Brautin


Brautin - 01.03.1929, Blaðsíða 1

Brautin - 01.03.1929, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sími 1385. Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Slmit «91. Afgreiöslu annast Sigurborg Jónsdóttir. 1. árgangur. Pöstudaginn 1. mars 1929. 35. tðlublað. Gerðadómur - þjóðaratkvæði Eins og kunnugt er var firautin fyrsta blaðið, seni tók þá stefnu að gerðardómur yrði lögleiddur í kaupdeilumálum og vildi hún að lögin yrðu bor- in undir atkvæði þjóðarinnar áður til framkvæmda kæmi. Því hún telur ógerlegt að hafa gerð- ardóm í kaupdeilumálum til frambúðar, nema helsl tölu- verður meiri hluti allrar þjóð- arinnar sé því samþykkur. Um þelta alt má grcinilega lesa i blaðinu frá 11. jan. þ. á. Nú hefir komið fram i þing- inu frumvarp um dóm í vinnu- deilum og er það gerðardómur. Flutningsmenn eru 5, þar af 2 Framsóknarfl. þinginenn og 3 íhalds-þingmenn. Því miður er dómur sá, sem frumvarpið fer fram á, að sumu leyti mjög athugunarverður og virðist all mikið kastað til þess höndunum að semja frumvarp þetta. Og er það þvi stórum gallaðra en ella hefði þurft að vera. Er það i!la farið er góðum málum er spilt með flausturs- legum og óviturlegum ákvæð- um, einkum þar sem svo afar- áríðandi var að fara ekki á stað mef5 svona l’rumvarp, nema vel og rækilega undirbúið, og grandvarlega skoðað frá sein flestum hliðum. Þetta gerir ófriðarseggjum og úlfúðarmönnuin léttara um vik, að draga hið besta mál, gerðadómsmálið, niður i sorpið. Nokkra afsökun munu flytj- endur frumvarpsins telja sjer i því, að hraða verði málinu vegna yfirstandandi deilu, en betra hefði verið að gera út um það mál með bráðabirgðalög- um, en flaustra af því máli, sein þarf rækilegan og góðan undirbúning, ef að verulegu gagni á að lcoma i framtíðinni. Hér skal bent á þau atriði, sem Brautinni þykir hvað mestu skifta 1. Vinnudómurinn gerir ráð íyrir, að dómurinn sé þannig sainsettur: Héraðsdómari er forseti dómsins. Hann tilnefnir í dóm 4 menn, 2 úr flokki vinnuveitenda og 2 úr flokki vinnuþega. Ryður fyrsta sinni er dómur er háður sínum manni hvor aðili, en þeir 2, sem eftir verða skipa dóminn með forseta. Nú missir dómara við eftir ruðningu og nefnir forseti dómsins þá 3 meðdóm- endur í stað hans. Skal siðan ryðja 2 með sama hætti og fyr segir. í dóminn tilnefnir hæsti- réttur ennfremur 2 menn, og 2 til vara og verður því dóm- ur jafnan skipaður 5 mönnum. Þetta ákvæði er aðalatriðið i vinnudómslögunum. En það er svo rangt og vanhugsað að furðu sætir. 3 óviðkomandi menn ráða öllu, en 2 menn, sitt fyrir hvorn aðila, vinnuþega og atvinnurekendur eru áhrifa- litlir um dómsúrslit. Þetta er alveg ótækt þar sem um gerð- ardóm er að ræða. Tillaga Brautarinnar var sú, að atvinnurekendur tilnefndu ákveðna tölu inanna, þannig að eftir ruSning hefði þeir 2 og vinnuþegar eins 2. Aðilar ryðji á víxl. Oddamaður ætti að skip- ast af hlutlausri nefnd. Best væri að ákvæði væri um að báðir deiluaðilav reyndu að koma sjer saman um odda- mann, en aðeins ef það tækist ekki þá að hlutlaus nefnd út- nefndi hann. Að gera héraðs- dómara að föstum oddamanni er helber heimska, sem engri átt nær. 2. Vinnudómslög segja að dómsúrslit skuldbinda aðila sem dómúr alment. Þetta er alt of losaralega orðað. Þetta er annað stærsta atriði gerðardómsins og má því til með að vera mjög ákveðið og hreint. Hverjar sektir eða refs- ingar skal sá aðili fá, sem ekki vill hlíta dómi gerðardómsins. Fram hjá þessu atriði má ekki ganga þegjandi, því undir þvi er hvað mest komið hvort gerð- ardómurinn verður þjóðinni til gagns eða hvort hann verður bara fálm út i loftið, sera bregst altaf, þegar mest á reynir. 