Brautin


Brautin - 19.10.1928, Blaðsíða 2

Brautin - 19.10.1928, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN SKOÐIÐf Vetrarkápur, Rykfrakkar, Regnkápur úr silki og gúmí. Dömukjólar, Regnhlífar, Nærfatnaður úr bómull, ull, tricotin og silki. Sokkar fjölda tegundir. Alklæði og alt til peysufata. Sjöl, Slifsi, Svuntusilki. Kjólatau, Gardínutau og Álnavöru alskonar til heimiltsþarfa. Borðdúka.j Rúmteppi, Dívanteppi og aðrar vefnaðarvörur. Mikið og gott úrval. Reykjavíkur lægsta verð. S. Jóhannesdóttir, Austurstræti 14. (Inngangur beint á móti Landsbankanum.) ........ * næstunni. Hún sýnir öllum landsmönnum trú Sunnlendinga á járnbrautarmálinu og fórnfýsi þeirra. En það er einmitt það, sem stjórnin telur sig þarfnast hvaö mest, til að fá stuðningsmenn sina til að samþykkja lagningu brautarinnar. Það virðist því alt mæla með að tillagan geti komið málinu f gott horf, og er þá vel farið. Samábyrgð þessi er smámunir einir fyrir allan Sunnlendinga- fjórðunginn. Upphæðin svarar til þess sem spara má með þarft mannahald við árlegan bílarekstur núna í eitt eða tvö ár. Og ætti enginn maður að horfa í, þótt sú óþarfa eyðsla hyrfl. Það sem fyrst og fremst vakir fyrir járnbrautar-vinum er að befja sveitirnar frjósömu austan fjalls upp úr því eymdar- og vesæidar ástandi, sem þær nú eru í. Hefja þær á nýlt fram- fara- og þróunarstig. Það er trú járnbrautar-vina, að landbún- aöurinn íslenski sé hollur og nauðsynlegur fyrir framtið is- lensku þjóðarinnar. Pess vegna verður að vinna að því, að skapa honum sem fyrst lífvæn- leg skilyrði. Og einn þátturinn í því Grettistaki er að draga alt Suðurlandsundirlendið að bestu höfn landsins, með þeirri sam- göngubót sem tryggust er og öruggust. Ingvar Sigurðsson. tJCarpan mín. Nú hreyfi ég strenginn þinn gígjan mín góða, til gleði mér einum ég bið pig að Ijóða. Við annriki dagsins, í húminu hljóða er liuganum kœrastur söngurinn þinn. Pó veill sé þinn strengur og viðkvœmur hljómur, samt verður í eyrum mér fagur þinn ómur. Og hiklaust það verður því hjarta míns dómur að harpan sé dýrasti gripurinn minn. Ó! syngdu nú góða um geislanna veldi, er gróandans móðir um löndin fer eldi. Og búin er fjallkonan blómanna feldi og bjarlur skín röðullinn tindunum ú. Og syngdu um œskunnar ústir og gleði, um alt það er heimurinn dýrasi oss léði. Til Ijósari draumsjóna lyft mínu geði, langdegisrökkrinu þögula frú. En harpa mín kveddu’ ekki um klakann og snjúinn, kulnaðar vonir og vorblómin dúin. Hug mínum söktu, ekki í harmanna sjóinn hlútra og gleði mér vektu ú brá. Svœfðu það alt sem er sárast að geyma, sál mina framar ei lát um það dreyma. Syngdu í anda minn aðeins þá lireima er yljað fá hjarla míns göfgustu þrá. — Knútr Porsteinsson, frá Úlfsstöðum, ÍS ára. Til ritstjóra Tímans. Vér víttum yður maklega í siðasta blaði Brautarinnar, íyrir að þér hefðuð farið með ósatt fleipur, sem enginn minsti flugu- fótur er fyrir, sem sé: að íhalds- flokkurinn gefi út Brautina og kosti hana og að hr. Jón Þor- láksson bafi ráðið ritstýrur blaðsins. Þar sem vér vorum búnar að segja yður fullan og hreinan sannleikann um þetta mál, hetð- uð þér, ef þér eruð sannleiks- elskandi maður og drengur góð- ur, átt að leiðrétta þetta þegar i stað í næsta blaði Tímans, og reyna þannig að bæta fyrir þau ósannindi, sem þér böfðuð flutt um konur, sem aldrei höfðu sýnt yður neina ókurteisi eða áreitni, og þér því höfðuð enga minstu átyllu til aö skrökva upp á. t stað þess eruð