Brautin


Brautin - 01.03.1929, Blaðsíða 4

Brautin - 01.03.1929, Blaðsíða 4
BRAUTIN St»í» Þvottadagarnir hvíldardagar. Látíð DOLLAR EjSo I vinna fyrir yður : I„.s" "iss Fæst víðsvegar. í heildsölu hjá Halldóri Eiríkssyni. Hafnarstræli 22. Sími 175. krafti, að alt verði undan að láta. Norður- og Austurlandsþing- menn eru áhrifamiklir á þingi og koma fram öllum sínum helstu málum viðstöðulaust. JaFnaðarmenn koma öllu sínu fram. En austanbændaþing- manna er aldrei að neinu getið. Og aldrei minst á áhugamái austanbænda á þingi. Slik vesal- inenska er annálsverð. Gerðardómurinn þjóðarat- kvæði. Greinin hér i blaðinu ræðir það mál sem nú er inest talað um hér í bænum: Hvernig á að ráða best fram úr vinnudeilu- málum hér á landi í framtíð- inni? Lesendur Brautarinnar ættu að fylgjast vel með þessu máli, því það er stórt þjóðar- mál. Ómjtir þingmenn. Jafnaðarmenn koma fram ineð hvert frumvarpið á fætur öðru og kúga stjórnina til að fylgja þeim fast fram. Austan- bændaþingmenn eru með eitt stórmál, sem þeir hafa verið að þvælast með ár eftir ár og enn era þeir ekki einu sinni farnir að sýna neina tilburði um að koma því inn á þingið eða herða að stjórninni að fylgja því. Hvílikt athafnaleysi. Vel væri að. dndi og kraftur Jóns Sigurð.isonar væri kominn i cinhvern þessara sex aum- iiigja þó ekki væri nema litinn tíma. Þá myndi ekki standa á því, að allur þingheimur sann- færðist um það, að austan- bændum er það nauðsynjamál, að fá þegar i stað samgöngu- bót, sem best er og öruggust, ef þeir eiga að standast þá hörðu samkeppni, sem þeir verða nú að taka þátt i, þó öll aðstaða sé hin bágbornasta. Ómakleg árás. í siðasta tölublaði „Brautar- innar" er farið mörgum og sterkum lofsorðum um söng Karlakórs Reykjavíkur i Nýja Bíó, föstud. 8. febrúar. Meðferð- ina á viðfangsefninu ætla ég inér ekki að dæma um, finst það hafa verið gjört á mjög svo ærlegan hátt, þar sem sagðir voru bæði kostir og lestir af jafn sóngfróðum manni og hr. dómkirkjuorganleikara Sigfúsi Einarsyni. Það voru aðeins hin ómaklegu orð í garð Sigfúsar, sem koma mér til að hripa þessar fáu línur. Hafa margir af íslenskum tónskáldum auk- ið meira hróður íslands bæði utan lands og innan en Sigfús Einarsson? Eg held að þar standi ekki margir framar. Engan hefi eg heyrt fyr en þetta háttvirta „E" segja um lag S. E. „Hátt eg kalla,", að væri ekki ósnoturt lag, þar hefi eg aldrei heyrt annars getið en það væri talið með hinum á- gætustu sönglögum, sem nú eru helst sungin. Fyrir það ágæta lag á Sigfús miklar þakkir skilið. Ekki veit eg heldur til að neinn hafi borið Sigfúsi þann vitnisburð, að hann væri rikur af ólund og afbrýðisemi. Þeir þekkja Sigfús ekki mikið, sem halda slíku fram. En hvað við- vikur organleik Sigfúsar, þá hefir hann altaf verið talinn mjög inikill smekkmaður sem organleikari. Þeim, sem þetta skrifar, hefir aldrei fundist þreytandi að hlusta á organleik hans, heldur hefir hin prúða framkoma og góður organleikur Sigfúsar alt- af skilið eftir hjá mér hinar bestu endurminningar. Kristinn Ingvarsson. Athugasemd. Ritstjórar Brautarinnar hafa sýnt mér ofanritaða grein. Sé ekki ástæðu tií að rita um hana, en tel það virðingarvert, að háttvirtur greinarhöfundur Snjóhlífar, skóhlífav og allskonar gummískófatnaður í stærsta úrvali. Verðið lágt að vanda. Lárus G. Löðvígsson, skóverslun. Liebig-Harmonium, Einkasali: K. SÖEBECH, Lækjargötu 4. vill taka niálstað hr. Sigfúsar Einarssonar, þar sem hann tel- ur, að honum hafi verið ómak- lega hallmælt. Annars skal þess getið, að eg tók með silkihönskum á hr. Sigfúsi. Mintist t. d. ekki einu orði á kirkjusöngstjórn hans og var það þó næsta freistandi. E. Prentsmiðjan Gutenberg. 