Brautin


Brautin - 23.11.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 23.11.1928, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. S(mi 138S. Marta Einarsdóítir. Sími 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavik. Simii 491. \ 1. árgangur. Föstudaginn 23. nóvember 1928. 22. íölublaÖ. Jafnrétti kvenna! ^j^m^i^w1^^^^^^ Það er álit Brautarinnar, að þíið sé alveg óviðunandi, að is- lenzka kvenþjóðin, sem er meiri hluti allra landsmanna, skuli aðeins eiga einn kvenfulltrúa á þingi, en minni hlutinn, karl- mennirnir, 41 — fjörutiu og einn — fulltrúa. Konum finst það einnig óvið- unandi ranglæti, að karlmenn einir séu látnir sitja fyrir flest- öllum embættaveitÍDgnm og for- stjórastöðum. Skuli einir hafa öll peninga- ráð þjóðarinnar í hendi sér, en konur fái þar alls engu að ráða, «n eiga að vinna fyrir rikis- álögunum möglunailaust. Jafnvel miljónasóun lánstofn- ananna og miljónaálögur ríkis- stjórnarinnar er þeim þvingað til að bera og þræla fyrir, hversu fátækar sem þær eru og hversu lágt sem þær eru launaðar, og fá svo aðeins fyrirlitningar- og hæðiyrði, ef blað þeirra geiist svo djarft að vilja láta tryggja þeim nokkurn beinan íhlutun- arrjett og meðráðarétt i þeim málum, sem þær og heimili þeirra varöar svo miklu. Hvað mynda karlmennirnir segja, ef konurnar gerðust alt í einu eins heimtufrekar og þeir og spyrntu af alefli gegn því, að nokkur karlmaður fengi sæti á þingi eða nokkurt embætli eða nefnd- arslarf', eða nokkura stjórn yíir fjármálastofnunum, eða forstjóra- stöðu, eða nokkurt sæti í land- stjórninni? Hvort myndi ekki karlmönn- unum þykja þetta óþolandi rangindi og yfirgangur? Ekki er ósennilegt að þeim þætti það og það með léttu'. En þvf eiga þeir þá að hafa leyíi til að beita kvenþjóðina þessum órétti og þessu ranglæti? Vér sjáum það ekki. Vér sjáum ekki neilt »fárán- legt« í þvf, þó konur vilji vinna sér fult jafurétti við karlmenn, ef þær fara að því með hóg- værð og stillingu. Sækja mál sitt með rökum og festu. Og Brautia er sannfæið um, að þegar konurnar fara að sækja eftir þeim rétti og þeim völd- um, sem þeim ber, hávaðalaust„ en einarðlega, jafnframt því sem þær venjast viö að þroska hugsun sína og skilning á lands- málum, þá mun ranglætið og forikið veiða að lúta i lægra haldi fyiir íé tlætinu. Og kon- urnar — sem margir karlmenn nú fyrirlíta, ef þær vilja ljá góðu máli lið sitt — munu smám saiusn vinna sér það álit, að einnig þeirra tillögur verði tekn- ar til greina. íslenzkar konur hafa borið hita og þunga dagsins með karlmönnunum ö)d eflir öld. Þær hafa barist við hlið þeim með ást og einlægni. Þær hafa sýnt að þær kunnu og vildu vinna fyrir lítið og voru reiðu- búnar að fórna sér íyrir heimili sin og þjóðina sina, hvenær sem á þurfti að halda. Þær hafa verið ósé-plægnar og borið mörg rangindi og yfir- gang möglunarlaust og bera margar hverjar enn þann dag i dag. En nú er frelsis- og sjálf- stæðisandinn einnig farinn að hrífa þær með sér. Pær langar einnig til að þroskast og vaxa og helga krafta sína og hugsun framþróunarstarfi þjóðarinnar. Öld kvennanna er ad risa upp, fögur og björt. Áhrif þeirra á þjóðlifíð og þjóðmálin eru að verða nieiri og meiri með öllum meiuiiiigaiþjóðum heimsins. Og hver veit nema þær eigi eftir að leggja það til þjóðmál- anna, sem heiminn vantar hvað mest. Meðaumkun með þeim, sem bágast eiga. Sterkari Sið- ferðiskröfur.i Samvizkusemi og ósérplægni. Bindindissemi. Hat- ur á striðum og styrjöldum. Eldheitan ábuga fyrir friði, göfgi og sannleiksást. Hver veit, hverjn góðu kon- urnar geta komið til leiðar í heiminum, ef þeim eru fengin nokkur völd í hendur? Enginn