Brautin


Brautin - 01.03.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 01.03.1929, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN næsta vori til hjálpar bágstödd- um hörnum. Hefir prestastefna islands (Synodus haft mál þetta til meðferðar í nokkur ár. Var það séra Guðinundur Kinarsson prestur að Mosfelli í Grímsnesi, sem fyrstur hóf máls á þessu 1920. Síðan hefir málið legið fyrir prestastefn- unni og nú verið kosin i það framkvæmdarnefnd. Að hér sé um stórmál að ræða, er engum vafa undirorp- ið, heldur ekki hitt, að fram- kvæmdarnefndin sé vel skipuð. En ef til vill spyrja einhverjir: Hvernig skyldi eiga að haga þessu starfi, eða hvað meinar framkvæmdarnefndin með bág- xtödd börn? Þar undir hljóta að heyra þau börn, sem að- standendur geta ekki skaffað heimili og nægilegt Iifsuppeldi. Einnig þau, sem eru líkamlega eða siðferðislega veikluð og þurfa því sérstaka með- höndlun, bæði andlega og lík- amlega. í þriðja lagi þau sem eiga enga eða sama sem enga aðstandendur og verða því ofl fyrir hrakningum manna á milli, sem taka þau tíma og tíma vegna hinna fáu aura, sem með þeim eru borgaðir. Annars sýnir útdráttur úr ræðu séra Guðm. Einarssonar, er hann flutti á Synodus 1920 hest markmið félpgsskaparins: „Að stofna verði félög uin alt land til þess að starfa fyrir börnin. Otvega þeim góða dvalar- staði og hafa eftirlit með þeim. Að koma upp bráðabyrgð- ar barnaheimilum, til þess að geta tekið á raóti börnunum þangað, þar til góður dvalar- staður fengist. Að koma upp heimilum fyrir mæður, sem við erfiðleika ættu að stríða, þar sem þær gætu fengið að dvelja eins og mánuð áður en barnið fæddist og þangað til þær væru fullhraustar aftur. Heimili þyrftu að koma fyrir siðferðislega veikluð börn, því búast mætti við að erfitt yrði að útvega þeim fósturheimili, sem gætu haft vakandi auga á þeim. Umsjónarmenn og konur sem athuguðu Hðan barnanna og Ieiðbeindu þyrfti félagið að hafa“. Brautin ræðir þetta mál ekki meira að sinni. Það mun vera þrauthugsað hjá þeim mönnum sem að því ætla að vinna, má því vænta góðs árangurs, ef landsmenn sjá sér fært að bregðast vel við fjárbeiðninni, og vonandi gera þeir það, þoi ei/rir gefinn lil góðra verka á- oaxtast best. Við ysta ós. Frh. Og árin liðu. Eg eignaðist aðra stúlku og dreng. Mig dreymdi fagra vökudrauma og vonirnar brostu yið mér. Við vorum heilsugóð og höfðum nóg af öllu. Efni okkar höfðu aukist að mun, svo að við gát- um stundum vikið fátækum. En ég kunni ekki að meta þetta mikla heimslán, og því siður að þakka það eins og vert var. Að eðlisfari var jeg ekki glað- lynd. Það eru ekki allir sem fá glaðlyndið og bjartsýnina að vöggugjöf. Eg hugsaði margt, en hugur minn var sjaldan hlýr, mig vantaði einhvern borblæ yfir sálarlíf mitt, eii ég gerði mér ekki grein fyrir í hverju sá vorblær væri fólginn. Tíminn leið, og helti græðilyfi sínu i hjartasár rnitt svo það gréri. Tveir, eldri drengirnir voru komnir á fullorðinsár, en þó heima hjá okkur, sumar- tímann, en að vetrinurn voru þeir á fiskiskipi. Og sólin var hátt á lofti, að mér sýndist. Svo var það einu sinni um vet- ur, seint á þorra að maðurinn rninn fór að finria skyldfólk sitt í næstu sveit, yfir fjallveg þurfti að fara. Daginn sem ég átti von á honum heim. aftur, hvesti snögglega upji með af- taka norðanhríð. Eg var heima með dóttur mína og yngsta drenginn og vinnukonu sem við höfðum. Aklrei man eg eftir öðru eins veðri, dagurinn sá er mér ógleymanleg'ur. Ennþá heyri ég þytinn í storminum, brimgnýinn við ströndina og sé gluggana fyllast af fönn. Þegar hríðinni létti var ég orðin ekkja, og búin að inissa háða eldri drengina mína í sjóinn, skipið sem þeir voru á hafði farist í ofviðrinu. Maðurinn ininn fanst eftir mikla leit og ég i’ylgdi honum til grafar. Þannig var þá komið högum ininum. Fegurstu draumarnir mínir áttu aldrei að rætast, og vonirnar léttfleygu sukku í sæ með drengjunum minuin og grófust undir leiði með mínum góða manni. Lundur gleðinnar visnaði, og laufin af lífs míns tré féllu í hrönnum á frostkalda jörðina. Nú sá ég fyrst hvað mikið ég hafði átt, þegar það var farið. En ég var þó ekki öllu svift, ennþá átti ég tvö born lil að lifa fyrir, ég ásetti mér að vera hetja og bera þetta mikla mót- læti vel. Eg bað guð, eí til vill í fyrsta sinni af heilum hug, að styrkja mig til að bera þrautir lífsins. Þá fann ég það fyrst, að við öll sorgarhlið lifsins stendur hinn mikli vinur mann- kynsins, og mælir hinum sömu orðum og fyr: „Grát þú eigi“. Börnin mín voru mér góð, og báru missirinn vonum frainar vel, þá var minkun fyrir mig að vera hugdeigari en þau. Tár æskunnar þorna skjótt, þau eru svo létt, mín