Brautin


Brautin - 01.03.1929, Blaðsíða 3

Brautin - 01.03.1929, Blaðsíða 3
BRAUTIN 000000000000000000000000 a a | BRAUTIN | O kemur út á föstudögum. — Ö § Mánaðargjald fyrir fasta á- g §0 gkrifendur er 50 aura; einstök Ö blöð kosta 15 anra. , AFGREIBSLA blaðsins er a O O uppi. 000000000000000000000000 Lokastig 19, — Opin kl. 5—7 daglega. Gjöf til Brautarinnar frá járn- brantarvini. Ónefndur járnabrautar-vinur hefir sent Brautinni 200 krón- ur að gjöf með þökk fyrir bar- áttu hennar fyrir járnbrautar- inalinu. Brautin viðurkennir hérineð móttöku peninganna og þakkar fyrir hina óvæntu gjöf. Kuikmyndahúsin og börnin. í sumar voru hér í blaðinu greinar, sem bentu á það, að nauðsynlegt væri að hafa nokk- urt eftirlit með kvikmyndasýn- ingum þeim, sem börnum væri ætlaðar. Benti blaðið á, að sum- ;«r þeirra væru ekki við barna- hæfi og væru frekar til þess fallnar að spilla börnunum, en bæta þau og fræða. Heimt- aði Brautin að úr þessu yrði þegar bætt með því að fram færi rannsókn eða myndaskoð- un áður en myndirnar yrðu sýndar', og þær myndir algjör- lega bannaðar börnum og ungl- ingum, sem líklegt væri, að gætu valdið spillingu og Jausung. Vildi Brautin að giftar konur væru hafðar í dómnefndum, því þeim er það mikið áhuga- § Föstudag, 1. mars byrjar >*< ú t s a 1 a í >X- LífstYkkjabúðinni, Austurstræti 4. k< x Seljum allar hausi- og vetrarvör- ur með afar miklum afslætti; t. d.: Lífstykki, korselet, hanska, sokka. Nærfðt, golftreyjur, matrósafot o.m.fl. Aðeins 3 daga — föstudag, laugardag, mánudag. % >.< >.< >k s.< >tt m 1 y.% mál að'börn þeirra eldri sem yngri verði ekki fyrir slæmum áhrifum af vondum myndum. Nú hefir stjórnin orðið við tilmælum Brautarinnar og bor- ið fram frumvarp um kvik- myndahús og kviknryudasýn- ingar, þar sem sett eru þau á- kvæði að myndaskoðun fari fram og skulu myndaskoðunar- menn vera tveir. Sum ákvæði önnur í i'rum- varpinu munu þurfa breytinga við, en stjórnin á skilið þakk- ir fyrir að hafa komið fram með þetta þarfa frumvarp. Það atkvæði vantar i fruni- varpið, að annar myndaskoðun- armaður skúíí jafnan vera kona. Eldgos. Óljósar íregnir hafa borist hingað um eldgos. Kveður eigi mikið að þessum eldsumbrot- um. Eldstöðvarnar virðast vera norðan við Vatnajökul í Kverkfjöllum, eða milli þeirra «>g I>yngjufjalla. Sunnlendingaflokkur á þingi. Greinin í síðasta blaði, um að Sunnlendinga þingmenn mynduðu sérstakan flokk á þingi, sem stæði sem einn mað- ur um öll mál avistan bænda og berðist l'yrir f járhagslegri við- reisn þeiira og fullkomnustu samgöngubótum, hefir vakið af- armikla eftirtekt allra stjórn- málamanna. Þykir öllum aug- ljósl að greinin byggir á góð- um rökum, þar sem hún held- ur þvi fram að samtakaleysi austanbænda þingmanna og á- hugaleysi þeirra sé ein aðalor- sökin ti! þess hve hörmulegar ófarir öll þau mál fá, sem þeir eiga að beita sér fyrir. Sting- ur þetta mjög i stúf við hina röggsamlegu og skeleggu fram- komu jafnaðarmanna. Hafa þeir eitthvert sérstakt Iag á að stinga austanbænda þingmönn- um í vasa sinn strax og á þing kemur og láta þá fylgja mót- þróalaust öllum þeirra málum. En þegar sunnanþingmenn vilja og þurfa að koma fram einu stóru þjóðarvelferðarmáli, járn- brautarmálinu, þora þeir ekki að nefna það á nafn, svo þrælkað- ir eru þeir og kúgaðir. Og gæfu- munurinn er, eins og greinin segir: Jafnaðarmenn standa saman sem einn maður, brenn- andi al' áhuga fyrir sínum mál- um og framgangi þeirra. En