130 Mikill gleðiauki var henni það, og jafnframt sársáuki, að sjá hluttekningu sjúklinganna og námsmeyjanna i sorg hennar. Að hennar yrði saknað, varð hún greinilega vör við. Sjálfur prófessorinn komst innilegar við, en hann vildi láta á bera, er hún, að herbergjagöngu lokinni, kvaddi hann. Það var líkt og hann þyrfti að kyngja einhverju, og augun urðu vot, og róddin yar ekki jafn eðlileg og vant var, er hann óskaði henni þess, að fjallaloftið yrði henni voldugur lífgjafi og að þar í fjalladölunum yrði hún bjarn- efld. Doktor Gripenstam var alvarlegur og fátalaður, er hann gekk síðdegis með Veru um sjúkraherbergin í siðasta sinn. Nokkrum sinnum leit hann til hennar á Iaun með brenn- andi augnaráðí. Hún sá ekki það augnaráð, en fann til þess. Fyrir sitt leyti dirfðist hún ekki að líta á hann, og hún var fegin þvi, að hann ávarpaði hana ekki um annað, en það sem við kom starfinu, því að ella mundi hún hafa mist vald yfir sér. Hún reyndi að gleyma því, að þetta var síð- asta herbergjagangan og brátt mundi henni ekki gefast kostur á að sjá hann. — Eg kveð yður ekki í kvöld; systir fer ekki úr sjúkra- húsinu fyr en annað kvöld? mætti hann, þegar lokið var sjúkravitjuninni. — Nýja hjúkrunarkonan kemur snemnia í fyrramálið, og eg verð hér fram undir kvöld, til þess að leiðbeina henni í starfsbyrjun áður en eg fer. Doktorinn var aldrei vanur að kveðja öðru vísi en með því, að hneigja höfuðið litilsháttar, en þetta kvðld tók hann 131 í hönd Veru skjótlega og stundarþétt, svo þétt; a* hana verkjaði, en þess sársauka vildi hún ekki hafa farið á mis. — Um nóttina vakti nætur-hjúkrunarkonan Veru, litt æfð námsmey. Maður nokkur inni i deildinni hafði fengið slæmt aðkast. Vera klæddi sig í snatii og fór inn í deildina. Þegar er hún hafði athugað líðan sjúklingsins, sá hún, að vitja varð læknis. Henni hugkvæmdist að senda námsmeyna, en þar sem hún var nýkomin, vissi hún ekki, hvar aðstoðarlæknirinn bjó, né heldur i hvaða herbergi doktor Gripenstam hélt til. Fyrir því varð Vera að fara sjálf. Vilhelm var ekki sofandi. Hann lá vakandi, og var að hugsa um Veru, þegar barið var að dyrum. Mönnum verður venjulega bylt við, þegar barið er að dyrum að nóttu til, hvort sem menn heldur hrökkva upp úr svefni eða þungum hugsunum. — Hvað er að? spurði hann og þreyf til fatanna. Þegar hann heyrði málróm Veru fyrir utan dyrnar, flýtti hann sér enn meir. — Eg kem óðara, svaraði hann, og var alklæddur að drukklangri stund liðinni. Þegar hann kom út úr herberginu, yar hún farin; hún hafði flýtt sér aftur inn í deildina á undan honum. Þar hitti hann hana önnum kafna við það, að taka til verkfæri og annað, er með þurfti við meðferð á sjúklingum. Nú stóð fyrir dyrum hörð barátta um líf sjúklingsins;

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.