3. Þjóðaratkvæði um gerðar- dóminn. Þessu er alveg slept í frumvarpinu um vinnudóminn. Er það einn höfuðgalli frum- varpsins. Því þar, sem sefja á löggjöf, sem grípur svo ákveðið inni i líf einstaklinga, löggjöf, sem þar að auki er algjört ný- mæli, hér virðist affarasælast að þjóðin fái að segja álit sitt á því með almennri atkvæða- greiðslu. Og auk þess gefur þjóðaratkvæðið gerðardóminum þann styrk og það afl, sem hon- um er lífsskilyrði að hafa í KONFEKT er óviðjafnanlegt Sturiaugur Jónsson & Co •iHimiiiiiiiiiiuniiuiiiuniiiiiiiiiuiö Klukkur og úr S seljast með afar- 5 lágu verði naestu s daga hjá s § jðni Sigmundssyni 5 guUsitiið. S Síði 383. Laugav. S. S SllilHIIIHinillllIIMillllllltNlblllllinÍ framtiðinni til þess að standast það hlutverk, sem honum er ætlað að vinna hjá þjóðinni: Að verða einskonnr sáttadómur, þegar henni riðnr sem mest á, að ekki lendi alt i deiluin og hatri. Þess vegna er af Braut- inni lögð svo afarmikil áhersla á það, að dómnum sé ekki komið á, nenia þjóðin sé búin að skilja hlutverk hans til hlít- ar og leggja fullnaðar sam- þykt sina á hann. Hér hafa verið rannsökuð þau atriði, sem mestu varða. Og má enginn firtast af þvi, þó alt sé vandlega athugað og það leiðrétt, sem rangt er eða van- hugsað. Verkföllin og verkbönnin hafa þegar gert þjóðinni næga bölvun. Nú verður að fá þá lausn, sem dugir. G,erðardómur er besta og jafnvel eina rjetta leiðin. Til hans verðum vjer að vanda eftir bestu föngum og svo láta hlýða honum, hver sem i hlut á. Allar könur óska vinnufriðar, þær verða því sem einn maður að styðja þá löggjöf, sem best * tryggir friðinn i landinu og hag allrar þjóðarinnar. Áskorun. Á næsta vori verður í sam- bandi við feriningu ungmenna hafin fjársöfnun um land alt til hjálpar bágstöddum börn- um. Munu prestar gangast fyr- ir henni hver í sínu prestakalli og ýmsir fleiri verða þeim til aðstoðar. Opinber skilagrein verður gjörð fyrir fje því, ,er safnást, og nánar skýrt frá því síðar, hvernig því verður varið. En markmiðið er að vinna að því, að bágstödd börn hjer á landi megi eignast góð heimili. Þjóðin má ekkert mannsefni missa. Vjer, sem kosnir höfum verið í nefnd til þess að vinna að þessu máli, leyfum oss að heita á alla landsmenn að bregðast vel við fjársöfnun þessari og minnast orða Krists: „Svo frainarlega sem þjer hafið gjört þetta einum þessara minna minstu bræðra, þá hafið þjer gjört mjer það“. í febrúarmánuði 1929. Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur, Reykjavík. Guðmundur Einarsson, prestur, Mosfelli. Hálfdán Hclgason, prestur, Mosfelli. ólafur Magnússon, prófastur, Árnarbæli. Þorsteinn Briem, prestur, Akranesi. Ásmundur Guðmundsson, dósent, Reykjavík (ritari nefndarinnar). Eins og ofanskráð áskorun ber með sér, hafa prestar þessa lands komið sér saman um að hefja fjársöfnun um land alt á

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.