getur sagt það með vissu. En hilt er víst. Þær hafa margar verið trúar yfir litlu. Hver veit nema þeim sé einnig trúandi fyrir meiiu. Vel væri það, ef islenzka þjóöin væri syo hleypi- dómalaus, að hán yrði fyrst til að hagnýta sér hlutfallslega á þjóðarheimilinu þá miklu krafta, sem bezt hafa reynst henni við stjórn smærri heimilanna. x. x. x. laliiiisiiliriii i yðar sýnir ekki hve mörg kertaljós þér notið, heldur hve mörg Watt þér notið. Þér borgið fyrir Watta-fjölda, en ekki kerta- fjölda. Þess vegna er áríðandi að nota gló- . lampa (perur), sem eyða sem minstu raf- . /' manni. Eyðsla Philips sparlampa er 3—4 watt. Eyðsla venjulegs 10 kerta lampa er 15—17 watt. Það er auðsær, ótvíræður sparnaður að nota Philips sparlampa alls staðar þar, sem því verður við komið. JÚLÍUS BJORNSSON, Raftækjaverslun. Austurstræti 12. Dulbúnir fjendur! Dagblað eitt hér i bænum, sem venjulega er dauft og á- hupalaust um öll mál, hefir undanfarna daga flutt rætna niðgrein um austanbændur og framfaraviðleitni þeirra, sem þeir, þrátt fyrir nær óbærilega samgönguerfiðleika ailmikinn tima árs, hafa reynt að &ýna í verkinu með því að legpja f einhverjar stórkostlegustu rækt- unarframkvæmdir, sem enn þekkjast hér á landi. Inn i þessa niðgrein er fiéltað lastmælum um þá menn, sem bafa bvatt til verklegra fram- kvæmda austanljalls, en einkum fléttar höfundurinn inn i grein- ina röngum og villandi frásögn- um um járnbraularmálið og mun leitun á jafn fráleitum ósannind- um og þeim, sem þar eru flutt um það mál. Gengur þessi greinarhöfundur svo langt í ýkjum sinum, að hann leyfír sér að kalla allra voldugasta og öruggasta sam- göngutæki á landi, sem heim- urinn enn þekkir, úrelt sam- göngutæki, — það samgöngu- tækið, sem engin menningarþjóð telur sig geta án \erið. Sam- göngutæki, sem mun flytja lang- mestan fiutning á landi, allra þeirra samgöngutækja, sem menn enn þekkja. Og það, sem mestu varðar, flytur langódýrast, einkum ef um langar og erfíðar flutninga- leiðir er að ræða. Samgöngu- tæki, sem getur viðast staðist samkeppni við önnur tæki, þó þeim sé lagður nær ókeypis til allur aðalkostnaðurinn, sem sé vegalagningarnar. Því víða í útlöndum hagar svo til, aö full- komnir vegir vorn til, þegar bilarnir komu í umferð, og var því ekki lagður á þá sá kostn- aður, sem vegalagningunni nam. En þrátt fyrir þetta geta járn- brantirnar, þegar tekið er tillit til allra aðstæðna, viðast staðist samkeppnina og það auðveld- lega á löngum og erfiðum fjalla- leiðum. Aðrar þjóðir horfa ekki í að leggja tugi miljóna eftir tugi miljóna i þetta stórkostlega sam- göngutæki, og alstaðar færa þær nýtt fjör, nýjar framfarir og aukna velmegun til allra, sem fá að njóla þeirra, og því nær sem einhver staður er járn- brautinni, þcim mun verðmæt- ari er hann talinn. AUar sveitajaröir, sem járn- brautin nær til, hækka gifurlega i verði. Til dæmis má taka það, að gagnið af brautinni á Jaðrinum í Noregi var auk alls annars það, að eignir sveitarinnar eru taldar að hafa ferfaldast á að eins 25 árum. Með öðrum orð- um: jarðir, sem áður voru taidar 25 þúsund króna virði, voru orðnar 100 þúsund króna virði og svo framvegis. Svona er saga járnbrautanna um allan heim. Þær eru alstaðar aflgjafi nýrra framkvæmda og endurreisnar á öllum sviðum, fjárhagslega og menningarlega. Sveilirnar pjörbreytast. Þar sem áður var aðgerða- leysi og deytð, rís nýtt starf og nýtt fjör. Þar sem áður var alt i kalda koli, lifnar alt við eins og slegið helði verið með töfrasprota. Þar sem áður var auðn og óbygð, spretta upp ræktaðar ekrur og gióin tún, viða skipað

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.