austanbænda-þingmenn standa dreifðir og sundraðir, áhuga- litlir og kjarklausir og láta alla troða á sér og áhugamál- um austanbænda, sem þeim er lífsspursmál að fái framgang. Þetta má ekki svo til ganga. Austanbændaþingmenn verða að sameina sig í fastan pólitisk- an flokk, sem stendur sem einn maður um öll áhugamál aust- anbænda og heimtar framgang þeirra með góðu eða illu. Árnesinga- og Rangárvalla- sýsluþingmenn eiga að fylgja hiklaust fram öllum nauðsynja- málum Austur- og Vestur-Skaft- t'ellinga og þingmenn þeirra aftur standa fast með ölhim framfaramálum Áxnesinga- og Rangæinga. Og þau mál sem sameiginleg eru fyrir alt Suð- nrlandsundirlendið, járnbraut- armálið o. s. frv., eiga þeir að flytja allir í sameiningu sem einn maður. 'Og það með þeim Gnð he.nnar mömmu. I ¦ 132 þögul, en af kappi lögðu þau fram krafta sina bæði, læknir og hjúkrunarkoha. Þarna var stór hætta á ferðum, en þó ekki með öllu von- laust um björgun. Kappsmunir þeirra gátu borið góðan ár- angúr, en hinsvegar mátti búast við, að alt yrði árangurs- laust, og að fáum stundum liðnum hlaut að koma i ljós, hvort lífið eða dauðinn hefði betur. Þegar nú þannig stóð á um sjúklinginn, og skap Vilhelms var þegar áður alt í uppnámi, beindist hugur hans að því, er hann ella hefði talið hjátrú eina. Hann hugsaði sem svo: Ef kappsmunir okkar bera góðan árangur og maður- inn heldur lífi, verðum við, Vera og eg eitt, þrátt fyrir alt. Þessi hugsun knúði hann til þess, aS leggja fram alla sína krafta og alt sitt þoi. ijfið varg ag Dei.a sigUr ttr býtum! Og Vera aðstoðaði hann af jafn miklu kappi, þótt ekki væri hún knúin fram af sömu hugsun og læðst hafði inn í vitund hans. Það sem knúði hana til að beita öllum kröft- um sínum og viljaþreki, jafnvel frekar en nokkru sinni áður, var fyrst og fremst skylduræktin, sjúkrakonu-metn- aðurinn, meðaumkunin með sjúklingnum, en ekki síst löng- unin eftir að veita doktornum sem mesta og besta hjálp, siðast sinnið, er þau unhu saman. Þegar birti af nýjum degi var augijóst orðið, að sjúkling- urinn mundi halda Iífi. Þau höfðu lagt hart að sér þessa nótt, Vera og Vilhelm, og þegar þau sáu forboða lífsins spegla sig í augum sjúklíngsins, litu þau sigrihrósandi hvort 129 til Gisslers, að biðja hann um dóttur hans mér að eigin- konu? Hvernig ætti eg að geta haldið brúðkaup í húsum tíans, á Fallsta? Aldrei! — Er þá hatrið máttugra i þér, en ástin? spurði hún hikandi. Þessu svaraði hann engu, en tók að skálma aftur og fram um herbergið, líkt og tigrisdýr i búri. — Eg get það ekki, eg get það ekki! tautaði hann mill- um tannanna. \ En það var líka nokkuð annað, sem hann gat ekki, og það var það, að sjá af Veru. XVII. Það dróst um stund að ákveða, hver skyldi taka við af Veru. Hjúkrunarkonur fáar lausar um þær mundir, og ekki voru tök á, að trúa hverri sem vera skyldi fyrir jafnstórri skurðlækningadeild. Veru hlaut að vera það ánægjulegt i aðra röndina, að hún hafði gegnt starfi, ^sem ekki var svo auðvelt að fá skipað mann í. Brátt kom þó að því, að ný hjúkrunarkona var skipuð, og dagur ákveðinn, er Vera skyldi segja skilið við sjúkra- húsið. Prá þeirri stundu fanst henni lifið tómlegt og til- gangslaust, er hún skyldi neyðast til að lifa í athafnaleysi. Það var síðasti dagurinn í deildinni. Með sárri hrygð í hjarta gegndi hún siðasta skiftið skyld- um þeim, er hún var orðin svo vön, og voru henni svo kærar.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.