Brautin


Brautin - 13.07.1928, Blaðsíða 4

Brautin - 13.07.1928, Blaðsíða 4
4 BRAUTI N Augnlækningaferðalag 1928. Dvel í Vík í Mýrdal 21. og 22. júlí. Dvel á ísafirði 25. júlí til 2. ágúst. Frá Reykjavík með Esju 8. ágúst til Pat- reksfjarðar. Tekið á móti sjúklingum á viðkomustöðum skips- ins eftir því sem hægt verður. — Dvöl á Patreksfirði 11.—16. ágúst. Dvöl í Stykkishólmi 17.—25. ágúst. Með Suðurlandi til Reykjavíkur 26. ágúst. Guðmundur Guðfinnsson. Ávalt best kaupá nýj- um og niðursoðnum r Avöxtum í verslun Nýjar vörur fáum við með hverri skipsferð. i Einungis fyrsta flokks. Sími 40. Hafnarstr. 4 WUW£ Brunatryssinsar sími 254. Sjóvátryggingar sími 542. P 1 L S N E R Best. Ódýrast. INNLENT Til hægri þegar þér farið uppeftir. EPLI -- APPELSÍNUR, BANANAR nýir og þurkaðir Bankastræti 6. Brjóstnælur sérlega fallegt úrval hjá JÓNI SIGMUNDSSYNI, sullsmið. Laugaveg 8. Smávegis. Dóttii in: Eg er búin a8 segja þér það, faðir ntinn, að ég vil eklci giftast honum. Kaðirinn (reiður) : Rugl, heimska, þú skalt giftast hon- um; heldurðu kannske að Eva hafi verið spurð um hvort hún vildi eiga Adam? Prentsniiðjan Qutenberg. heimili, leigöi Kún sér rúmgóða íbúð í Stokkhólmi, til þess að geta tekið á inóti ungum stúlkum á vist og í fæði. Þetta var að vísu erfitt og lýjandi starf, en „með illu skal ilt út drífa“. Áhyggjurnar daglegu vörnuðu því, að sorg- in yfirbugaði hana, og voru vel til þess fallnar, að drepa á dreif hinum bitru hugsunum, sein skæðastar voru af öllu, þvi að einmitt þær voru líklegastar til að raska lífssambandi hennar við guð. Frú Teresa Gripenstam var ekki ein eftirskilin í þessuin heimi við andlát manns síns; hún átti þrjú börn, Cecitíu, nítján ára, Vilhehn, átján ára, og Elsu fjórtán ára. Að sjálf- sögðu voru þessi born huggun hennar og gleði, en jafnframt bar hún kvíðboga fyrir framtíð þeirra. Af öllum huga og allri sál voru þau bundin æskuheimilinu, og þeim bjó áköf hrygð í brjósti yfir því, að hafa hlotið að yfirgefa það að fullu og öllu. Þau vissu einnig vel, að klækir annars manns voru or- sök þess, að faðir þeirra hafði mist allar eignir sínar, og það var þeim bitur hugraun að vita, að hjálparmaðurinn flái sal nú sem landsdrottinn á Fallsta. Móðirin, sein fann vel sjálf, hve, gremjan eilrar hugarfarið hjá þeim, er ala hana með sér — á hversu miklum rökum, sem hún kann að vera bygð — óttaðist áhrifin á ungar og næmar sálir harna sinna. Hún var einnig kvíða- og áhyggjufull um framtíð þeirra, sem virtist vera næsta tvísýnt um, sakir óhamingju þeirrar, er dunið hafði yfir föðurinn. Árinu áður hafði Vilhelm lokið stúdentsprófi með ágætri einkunn, aðeins sautján ára að aldri. Hann hafði vonað, að fá haldið áfram námi sinu í háskólanum og búið sér frarn- tíðarstöðu, er svaraði ti! hans ágætu gáfna; en nú voru þær vonir að engu orðnar. 1 annan stað var Cecilía, sein engin ráð hafði til að kom- ast Jengra áfram á iistabrautinni, svo seni hugur hennar stóð til, og Elsa, sem ekki hafði enn lokið skólagöngu sinni. Hvað átti nú fyrir þeim að liggja? Já, framtið barnanna lá móðurinni svo þungt á hjarta, að sú hugsun var stundum ekki fjarlæg henni, að betra hefði verið, að hún hefði engin börn átt. Hún rendi augunum frá prenlaða heimilisfanginu, og las bréfið enn einu sinni nákvæmlega. Efni bréfsins var þann veg, að það hefði átt að geta létt af henni áhyggjun- um út al' framtíð barnanna, en í stað þess haföi það þau áhrif, að hugarstríðið lagðist enn fastara að hjarta herinar. Henni fanst sem það ætla að kæfa sig. Bréfið var frá Gissler. Það var stutt og hann gekk beint að efninu. Hann bauðst til að kosta háskólanám Vilhelms, skólagöngu Elsu, og greiða kostnaðinn af listnáini Gecillu, hverja grein listarinnar sein hún kysi. Þetta bað hann um að mega gera fyrir börn látins vinar síns. Voru þessi tilmæli, og vægð hans við majórinn á deyj- andi degi, vottur um iðrun fyrir ódrengskap, er hann aldrei hal'ði þó viðurkent, aldrei játað? Teresa Gripenstam, sem helst vildi leggja alt út á besta veg, vonaði, að þessu væri þann veg varið. Og væri svo seni hún hugði, taldi hún skyldu sina sem kristinnar konu, að víkjast með lipurð og lairteisi við þessari duldu iðrun.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.