þér það litilmenni að þora ekki að leið- rétta ósannindi yðar og sá ó- drengur að ætla að fara að reyna að draga athyggli manna frá lftt sæmilegu framferði yðar, með þvi að þykjast bera írain fyrirspurn í kjördæmaskipunar- málinu svo fávíslega orðaða og barnalega að undrun sætir. Fyrirspurnin er á þessa leið: Ef landinu er skift í jafnfjöl- menn tvímenningskjördæmi og annar þingmaður hvers kjör- dæmis skal jafnan vera kona, þá spyrjið þér, hvernig þetta megi ske, án þess að rikið yrði klofið í tvent og aðeins konur kysu konur en karlmenn, karl- menn eða öfugt? Hafa menn nokkurn tíma heyrt fullorðinn karlmann koma með aðra eins fyrirspurn? Getur stjórnin haft slíkan regiriglóp fyrir ritstjóra við blað sitt? Vér skiljum það ekki. Vér skiljum ekki að það þurfii neinn ríkisklofning þó Framsókn léti t. d. í tvímenningskjördæmi Framsóknar-karlmann og Fram- sóknar-konu vera í kjöri, alveg eins og hún getur haft 2 Fram- sóknarkarlmenn i kjöri. Og vér getum ekki séð annað en hver Framsóknarmaður kjördæmisins gæti merkt krossinn framan við nafn kvenþingfulltrúaefnisins, sem karlfulltrúans. Vér sjáum ekki hvaða rikisktofningur gæti af þessu blotist. Vér getum ekki séð að neinn klofningur geti yfir- leitt af þessu hlotist, nema ef vera kynni að heilabú vesalings Tímaritstjórans sé svo veiklað og úr sér gengið, að það þyldi ekki að melta slíkt fyrirbrigði, og klofnaði í tvent af áreynsl- unni. En vér búumst reyndar við að það yrði ekki talinn mikill skaði. Nei svona einfeldnislegar fyrir- spurnir eru gagnslausar. Enginn lætur villast af sliku, en eru að- eins þeim til minkunar, sem lætur hafa sig til að flytja þær. Ritstjóri Tímans hefir gerst ópinher ósannindamaður i þeim tilgangi að reyna að spilla fyrir blaði okkar kvenna. Má bann því velja um tvo kosti. Annan aö við hann fest- ist þessi fyrnefndi heiðurstitill. Hinn er sá, að hann taki þegar aftur ósannindi sín og reyni þannig að bæta fyrir sitt ó- oooooooooooooooooooooooo o ° § ° g Vinnutaliiaöur. I Nankinsföt. Khakiföt. Khakiskyrtur. Vinnusloppar. Peysur, bláar. Fær. Peysur. Nærfatnað, marg. (eg. Vattteppi. Ullarteppí. Baðmullarteppi. Ullarsokkar, marg. gerðir. Slitbuxur, marg. teg. Hvítir jakkar. Strigaskyrtur. Vasaklútar. Axlabönd. Olíufatnaður, gulur og svartur. Klossar, margar tegundir. Gúmmískór, Gúmmístígvél. O g 8 o o o o o o o o o o o o o o o o o o 8 o o 8 o 8 o o o o o o o | Teiðaríæraversluaiii | „GEYSIR" o o o o o o OOOOOOOOOCOOOOOOOOOOOOOO fflt i » mt Barnafatnað Kven-nærfatnað. — sokka. — skyrtur. — náttkjóla er besf að kaupa á Laugaveg 5. drengilega framferði íslenskum konum. gagnvart r FeröamiDBiDQarírá Islaoái. Peir munu fremur aukast ár- lega ferðamannahóparnir, sem koma til tslands á sumrin. — Langfleslir ferðamennirnir hafa hér þó að eins örskamma dvöl, 1 eða 2 daga. Fara með bílum til Ringvalla eða austur yfir Hellisheiði, að Grýlu, standa þar við i nokkra klukkutíma, koma aftur til Reykjavíkur, ganga um göturnar fram og aftur eða eyða timanum, sem eftir er af við- dvölinni með því, að keyra inn að laugum eða suður I Hafnar- fjörð. Regar svo sumir af þess- um ferðamönnum koma heim til sín aftur, skrifa þeir ferða- pistla frá íslandi, og — kveða upp ákveðna dóma um land og þjóð. Eru þessir dómar, sem vænta má, harla misjafnir, og fara að mestu eða alveg eftir því hvort ferðamennimir hafa hitt á gott veður. og er það að vonum, því aðra viðkynningu

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.