Brautin


Brautin - 31.08.1928, Blaðsíða 2

Brautin - 31.08.1928, Blaðsíða 2
BRAUTIN BRAUTIN I <i kemur út á föstudögurn. — Mánaðargjald fyrir fasta á skrifendur er 50 aura; einstök ö 5 blöð kosta 15 aura. g 0 Afgreiðsla blaðsins er. í húsi § g K. F. U. M. Opin kl. 4—7 dagl. g 6 a saaaaaaaaoaaaaoaaaaaaaaa treystir Brautin þeim til aö vinda bráðan bug að því, að gera þennan loftkastala áð veruleik, og það áður mjög langt er Iiðið. Hér hefir verið bent á það helsta, sem Brautin leggur til þessara mála. 3. Breyting á Kvennaskólan- um í Reykjavík. Hann er, sem kunnugt er, sá kvennaskóli hér á landi, sem mest hefir verið aðsókn að og þrátt fyrir ýmsa örðugleika, hefir fyrir ötula stjórn duglegra kvenna stöðugt aukið álit sitt meðal landsmanna. í framtíðinni á hann að verða aðal mentastöð isl. kvenna og þess vegna þarf kvenþjóðin, ísj; ríkið og Alþingi að leggja alveg sérstaka rækt við hann. Það þarf að stækka hann og auka að miklum mun. Hann á að verða fyrirmynd hinna skólanna, áð öllum útbúnaði og kenslu- fyrirkomulagi. En það, semBrautin vill leggja sérstaka áherslu á er að komið verði upp við hann »KvöId- skóla« fyrir stúlkur, þar sem þær stúlkur gætu sótt hann, sem eru að meira eða minna leyti fastar vinnu á daginn, því vér vitum við að það er fjöldi fátækra stúlkna, sem verða að vinna á daginn, en sem vel gætu notað kvöld- stundir sinar, tíma og tima, til að menta sig og sem mundu fegins hendi sækja slikan kvöld- skóla kvenna, ef hann gæti veitt þeim kenslu á þeim tima, sem hentaði fyrir þær. Sumar vildu læra eitthvert tungumál, aðrar handavinnu, enn aðrar mat- reiðslu o. s. frv. Ætti kvöldskólinn að sjá um að stúlkur gætu fengið aðgang að ýmsum námsskeiðum, sem skólinn héldi, eftir þvi sem hver æskti helsl. Slík námsskeið eru holl og örfa fólk til að taka sem mestum framförum í ýmsri kunnáttu, sem heimilin þarfnast. Það, sem Brautin hefir bent hér é: Þekking á menlun kvenna hjá aðalmenningaþjóðunum og að taka upp hér það, sem best væri hjá þeim, fjölgun kvenna- skóla, stækkun og umbætur að- alkvennaskólans i Rvik er einn þátturinn í þvi starfi hennar að auka mentun og þroskun ís- lenskra kvenna, svo þær þurfl að engu að standa að baki kon- um annara þjóða að þekkingu og lærdómi, hvorki verklegri né bóklegri. Hún álítur aö fslensku þjóðinni sé þaö fyrir bestu, að vér konurnar keppumst að því að efla reglusemi og hreinlæti á heimilum vorum jafnframt þvi, sem vér öfium oss þess fróðleiks og mentunar, sem timinn heimtar og sem er talin undirstaða allra framfara og umbóta hjá menn- ingarþjóðunum. Vér erum sannfærðar um, að ísl. konur eru ekki ver gefnar en aðrar konur, það ætti því aö vera metnaðarmál allra Islend- inga, að þær væru ekki ver mentaðar en konur annara þjóða. Og að því takmarki verðum vér allar að vinna. ísl. konum er trúað fyrir miklu og vandasömu starfi. Rikið á því að hafa vit á því að undir- búa þær undir það, svo vel sem unt er. mmmmmmmmi.&Mm^ lú Jón Eiríksson 1728—1928. 1 dag eru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Eiríkssonar, eins hins merkasta Isiendings er uppi hefir verið. Æfiferill hans var einkennilegur og merkilegur að furðu gegnir, því mun ekki hafa verið spáð yfir vóggu hans að hinn fátæki islenski bónda- sonur mundi komast til meiri vegs og valda í Danmörku,' en nokkur annar íslendingur að fornu og nýju. Jón Elríksson fæddist 31. ág. 1728 á Skálafelli í Hornafirði. I Var orð á því gert hve námfús hann var í æsku og þrátt fyrir fjárskort og aðra erfiðleika komst hann í Skálholtsskóla og þar kyntist hann Harboe biskupi og var það upphaf gæfu hans. Harboe geðjaðist svo vel að Jóni að hann tók hann að sér og lét hann fara með sér utan 1745 og kostaði hann til náms við Latinuskólann í Niðarósi. Lauk Jón þar orófi 1748 með miklu lofi og fór siðan til há- skólans í Kaupmannahöfn og las fyrst málfræði og heimspeki, en siðan lögfræði, og tók próf í þeirri vísindagrein og var síð- an lengi kennari í lögfræði við Sóreyjaskóla. Fór svo mikið orð af gáfum hans og lærdómi, að hann var árið 1761 kvaddur til Kaupmannahafnar til þess að taka sæti í hinni nýstofn- uðu stjórnardeild fyrir Noreg. 