Brautin


Brautin - 12.10.1928, Blaðsíða 2

Brautin - 12.10.1928, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN ooaooaooaooooocíactCHCnsaöoo BRAUTIN kemur út á föstudögum. — Mánaöargjald fyrir fasta á- skrifendur er 50 aura; einstök blöð kosta 15 aura. g AFGREIÐSLA blaSsins cr i Ö P i ngM oltfistrœti 11, S uppi. — Opin kl. 4—7 daglega. O oooooooooaoooooooooaoooo Afgreiösla „BRAUTARINNAR" er flutt í Þingholtsstræti 11 uppi, opin daglega frá 4—7, en næst- um allan daginn á föstudag. bílana, og næmi hann minst frá 300 til 600 kr. á ári á hvern bil eftir bilafjöldanum. Hér við bætist rándýrt manna- hald, þar sem um 250 til 300 bilstjórar vinna sama verk, sem járnbrautin gæti unnið með um 50—75 mönnum og er það ekki lítil upphæð, þar sem hver bíl- stjóri kostar árlega um 4000 krónur, og svarar sá liður einn til útgjalda upphæðar sem nem- ur frá 600,000 til miljón króna árlega. Slík eru þau flutningatæki, sem járnbrautarfjendur ætla að ginna með fáfróða menn, til að drepa með notkun mesta og besta samgöngutækis á landi, sem nútíminn þekkir. Það skal heldurenginn maður láta sérdetta í hug þá fjarstæðu að þessir bíla- skrumarar ætlist til þess að þessar bílasamgöngur komist nokkurn tíma á í raun og veru. Nei, svo heimskir eru þeir ekki. Nei, það á að eins að nota þetta til að dreifa áhuganum fyrir járnbrautarlagningunni, Reyna að koma inn ótrú á eina trygga og örugga samgöngutækið, sem hagkvæmt er að nota austur yfir fjall, Fyrir (þessa framfarafjendur, eru öll meðöl leyfileg, því fyrir þeim vakir að eins eitt, að spilla fyrir því að nokkur fullkomin samgöngubót fáist austur. Þeirra aðal innræti er þröng- eigingirpi og fyrir forsprakka þeirra er það mest um veit að sníkja &ér út bein og bitlinga og jóðla á þeim með ánægju- brosi sjálfselskunnar. Þó austanbændur pínist und- ir þrældómsoki fátæktar og at- hafnaleysis, þó þeir sjái þá næst- um örmagnast af vesaldómi og aumingjaskap. Slíkt spiliir ekki > ánægju þeiira, ef þeim að eins tekst að mata sem best krókinn fyrir sjálfa sig. Forðumst þvilikal (Framh.) Ingvar Sigurðsson. Oít fer sá vilt er geta skal. 1 Tímanum frá 6. okt. þ. á. birtist grein, sem heitir )>kjör- dæmaskipunin«. Greinarhöf. fer þá alkunnu leið fyrir þann, sem ekki veit, en vill þó fullytða, að hann giskar sig fram. Ágisk- unin, sem er orðin fullyrðing, er á pappírinn kemur, er sú; að ihaldsflokkurinn gefi út kvennablaðið Brautina, og að hr. Jón Þorláksson hafi ráðið ritstýrur blaðsins. Já, oft fer sá vilt er geta skal. Það þætti ekki merkilegt af kvenmanni, að vera að fara með staðlaust fleipur í opinber blöð. Fleipur, sem enginn minsti flugu- fótur er fyrir. En þó þætti það enn þá ómerkilegra, ef það væri gert í þeim lubbalega tilgangi að svívirða þá, sem eru að reyna að berjast gegn ranglæti og of- beldi hinna sterkari; gegn þeim, sem mega sin meira. Það er enginn hetjuskapur í því fólginn, að svívirða islenzkar konur, þó þær vilji ekki lengur una þeim ókjörum og því rang- læti, sem þær eiga við að búa; neita þeim um þátttöku í opin- berum málum og áhrif á miljóna- tolla þess opinbera. Slíkar hetjur myndu reynast hinar auðmjúkustu bleyður við oss konur, þegar vér værum búnar að fá þau opinber völd, sem oss ber, og sem vér ætlum okkur að vinna. Því þeir, sem skríða fyrir ranglætinu, skríða altaf fyrir valdinu. Greinarhöf. virðist gleyma því, .að vér lifum á 20. öldinni, og að það er kominn meira en tími til, að konur stjórni sér sjálfar. Og að konur þurfa því hvorki á íhalds- eða framsóknarfl. að halda, eða spyrja þá til ráða, þó þeim detti í hug og fram- kvæmi, að gefa út blað, þó það blað sé kannske að mörgu leyti frábrugðið vanalegum kvenna- blöðum, sem ýmsum finst, að ekki mega taka á nokkru máli, að eins vera fult af tísku-leið- beiningum og eldhúsráðum. Ónei, góðir hálsarl Vér erum nógu lengi búnar að vera und- irokaðar af valdafikn og ofríki