Brautin


Brautin - 25.01.1929, Blaðsíða 4

Brautin - 25.01.1929, Blaðsíða 4
4 BRAUTIN § teknir til viðgerðar. Hin eftirspurðu verk, fjaðrir og hljóðdósir eru komnar aftur í öllum stærðum. Orninn. Laugaveg 20. Sími 1161. Kréttir. Sextugur. Merkisbóndinn Pdll Lýðsson, Hlíð t Hreppum varð 60 ára 23. þ. m. ISarnankólaliupykftliö á Akureyri. Uintal mikið hefir það vakið hvernig skólastjóri barnaskólans á Akureyri, mis- þyrmdi nemendum sinum. En einna merkilegast má telja aö mál þetta, sem ekki ætti að skiljast nema á einn veg og einungis skoðast frá mannúðlegu sjónarmiði. viiðast nú pólitísk- ar klfkur ætla að draga inn í stjórnmálin. En hvað alt þarf að vera pólitík. Skólanefndin hefir undanfarna daga sitið á rökstólum, og rætt um hvað gera skuli við skólastjóra. Seinustu fréttir herma að honum hafi verið vikið frá 6 bekk skólans. Sýnist það kynleg ráðstöfun að maður sem ekki hefir betra vald á geðsmunum sinum að hann taki börn og misþyrmi þeim að ósekju, að honum skuli vera ætlað að starfa í neðri bekkj- um skólans áfram. Ilalldóra Maftlimrtóttlr kenslukona við barnaskólann hér í bæ, lést 23. þ. m. eftir erfiða og langa legu. Var hún gáfuð kona og vinsæl, mun hennar því saknað af þeim, sem náin kynni höfðu af henni. Síðustu fregnir. Togararnir bundnir við hafn- argaröinn um besta veiðilímann. Eimskipafélagsskipin stöðvuð. Menniruir atvinnulausir i landi. Heimilin fjelitil. Hér eru það karlmennirnir, sem fá að ráða. Og hvað segirfólkið? Pað segir blátt áfram: Pað er ekkert vit í þessu. Og það pr satt. Petta framferði er óþolandi. Og stjórnin. Hvað gerir hún ? Ekkert. Alls ekkertl En hvað á það lengi að ganga að stjórnin loki augunum og hafist ekkert að ? Væri til of mikils mælsl, þó farið væri fram á það við hana, að reyna að koma sæltum á? Tilraunin ætti ekki að vera svo erfið. Og takist hún vel, hefir hún unnið þarft og gott verk. Stjórnin á góða vini, þar sem forráðamenn sjómanna eru. — Málaleitun hennar myndi verða vel tekið af þeim, eftir því, sem efni standa til. Er því ekki von- Ianst um góðan árangur af sáttatilraun hennar. Ný sáttatillaga Frá vitrum manni hefir Braut- inni borist til eyrna eftirfarar- andi tillaga um að reyna að fá hraða úrlausn á kaupdedumál- inu: þar sem sáttasemjara hefir tekist ógiftusamlega sættin, vill hann að ný sáttanefnd sé valin sem sé þannig samsett: Sjómenn tilnefni einn trúnaðarmann og atvinnurekendur annan, en odda- maður sé forsætisráðherra eða annar maður, sem stjórnin vel- ur, þessi nýja sáttanefnd taki til skjótrar en nákvæmrar yfir- vegunar öli deiluatriði og reyni að finna miðlunarveg eða ef það tekst ekki koma þá fram með sjálfstæða nýja sáttatillögu, sem báðir aðilar fá til umsagn- ar og breytinga áður en borin sé undir úrslitaatkvæðagreiðslu, þannig mætti smám saman ná- lægja deiluaðila, svo sætt geti tekist sem fyrst. Það, sem verst er nú, er að hvorugur aðili fæst nákvæmlega til að ganga sem lengst af ótta við að verða þá teygður að lok- um lengra en hann telur sér fært að ganga. En með þessu móti gætu trúnanarmenn hvors aðilja um sig, fengið óhræddir að heyra fylstu kröfur, án þess að þurfa að óttast nokkuð um að þær yrðu misbrúkaöar til ágangs viðkomandi aðila. Tillaga þessi er þess verð að hún sé athuguð gaumgæfilega, því að hún felur í sér ýmsa sáttamöguleika, sem vér megum síst við að sleppa. — Urot. Pannig rneinl. A. : Konan mín tilvonandi, á að vera ung, falleg, rik og heimsk. B. : Hversvegna? A.: Ef hún er ekki ung, falleg og rík, vil ég hana ekki, en ef hún er ekki heimsk vill hún mig ekki. Skiljanlegt. »Þrettán af vinum minum fórust þegar bátnum hvolidi«, sagði Hollendingur nokkur. »Jeg var sá eini sem komst lífs af«. »Hvernig vildi það til?