Brautin


Brautin - 03.05.1929, Blaðsíða 4

Brautin - 03.05.1929, Blaðsíða 4
4 BRAUTIN M A L T O L Dajerskt öl PILSNER Dest. Ódýrast. m m. ^ &QO r> 'i dd Hvít gluggatjöld og gluggatjaldaefni,. nýkomið í stóru úrvali, efni frá 1,35 pr. metr., gluggatjöld frá 6,75 fagið, Stores frá 7,50. Brauns-verzlun. INNLENT ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON og hressingar á svona túrum. Nú langar Brautina að benda á, hvort ekki væri hægt að koma á svona hraðferðalöium ódýr- um og bentugum fyrir þá, sem langaði til að sjá eitthvað annað en sitt eigið land eða sína sveit. Væntum vér þess að Eim- skipafélag íslands gæti tekið að sér að gangast fyrir svona hóp- túrum til útlanda á sumrin t. d. í samráði við Ferðafélag ís- lands. Margir myndu verá Eimskipa- félagsstjórninni næsta þakklatir, ef hún gæti komið þessu í fram- kvæmd. Tilraunin gæti ekki kostað mjög mikið, en ef mikil þátt- taka næðist gæti feiðin orðið ódýr og jafnframt hin ánægju- legasta og fróðlegasta. Ifeiiuskf er lieiina-alid liarn, segir máltækið, og það er mikið satt í því. — Þegar utan- landsferðir fslendinga til forna minkaðu fór þjóðinni að fara aftur. Sálarleg áhrif af því, að sjá aðra, kanna nýja heima og ný lönd, kynnast starfi menn- ingarþjóða og framkomu, er meira virði en flestir ætla. Og áhrifin eru venjulegast vekjandi og kvetjandi. Pvi megum vér ekki reyna þetta? Ekkert virðist mæla á móti því. En mest veltur á því að þeir hafi forgönguna, sem vit hafa á, og von er um að geti farist hún vel úr hendi. Og Eimskipafélaginu væri vel treyst- andi til þess. — Hver íslend- ingur ætli að gera sér það að skyldu að fara minlst einu sinni á æfinni til annara landa. En slíkt er óhugsandi, nema ódýrir hópatúrar séu útbúnir fyrir þá, sem litlu fé hafa yfir að ráða. Getur ekki verið að einhver af bændum vorum hefði gott af að sjá aðferðir og búskaparlag keppiuauta sinna 1 útlöndum og sjá hvort eigi mætti læra neitt af þeim, og svoDa mætti lengi telja. KákfVrirsiumi. Einn aust- anbændaþingmaðurinn er að myndast við að bera fram kák- fyrirspurn í járnbrautarmálinu núna þegar langt er liðið á þing- tfmann. Hvað á þessi skrípa- leikur að þýða? þingmaðurinn er einn af aðalstuðningsmönn- um stjórnarinnar. Veit hann ekki enn, eftir 2ja ára fastan stuðning, hvað stjórnin ætlay sér að gera f aðaláhugamáli austanbænda? Er hann að styðja stjórn, sein fyrirlltur hann svo mikið að hún vilji ekki segja honum fyrirætlanir sinar í þeim málum sem kjördæmi hans varðar mest? Eða er þetta fyrirfram pant- aður skrípaleikur til að lofa Hvergi er ódýrara fiður og dúon en í Útibúi-Fatabúðarinnar. stjórninni að komast að með svikaskjalið frá Sv. Möller, sem hún hefir varið miklu fé og fyrirhöfn til að véla út úr hon- urn og fengið hann til að nndir- skrifa á hinn lævísasta hátt? Það er kunnugt að stjórnin hefir lengi verið að pukrast með þetta svikaskjal eins og mannsmorð, og sýnt það að eins vinum sinum og Uúnaðat- mönnum til að magna þá gegn austanbændum og velferðarmáli þeirra. Ætla nú austanbændaþing- menn lika að fara að taka þátt í þessum svikaleik stjórnarinn- ar? Það væri svo sem eftir öðru hjá þeim. Áð'úðlegur eiginmaður. Dómarinn: þér hafið ekki að eins hlaupið burt frá lconu yðar, heldur hafið þér áður en þér yfirgáfuð hana farið svívirðilega með hana, getið þér neitað því. Þér hafið meðal annars dregið hana á háiinu í gegnum stof- una. Er þetta ekki rétt? Sðkudólgurinn: Eg skil ekkert í hvers vegna þér eruð að gera veður út af þessu, þó eg vildi taka með mér hárlokk af kon- unni minni til minningar um hana, áður en eg skildi við hana. Prentsmiðjan Gutenberg. 62 föður síns og Vilhelms, varð hún jafnframt að vera viss um, að geta verið réttlát í garð beggja. — Eg held þér sé að versna aftur, barnið gott. Þú ert svo föl og döpur, mælti G,issler eftir stundardvöl hjá Veru. — Eg er alheilbrigð, svaraði hún, og reyndi að vera jafnglöð í bragði og hún átti yanda til, því að enga hrygð vildi hún láta sjá á sér, er hún færi að ræða málið við föð- ur sinn. Síðar um daginn, er þau gengu saman upp til fjalls, og heiðageymurinn blasti við þeim, þótti henni tækifærið komið. — Faðir minn, eg er trúlofuð. Hann nam skyndilega staðar. — Það kalla eg sannarlega fréttir, hrópaði hann, og varð alt annað en óánægjulegur á svipinn, því að bæði hann og kona hans höfðu óskað þessi innilega, að Vera léti af hjúkr- unarstarfi og trúlofaði sig. — Hverjum ertu trúlofuð, ef eg má spyrja. — Honum dr. Gripenstam. Vera leit með atliygli á hann, til þess að sjá svipbreyt- inguna á andliti hans. Hún hafði ekki búist við að hann yrði glaður við, en ekki hafði henni komið til hugar, að út- lit hans mundi taka svo stórfeldri breytingu, sem raun varð á. — Þetta er ekki alvara þin! Það nær engri átt! hrópaði hann i æsingi. — Hversvegna ætti það að ná engri átt? Við hittumst 63 (Jaglega á sjúkrahúsinu, og hann hjúkraði mér í veikindum mínum. — Hve langt er síðan þetta var bundið fastfnælum? spurði hann í þeim róm, að líkast var því seni strangur dómari væri að yfirheyra hana. — Hann bað mín, þegar eg fór frá Stokkhólmi. Fyrir nokkru síðan var hann hér upp frá, og þar sem eg er nú albata, gerðum við út um trúlofunina að fullu. — Að fullu? Án rnín leyfis? — Hví skyldir þú neita okkur um samþykki þitt, faðir minn? — Mér Iýst ekki á þann náunga. — Hvað hefir þú út á hann að setja? — Hann er hortugur og ósvifinn. — En, faðir minn, þið voruð góðir vinir, þú og faðir hans, mælti Vera, og nú barðist hjartað í brjósti hennar ótt og títt, þvi að þá var komið að efninu, er viðkvíEinast var umræðu. — Mér getur eins fyrir það litist illa á soninn. Af því hve þungur hann var i máli varð Veru ljóst, að faðir hennar bar eigi síður þungan hug til Vilhelms, en fram hafði komið hjá honum. Æ, hvernig átti henni að tak- ast að sætta þessa tvo harðjaxla? — Hvað hefir hann illa gert? spurði hún, með nokkrum keim af þýðleik í röddinni, þar sem hún var að verja unn- usta sinn. — Að likindum hefir hann ekki skýrt þér frá þvi, að eg

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.