karlmanna, til þess, að sú löngun geti risið upp með okkur sjálfum, að við krefjumst réttar okkar, sem meiri hluti í landinu. Já, þá er enn ein mótsögnin hjá Tímanum. Það hefir alt af þótt sjálfsagt, og svo er enn að meiri hluti atkv. og meiri hluti þingmanna réðu úrslitum mála, en þegar meiri þluti þjóðarinnar vill fá það, sem henni ber, rís eitt stærsta stjórnarblaðið ís- lenzka upp, með þjósti miklum og kveður slikt »óviturlega fjar- stæðu«. Þá er aftur eitt í nefndri grein svo heimskulegt, að það er Brunatryggingar allskonar er hvergi betra að kaupa en hjá félaginu „Nye Danske“, sem stofnað var 1864. Umboðsmaður Sighvatur Bjarnason Amtmannsstíg 2. vorkunn karlmanni að hafa ritað það. Það er, að ef slíkt kæmi til mála, að landinu yrði skift í tvímennings-kjördæmi með konu, sem öðru þingmannsefni, yrði að kljúfa ríkið í tvent, svo að konur kysu konur og karl- menn karlmenn eða öfugt. Hefir nokkurntíma sést aum- legri vitleysa eða rök í stjórn- málagrein á landi voru. Hafa ekki konur í þau fáu ár, sem þær hafa haft kosningarrétt, kosið karlmenn til þingmensku? En-eftir þessari hugmynd grein- arhöf. að dæma, hefðu konur ekkert haft við kosningarrétt að gera, svo lengi, sem þær væru pindar til að kjósa eingöngu karlmenn. Og það er náttúrlega satt, að því leyti, að það er blátt áfram ófyrirleitin svívirð- ing af karlmönnum, að aftra konum frá eins sjálfsögðum hlut, eins og fullkominni hlutdeild i opinberum málum. Og að endingu viljum vér konur því ráða ritstjóra Tímans til, að reyna að taka sér fram um drengskap og sannleiksást, ef hann ætlar sér að öðlast- virðingu íslenzkra kvenna, jafnt til sjávar, sem sveita. f*ví ís- lenzkar konur hafa ekki eins mikla fyrirlitningu á neinu, sem ódrengskap „og bleyðimensku. Þörf bók, Ný handavinnubók hefir Braut- inni verið send. Hún heitir; »Lelðarvístr til að nema ýrnsar hannyrðir og fatasanin«. Höfundurinn er frú Elfsabet Valdimarsdóttir, kenslukona á Isafirði. Bók þessi lofar ekki meiru en hún efnir. Hún byrjar með því að leið- beina i fatasaum, sem hverju heimili er nauðsyn að vita eitt- hvað um. Segir fyrir hvernig taka skuli mál og máta föt. Sér- ^ staklega kvenfatnað. Einnig tek- ur höf. hyrðingu saumavéla. Ekki mun vanþörf á að brýna slíkt fyrir okkur konum því þar þarf þrifnað og passasemi við, ekki sfður en annarstaðar. Saumavélin er dýrt áhald og | Ýms búsáhöld þar á i meðal þessar margeftir- | spurðu Trésleifar er ® nýkomið í Verslun Þórðar frá Hjalla, Laugaveg 45. » eigi hún að endast lengi, verður hún að mæta góðri meðferð. Þá er kaflinn um að strjúka og pressa mjög þarfur, þar með er líka sagt hvernig hreinsa skuli fatnað. Sá eini kaflinn getur sparað mörgum töluvert. Einnig er nákvæna fyrirsögn um að draga upp í (teikna á) alslags efni. Er bæði gagn og gaman fyrir ungar stúlkur að æfa sig i að gera slíkt sjálfar. Síðari partur bókarinnar sýnir og segir um margar og auð- veldar aðferðir við ýmsa piýði- lega sauma, sem skreyta má með heimilishluti. Þar með líka þráðaleikni, svo sem knipl, hekl, prjón o. fl. Yfir hundrað uppdrættir eru í bókinni auk stafrófa af mis- munandi stærð. Er ekki lítið verk að teikna allar þessar að- ferðir og skrifa svo skýrt og skiljanlega um þær sem gert er. Höfundur bókarinnar hefir í mörg ár stundað kenslustörf við hannyrðir á ísafirði, Hún hlaut fyrstu verðlaun fyrir handavinuu á síðustu Iðnsýn- ingu hér. Einnig hlaut hún veiðlaun á sýningu í Danmörk fyrir fagurt handbragð. Fyrir skömmu var handavinna henn- ar til sýnis í glugga í Lækjar- götu 2, hjá frú K. Viðar. Þólti öllum, sem sáu, hún óvanalega prýðileg. Verð bókarinnar er 7 krónur. Má hún heita mjög ódýr, því pappir og allur frágangur er vandaður. Bökin er til sölu hjá flestum bóksólum hér, einnig mun hún verða send út um land til bók- sala. Inn á hvert heimili ætti hún að komast.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.