« »Ég var ekki með á bátnum«. Maður nokkur er staddur var inni á veitingahúsi var svo óheppinn að ýta hastarlega við við annars manns stól. Sá er á slólnum sat stökk upp og mælti reiðilega: »Naul«. Hinn bneigir sig rólega og segir: »Leyfið mér einnig að kynna mig, nafn rnilt er Hólm«. Kennarinn: Hvað heitir »barn« í fleirtölu? Nemandinn (fljótt): Tvíburar. Staka. Altaf stöðugt áltu mig, aldrei vík eg frá þér. Pó að sjaldan sjái’ eg þig siturðu aleinn hjá niér. Ólöf frá Hlöðum. PrentsmiÖjan Gutenberg. 110 seka, og hann langaði til, að létta henni byrðina, en vand- inn var, hvernig hann ætti að því að fara. — Hvernig get eg annað? Hún hafði ekka, og hélt vasaklútnum fyrir augun. Hún hafði ekki sama vald yfir sjálfri sér sem endranær, sakir þess, hve máttlítil hún var eftir sjúkdóminn, og einkum sakir þess, hve órósemin píndi hana. Vilhelm hafði gengið út að glugganum, en sneri síðan baki við honum, og hafði ekki augun af henni. Sársaulci hennar gekk honunr svo nær um trega, að hann gat nú í fyrsta sinn hugsað reiðilaust um hinn fláa vin föður síns. Já, á þessu augnabliki reyndi hann til hins ýtrasta, að koma auga á einhverja viðunanlega afsökun fyrir breytni Gisslers. Áður en hann hafði komist að niðurstöðu um þetta, leit hún á hann því augnaráði, er heillaði hann gjörsamlega, og stóð honum æ síðan skýrt fyrir hugskotssjónum. — Beið faðir minn einnig tjón á viðskiftum þeim, er hann átti við föður yðar? — Æ, verið þér nú eltki að i’yfja upp þessi ólukkans við- skiftamál! — Eg get ekki slept þeim úr huga mér, og betur gætuð þér ekki gert mér til handa, en að svara mér. Hann sá, að hún hafði rétt fyrir sér. Óvissan var orðin henni óbærileg, en hinsvegar fanst honum sem lagður væri hann á kvalabekk. — Beið faðir minn einnig tjón? — Nei, svaraði Vilhelm treglega. — Græddi hann á viðskiftunum? 111 Vilhelm hefði viljað gefa mikið til að geta svarað þessari spurningu neitandi eins og hinni, en þar sem hann gat það ekki, þagði hann. Hún skildi þögn hans, og drap höfði, yfirkomin af blygðun. Hann gekk feti nær henni. — Systir Vera! Rödd hans var svo þýð, að ætla hefði mátt, að það væri ekki hans rödd. Hún leit á hann hikandi. — í viðskiftalífinu leyfist margt og mikið; sá sem gætir sín ekki, verður að gjalda þess, og sitja með tap sitt, og sá sem er á verði, hreppir gróðann, mælti hann glaðlega, eins og hann væri að hughreysta vonlítinn sjúkling. En hann sá skjótt, að þetta dugði ekki, hann varð að koma með enn veigameiri rök til varnar Gissler. — Faðir yðar hefir líka breytt — göfugmannlega. Eftir að hann hafði eignast Fallsta, Ieyfði hann föður minum að dveljast þar til dauðadags. Og síðar hauðst hann til að kosta nám mitt og systra minna, hvert námið sem við kys- um. — Þáðuð þið boðið? — Móðir min þáði það fyrir hönd systranna. — En þér ekki? — Eg gat komið inér fyrir á annan hátt. — Þér vilduð þá eklci þyggja neitt af föður mínum? Huggunin, er hann hugðist að veita henni, varð að engu nýt.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.