Brautin


Brautin - 12.10.1928, Page 4

Brautin - 12.10.1928, Page 4
4 BRAUTIN Sagnir um síra Stefán Þorleifsson, Presthólum I. Eitt sumar á túnaslætti sendi síra Stefán pill, sem hjá honum var á næstu bæi, til að fá lán- aða hesta og reiðinga. Morgun- inn eftír býr prestur sig til ferð- ar, og tekur með sér einn af vinnumönnum sínum. Leggja þeir siðan reiðÍDga á nokkra hesta, og hafa sinn hest til reið- ar hvor. Halda þeir síðan af stað. Spyr vinnumaður þá hvert ferðinni sé heitið, og hvað hann ætli að sækja á hestunum. Prest- ur segir að þeir muni fara út- yfir Hólsstíg, en hann skuli seinna fá að vita, hvað hann ætli að sækja. Segir nú ekki af ferð þeirra fyr en þeir koma að Hóli á Sléltu. Par hitta þeir bónda úti á túni við heyvinnu. Þeir heilsa honum. Hann tekur glaðlega kveðju prests og segir: »Hvað er nú blessaður prest- urinn að fara?« »Hér út á Sléttuna að sækja hval«. »Hvall — Nú heflr hvergi rekið hval, svo eg til viti«. »Þá horfir nú óvænlega um erindi mitt, ef þú veizt ekki um neinn hvalreka. því það var ein- mitt til þín, sem eg ætlaði að sækja hvalinn«. Bónda varð allhverft við þetta, en segir þó, að hjá sér hafi eng- an hval rekið, og muni prestur því hljóta að fara ómaksför í þetta sinnn, ef honum sé þetta alvara. »Þetta getur verið«, segir prest- ur, »en fyrst skulum við nú ganga hérna út að Garðhúsinu fí\fíftfí\fíWXXX>fíW*ftfíW?fí\ \J \J flð Kvenfólkið segir að hvergi O \J fí\ sje betra að kaupa ávexti, C\ ^ sælgæti sígarettur o. í>. h. ^ fíS handa góðum gesti en í tóbaksverslun fí\ \J fís fí\ Ólafs Guðnasonar Laugaveg 43. Sími 1957. fí\ W fí\ \J fí\ \J ... A. V. Falleg og vönduð ^ reykjapípa, er vel valin tæki- ^ færisgjöf handa góðum vini. yí/ Stúlkur og drengir óskast hvern föstudag kl. 1 í Þingholtsstræti 11 til að selja »Brautina«. Há sölulaun. (fjárhús úti á túninu) og sjá hvort nokkuð er í þvi«. Þegar bóndi heyrir þetta, verð- ur hann mjög vandræðalegur, en biður þó prest að finna sig afsíðis. Tala þeir nú um stund, og heyrir fylgdarmaður ekki, hvað þeim fer á milli. Er þeir hafa talað um stund, fylgir bóndi þeim presti og vinnumanni hans til baðstofu, og lætur vinna þeim beina. En er þeir koma út aftur, liggur svo stór hvalkös úti hjá Garðhúsinu að nægði í klyfjar á alia hestanna. Býr nú vinnu- maður upp á heslanna, og halda heim síðan. Hafði bóndi ætlað að leyna þessum hval. En eng- inn skildi hvernig prestur gat vitað um hann, því engir gestir höfðu þá lengi komið að Presf- hólum. •iiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiia | Vetrarkáputau | fallegt úrval. | Marteinn Einarsson & Co. \ ............................................... * Verslunin NÝHOFN Grettisgötu 38 hefur á boðstólum allar mat- vörur með sanngjörnu verði. Brauð frá Bernhöft. Mjólk frá Thor Jensen. Góðar vörur. Lipur afgreiðsla. Lárus Andrésson, MÁLNINO allslíonar til tieimanpnar t. i Tilbúin málning, allir litir. Gólflakk á trégólf, Gólfdúkalakk, Fernisolía Terpentína, 3 teg. Þurkefni, Ðronce (gull-, silfur-, og eir). Málningarverkfæri allskonar BEZT og um leið ÓDÝRAST hjá O. ELLINGSEN. NÝIR ÁVEXTIR: Perur, Ðanana, Epli, sérlega góð, Appelsínur, Vínber. Þessar vörur eru ætíð bestar í Verslun Þórðar frá Hjalla, Laugaveg 45. ÁGÆTAR kartöflur fást á Lokastíg 19. Sími 1385. JNauðsyn bóka og lesturs. 