úr vínlöngun vín- hneigðra manna. Þetta var rannsakað nákvamilega, bæði á heimilum fyrir vínhneigða menn og víðar. Niðurstaðan varð, að hafra- grautur og mjólk myndu vera þær fæðutegundir, sem róuðu taugakerfið best og væru holl- astar fyrir lifur og nýru, sem breytast mjög við neyslu á- fengra drykkja. Það er sval- andi, auðmelt fæða, sem gefur þó öll nauðsynlegustu næring- arefni. Að sjálfsögðu þurfa all- ir sem þola, að hafa fasta fæðu með. Hér hefir verið sýnt fram á, hvað mjólk er á mörgum svið- um nauðsynleg fæða. Og þá er um að gera að geta náð i hana með sem hægustu og ódýrustu móti. Hún er nú flutt eitthvað lítið eitt til bæjarins á bílum; að vetrinum er það naumast gerlegt. FJutningur með járn- braut hlyti að verða ódýrari, og þar að auki ætti hún að geta gengið austur vfir Iieiði alt árið. Konum hefir nú að sinni verið sýnt fram á að þetta mál liggur nærri heimilunum, miklu nær en þær hugðu. Þó er þetta ekki nema ein hlið málsins. — Hugsum olikur nægtir af töðu- gæfum heyjum eystra, sem þeir þurfa alls ekki að nota, en hálf- tómar hlöður hér og þar í sveit- um nærlendis. Myndi ekki þörf á bættum samgöngum til að jafna þar á milli. Augað verður svo vant þvi, sem fyrir það ber daglega, og eyrað líka, svo maður veitir þvi naumast eftirtekt, þó járnbraut- arstúfurinn hér pípi eða sé á ferð. En þessum brautarstúf eiga nú Beykvikingar og aðrir að þakka höfnina hérna. Hverj- um hefði komið til hugar að aka öllum þeim ofaniburði og upphleðsluefni, sem í höfnina hefir þurft, á vögnum eða bil- um. Nei, þegar byrjað var á þvi stórvirki varð að Jeggja járn- brautarteina frá Öskjuhliðinni á tvær hendur til sjávar, og eftir þessum teinum rennur litla brautin, sem búin er að hjálpa til við þetta þrekvirki. Hún er ábyggilega undanfari annarar lengri og stærri braut- ar. Margt breytist á skömmum tíma. Fyrsti simaspotti þessa lands var lagður litlu fyrir atdamót (1889) á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. 1906 var land- síminn opnaður. Hann tengir nú ekki einasta Jandsbúa sam- an, heldur líka umheiminn. Og hver mundi vilja missa hann? En sögu hans muna margir. Það er erfitt að vera braut- ryðjandi, bæði á hugsjóna- og starf asviði; þakkirnar verða misjafnar, því öfundin, þessi meinfýsis andi, er þar oft á ferli til að ná í mola af heiðr- inum handa sér. Þeim konum, sem finst það Jítilmannlegt af okkur, að hafa ekki skrifað þessa fyrstu grein sjálfar, er þvi að svara, að blað- ið Brautin vill vera málgagn jafnt karla og kvenna, og ræða mál án tillits til kynferðis, — mál, sem mega til heilla verða. Þetta vildi blaðið sýna strax. Enda hefir það ekki síður von um liðveislu frá körlum en konum. — Að þessu sinni verður elcki rætt um mögulegleika eða ó- mögulegleika fyrir þvi, að járn- braut komi um landið, víðar en á milli Árnessýslu og Bvík- ur, en ,benda vill Brautin á, að fyrir rúmum 20 árum byrjuðu

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.