Brautin - 31.05.1929, Qupperneq 2
2
BRAUTIN
m
öTgJ
'PJ
gg
[cfa
Þær eru komnar!
Hver j ar?
Ci garetturnar
FOUR ACES
(Pjórir ásar),
sem er síðasta orðið í cigarettugerð.
þær eru tilbúnar á nýjasta hátt af
bestii sérfræðingum
W.D. & H.O. WILLS,
England.
Revniö þær!
iXoXQjri
'Agítpfc
Pær lyrirlitnn.
það er því miður alt of al-
gengt hér, að sumir einstakiing-
ar hafi fult í fangi með að verja
hendur sfnar gegn árásum al-
menningsdóma og áreitni.
Óvandaður aimenningur leyflr
sér að kveða upp, oft þunga
dóma yfir bræðrum sínum og
systrum í þjóðfélaginu, ef þeir
eða þær lifa eða breyta öðru-
vísi en fjöldanum þykir rétt
vera.
Einkum eru þetta stúlkur,
sem eiga óskilgetin börn, sem
verða fyrir hvað mestu að-
kastinu.
En nú skulum við ganga út
frá því, að ekki sé rétt eða sæm-
andi að geta börn, nema í lög-
heiguðu hjónabandi. Hvers vegna
sleppur karlmaðurinn þá æfin-
lega með miklu betra móti frá
almenningálitinu en stúlkan ?
Sennilega er þó sekt hans engu
minni, því venjulega mun það
vera maðurinn, sem leiðir stúlk-
una á glapstigu, en hún ekki
hann. En hún, sem álitin er
veikari helmingurinn, á að taka
á móti öilu því lasti og rudda-
skap, sem heildardómar al-
menningsálitsins kveða upp.
Maðurinn getur í rólegheit-
um gengið frá einni stúlku til
annarar, vélað þær og tælt, með
fögrum loforöum, en engum
efndum, því bæði fjöldinn og
lögin bjálpa honurn til þess.
Fjöldinn dæmir þá ekki, lög-
in *kki heldur.
Þeir geta sloppið frá öllum
skyldum sfnum, þeir þurfa ekki
að sjá börnum sínum farborða,
nema að því leyti, sem þeir
sjálfír vilja, fjölda margir láta
bæja- og sveitafélögin um það.
En stúlkurnar, þær fá dóm-
ana ströngu og röngu, og bæja-
og sveitafélögin skamta þeim
úr hnefa, það sem stjórnimar
álfta að þurfi til að ala upp
heilbrigðan og sannan íslending.
Stúlkan má sitja í þröngri,
dimmri og rakri kjallarakompu,
eða loftherbergi, yfir litla barn-
inu sfnu. Hún verður að neita
sér um öll lifsins þægindi, er
nokkurn veginn ánægð geti hún
goldið húsaleigu og keypt mjólk
handa barninu sínu, þó hún
hafi ekki stundum annað að
borða, en »náðarmola af borði
húsbænda sinna«.
Fjöldi manna, sem kastar
þungum steini á stúlkur þessar,
veit ekki hvað hann gerir. Fæst-
ir athuga sem skyldi, að þessar
manneskjur eru gæddar við-
kvæmri sál, hafa tilfinningar,
sem hver annar, og svo mikinn
næmleik, margar hverjar, að
þær verða særðar djúpu sári
yfir talsmáta fólks við þær, sem
óviðkomandi mönnum kann að
sýnast blátt áfram.
Á þennan hátt getur stúlkan
alls ekki dregið fram lífið til
lengdar. Fyrstu mánuðina er
hún neydd til þess, en hún get-
ur ekki lifað á því, sem henni
er úthlutað með barninu. Hún
verður að fara að vinna. Og
hvaða möguleika hefir hún til
að vinna, þannig að hún geti
haft barn sitt hjá sér og séð
þvf farborða ?
Tíðasta lausnin er að fara
með barnið í vist. Og það get-
ur verið gott stundum. En þeg-
ar húsbændurnir eru vinnuharð-
ir, hugsunar- og samúðarlitlir,
þá verður það harla erfitt hlut-
skifti, t. d. að vita hvern smá-
snúning og kannske hvern bita
og sopa talinn eftir, sem fer til
að hlynna að barninu sínu,
hlýtur að vera afar þungbært.
Og dæmi eru til að stúlka, sem
fór í vist með barn silt, þurfti
sérstaklega að kaupa sápu til
að þvo barnsfötin, þóhafðihún
ekkert kaup fyrir vinnu sfna,
annað en fæöi og húsnæði fyrir
sig og barnið.
Alþekt neyðarrúrræði er það,
að þær gefa börn sín, oft ó-
þektu fólki.
Fjöldinn segir: »Já, hún var
svei mér heppin, að barnið
skyldi vera tekið, og meira að
segja hjónin tóku það sem sitt
eigið, svo stúlkan þarf ekki
framar að skifta sér af þvf, því
hjónin fengu eignarréttinn«.
Og ekki ósjaldan heyrist, ef
ógift stúlka missir barn sitt.
»Hún má sannarlega þakka guði
fyrir það að hann tók barnið
hennar til sín«.
Ef svo hjón í góðri stöðu í
þjóðlífinu, missa barn sitt, seg-
fjöldinn : »Ó, hvað það var á-
takanlega sárt fyrir hjónin að
missa einkabaruið sitt«.
Fæstir munu hafa athugað
samanburðinn á þessu tvennu.
Stúlkan, sem missir einka-
barnið sitt, hefir skömmu áður
mist föður þess, fyrir fult og
alt. Hún hefir séð öll fögru lof-
orðin hans verða að engu, hún
hefir séð loftkastalann sinn um
heimili og hjónabandshamingju,
að engu verða. Hún á að eins
eftir forsmáða ást, ónot, kulda
og skilningsleysi fjöldans. Og svö
missir hún einkabarnið sitt lika.
Barnið, sem hún elskaði eins heilt
og nokkur gift kona getur elskað.
Hversu óendanlega þyngra og
erfiðara er það ekki, hlutverkiö
ungu, óreyndu og ógiftu stúlk-
unnar, heldur en hinnar móð-
urinnar, sem ber sorgina sam-
eiginlega með maka sinum, svo
framarlega, sem með þeim ríkir
samúð og skilningur.
En samt segir fjöldinn að
þessum sé vorkunn, en um-
komulausa stúlkan á að þakka
forsjóninni.