1. Hefirðu tekið eftir nokkru sem öllum sé fýsilegt að vita, í nokkurri bók, sem þú hefur lesið nýlega? 2. Hefir þér hugsast nokkuð sem gæti og mætti verða fósturjörð vorri eða einstök- um mönnum að liði? 3. Með hverju getum við orðið hver öðrum að liði? 4. Gætið fyr pyngjunnar en girndarinnar. Prentsmiðjan Gutenberg. 58 því, áður prófessorinn væri búinn að þvo sér. Og mér tókst það í tæka tíð, bætti hún við sigri hrósandi. — Hann er ímynd karlmenskunnar, herðibreiður, róleg- ur, og drottinlegur á svipinn; hann væri vel fallinn til kon- ungs, hélt Marta áfram, hrifin mjög. — Svo virðist sem hann sé þegar orðinn konungurinn þinn, skaut systir Thyra, hin námsmeyjan, inn í. — Hann verður efalaust framúrskarandi duglegur lækn- ir, hélt Marta áfram. Vera benti á stafla af stórum skálum, er stóðu hver inn- an í annari. — Þvoðu þessar skálar úr sápuvatni, systir Marta, og láttu svo doktorinn sigla sinn eiginn sjó. Námsmeyjunum er ekki ætlað að hafast við í skurðlækningasalnum til þess að grannskoða aðstoðarlækninn, heldur til þess að stunda starf sitt, mælti hún með glaðlegu, broshýru bragði, sem gerði hana svo geðþekka stallsystrum hennar, námsmeyj- um og sjúklingum. Systir Marta tók til við skálarnar, en málbeinið gekk á henni engu að siður, og hvað sem um var rætt, leiddi hún sifelt talið að nýja lækninum. II. Það leið ekki á löngu, áður en prófessor Bornstedt varð það Ijóst, hve færan aðstoðarlækni hann hafði fengið, þar sem doktor Gripenstam var. Hann lét hann gera allvanda- sama uppskurði, fyrst í stað að honum sjálfum viðstödd- um; en er hann sá hve hinn ungi læknir var öruggur, hve 59 glögt hann fann til ábyrgðarinnar, hve höndin var óskeikul, aðgæslan og eftirtektin skörp, lét hann Gripenstam bráðlega starfa að skurðlækningum á eigin hönd. í þau skiftin, er hann starfaði að skurðlækningum einn saman, var hann jafn vingjarnlegur í bragði við systir Veru, og ýtti undir hana, eins og hann hafði séð prófessorinn gera, og af sinni hálfu var hún jafn kurteis við hann og hlýðin honum, sem yfirlæknininum. Án þess að viðhafa mörg orð, unnu þau bæði ötullega, hlið við hlið, í baráttunni við sjúkdómana. Þegar prófessor- inn var sjálfur að verki, voru þau hér um bil bæði jatnt sett að því leyti til, að bæði aðstoðuðu hann; en er Vilhelm var einn um hituna við uppskurðinn, lenti ábyrgðin nær ein- göngu á honum, og var öll lagsmenska þeirra á milli þar með útilokuð; en engu að síður fór svo, að þeim fanst eins- konar skyldleiki vera milli þeirra, án þess að þau gerðu sér það ljóst. Sjaldan var það, að þeim gæfist kostur á samræðum um annað en það, sem viðkom starfinu, og jafnvel þótt tæki- færi byðist koin þeim ekki til hugar að nota sér það. Vera sannfræðist brátt um það, að hrifning Mörtu yfir hinum unga doktor var ekki ástæðulaus. Henni blandaðist heldur ekki hugur um dugnað hans, óg dáðist að honum fyrir liann; hún varð einnig vör við notalega velvild af hans hálfu til sín persónulega, þótt hann segði fátt og vildi eins og láta lítið á bera, og þetta gerði henni mun léttara starf- ið, sem í rauninni var ofvaxið kröftum hennar. Óþolinmæði og ávítur af liálfu læknisins mundu hafa komið á hana fáti

x

Brautin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.