1777 varð hann einn af stjórn- arherrunum í Rentukammerinu og 1779 dómari í hæstarétti. — Jafnframt þessu gegndi hann mörgum öðram trúnaðarstörf- um og átti sæti í ótal mikil- vægum nefndum og frá 1781 var hann einnig bókavörður konunglega bókasafnsins. I Danmörku var Jón í inikl- um metum, sem duglegur og samviskusamur embættismaður, en sérstaklega eiga þó íslend- ingar honum mikið að þakka, höfum við fengið heim miklar > birgðir af alls konar vörum, t. d.: Sportbuxur margar teg., reiðjakka, karlmannafatn- að, golftreyjur og peysur, mjög mikið úrval, álls konar sokka á börn og fullorðna, gardínur rnisl. og hvítar, rúmteppi margar tegundir, gólfteppi, borð- teppi, dívanteppi, veggteppi, vatt-teppi og ullarteppi. Komíð og athugið vörur^og verð og gerið góð kaup! Wðru/lusið. því um alllangt skeið réði hann mestu hjá stjórninni um af- greiðslu islenskra mála. Má ó- hætt segja að flest það, sem gert var íslandi til gagns á þeim tímum, hafi verið honum að þakka fyrst og fremst, Hann var aldavinur Skúla fógeta og studdi hann drengilega f mörg- um málum. Jón var sammála Skúla um þáð, að mest riði á að bæta atvinnuvegi og versl- unarmál íslendinga. Þegar hann tók við stjórn Lærdómslistafé- lagsins fékk hann þaö samþykt að félagið skyldi starfa að því, að útbreiða þekkingu á hagnýt- um málum. Hann samdi sjálfur ritgerðir um saltbrenslu, lax- veiðar, fiskverkun og meðferð hálfdruknaðra og kalinna inanna. Að tilhlutun hans gaf stjórnin út ótal tilskipanir, sem miðuðu að því að bæta atvinnuvegi Is- lendinga. Margar þeirra báru lítinn árangur, eins og oft vill verða meö valdboð, sem koma frá hærri stöðum, meðan þjóð- in er ekki nægilega mentuð til þess að skilja gildi þeirra. Þó bar sumt af þessu góðan árang- ur. Til dæmis bófust þá jarða- bætur á landi hér. Frægust eru þó afskifti hans af verslunar- málunum. Hann hafði megna ótrú á einokunarversluninni dönsku, en hann vildi fara hægt í sakirnar og hafði ekki trú á að tslendingar væru sjálfir fær- ir um áð reka verslunina nema þeir fengiu til þess nokkurn undirbúning. í þessu voru þeir Skúli alveg sammála. Jón átti mestan þátt í að almenna versl- nnarfélagið varð að sleppa ís- lensku versluninni 1774 og að konungur tók hana að sér. — Hann var skipaður í stjórn verslunarinnar og sat þar til dauðadags. Fyrir tilstilli harts var gefinn út taxtinn 1776, sem var Islendingum miklu hagstæð- ari, en hinir fyrri taxtar. Jón sá þó brátt að með þessu var ekki fenginn endanleg lausn á - málinu. Hann sannfærðist betur og betur um að verslun- arfrelsi væri nauðsynlegt fyrir Island. í ritgerð er hann skrif- aði 1782 heldur hann því fram, að einokunarverslun geti aldrei orðið landinu til annars en ó- bætanlegs tjóns, því henni fylgi of mörg óeðlileg bönd og skorð- ur á báðar hliðar. Telur hann því frjálsa verslun við alla þegna Danakonungs heppileg- asta, en vill ekki Ieggja til, aö aðrar þjóðir fái að reka hér verslun bö svo stöddu. Hann vill láta mæla hafnir og stofna kauptún og fá iðnaðarmenn til að setjast þar að, og yfirleitt bæta atvinnuvegi til lands og sjávar. Nú var kominn skriður á verslunarmálið, en Jóni auðn- aðist ekki að sjá úrslitin. Hann var orðinn þreyttur og slitinn af taumlausu erfiði og farið var að bera hjá honum á geðbilun, sem talin var arfgeng í ætt hans. Hann var orðinn óánægður með stöðu sina í stjórninni, því hon- um fanst hann ekki ráða eins miklu og áður og hinir yngri íxienn vera farnir að bera sig ofurliði, en hann var ráðríkur að eðlisfari og kappsmaður mikill. Hann var farinn að ör- vænta um framgang verslunar- frelsisins, og alt þetta kom hon- um til að stytta sér1 aldur 29. mars 1787. Þegar Skúli fógeti

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.