voru þyngri. Allir, sem ég komst í kynni við voru mér góðir, og vildu alt fyrir mig gera, að því leyti varð mér missirinn léttari. En guð einn getur læknað sorgarinn- ar djúpu undir. Dagar og vik- ur liðu. Um vorið tók ég hús- hjón, þau hjálpuðu mér svo ég gat haldið áfram búskapnum, ég vildi ekki hætta áð búa vegna barnanna minna, þau voru lika komin að tvítugs aldri svo þau gátu vel hjálpað mér, en þau voru fremur veil fyrir brjósti, svo þau áttu bágt með- erfiða vinnu. Svona liðu næstu ár, hægt og hljóðlega eins og lækurinn i hafið. Jafnvægi var komið á skapsmuni mína, jeg gat litið ineð gætni óg ró á lifið og við- burði þess, jeg var líka farin að eldast og hár mitt að grána. En hið insta og besta í eðli mínu vantaði enn þá fótfestu. Jeg hafði óljóst hugboð um, að í sál minni væri ónumið land, sein ég ætti eftir að finna. Oft sat ég úti og horfði á sólina síga til viðar og um leið stafa geislum sinum yfir hafið, alla leið að ströndinni minni og brotna þar, það voru kveðjur frá dánu drengjunum mínum. Þessir kveðjugeislar fyltu hjarta initt friði og ró. Og þeg- ar sumarsólin lagði geislafeld- inn sinn yfir lognlétt hafið, sona íninna votu gröl’ og yfir hálfgróna leiðið inannsins míns í kirkjugarðinum, þá var eins og andaði á mitt visnaða hug- arland óvenju þýðum sólskins- blæ, það var boðberi til sálar minnar lrá æðra heimi. Á þess- um árum giftist dóttir min, svo nú var ég ein með drenginn ininn og húsfólkið. Okkur leið vel, það sein efnin sncrtu, en heilsufar drengsins míns var ekki gott, hann þoldi illa á- reynslu, en varð þó að vinna. Einn vetur gekk mjög vond kvefveiki, margir urðu niikið veikir og þar á meðal sonur minn. Mér duldist það ekki að hann var í mikilli hættu, lækn- irinn gaf það líka fyllilega i skyn. Og nú sat ég yfir honuni daga og nætur, en aldrei bað ég guð um framlenging á þessu kæra lifi, vildi ekki gjöra það, vissi ekki nema það væri sama sém að biðja um böl yfir þessa manneskju, sem mér var svo ó- umræðilega kær. Eg vildi held- ur líða allar hugsanlegar skiln- aðarkvalir, en að hann þyrfti að þjást lengi. Ég hafði þrosk- ast, það var reynslunni að þakka. Og svo lagði ég vininn minn fárveikan og sjálfa mig syndum og sorgum hlaðna í oocHMK>s««aafiH»iciS0etocK3o«a o o § Heidrudu húmœdurl § g* Munið að eins og að undan- ^ föxnu er og verður ávall ódírast O § og best að versla hjá § g Verslun „Ö R N I N N“ * O Grettisgötu 2 A — Sími 871. O OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO líknarfaðm föðursins á himn- um, og beið svo þess er verða vildi. Mánuði siðar lokaði ég brostnum augum drengsins míns. Þetta var mín þyngsta sorg, og Iika stærsti vinningur. Hér þagnaði gamla konan um stund, eins og hún væri í hug- anum að yfirgefa trygga höfn eða kveðja kæra strönd. En svo lyfti hún höfði og rendi blindu, starandi augunum upp í loftið, eins og hún leit- aði á náðir himinsins. Ennþá var ég orðin sorga- barn, hélt hún áfram, en nú syrgði ég ekki eins og í fyrsta sinni. í djúpi sálar minnar fann ég huggunarlindir, sem ég ekki vissi um fyrri, og hið þreyða land trausts og trúar. Þetta gjörði mig bjartsýna og lífsglaða initt í þrenningum lífsins. Bænin og trúin urðu meginþáttur lifs mins. Hugur ininn var langdvölum i riki himnanna hjá mínum látnu vinum, ég fann að missirinn hafði verið mér ábati. Sorgin er laug sem sálirnar þurfa að stíga niður i, til þess að hreins- ast af grómi jarðlífsins, annars geta þær ekki komist í samband við alföðurinn i hæstu hæð, þar sem alt er hreint. Eins og jörð- in að haustlagi breiðir hélu- kaldann faðminn á inóti morg- unsólinni, þannig fögnuðu klakastráin í haustlöndum anda iníns hinni nýrisnu trúar- sól. Svona liðu þessi mín æfi- ár í sælli ró, sátt og friði við alla menn. Það eru mörg með- uI sem guð notar til þess að leiða börnin heim til sín, og öll köma þau heim að lokum, en fárra leið er rósabraut. Ég fór til dóttur minnar, sem bjó þar skanit frá, en ég var þar ekki lengi, hún var heilsulaus og lá oftast í rúminu. En ég gat hjálpað henni, og vakti yfir henni í margar vikur, þegar hún Iá banaleguna. Þá fór ég fyrir alvöru að finna til sjón- depru. Svo dó hún, og ég þakk- aði guði fyrir lausn hennar, þá fann ég ekki til sorgar. Fyrir mínum sjónum var enginn dauði til framar, hann var að- eins friðgjafi og ferjumaður milli heimanna. Ég vissi að mér myndi leggj- ast eittlivað til með dvalarstað, ég kom mér ekki illa við fólk, og inargir vorkendu mér ein- stæðingsskapinn, sjálf fann ég ekki svo mikið til hans. Trúin niín fullvissaði mig um að öllu væri óhætl, alt initt ráð væri i hendi guðs. Framh.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.