Brautin - 31.05.1929, Blaðsíða 3
ÐRAUTIN
3
J Nýkomiö!
]
I
1
i
í
Ðaðkápur,
Ðaðdragtir,
Ðaðhettur,
Handklæði.
Stórt úrval.
Verslun
Egill Jacobsen.
Slir
frá
Mjólkurfélagi Reykjavíkur
er góður og ódýr matur.
Þarna er gengið á helgum til-
finningum og þær traðkaðar
niður í sorpið, án samúðar, án
skilnings, bara eftir venjum og
hleypidómnm.
Og þeir, sem ættu að vera
bestir, þeir sem hæst hrópa á
guð almáttugan og þykjast hafa
fengið fullvissu fyrir himnaríki,
fyrir sitt eigið »jeg«, þeir dæma
oft harðast.
Hvernig stendur á því aðtrú-
in á almætti og mildi guðs, get-
ur sameinast með svona ljótum
hugsunarhætti ?
Hvernig getur sama mann-
eskjan, sem krýpur í lotningu
fyrir frelsara sinum, honum,
sem bauð að elska skyldi ná-
ungann sem sjálfan sig, kastað
Silki-undirkjólar,
Silki-skyrtur,
Silki-buxur,
Silki-náttkjólar,
Silki sokkar,
Lérefts-náttkjólar Lérefts-skyrtur
— verð frá kr. 4,35 — — verð frá kr. 2,65 —
Nýkomið í sérlega miklu úrvali í Austurstræti 1.
Ásg. G. Gunniaugsson & Co.
steini á meðsystur sína, og dæmt
hana alls góðs ómaklega ?
Það er óskiljanlegt.
Manni verður að minsta kosti
það á, að efast um að slikur
»rétttrúnaður«, sé af góðum toga
spunninn.
Og þó /dómarnir séu harðir
og ó'sanngjarnir oft og tíðum,
og ekki leitað að orsökum þess,
sem skeð hefir, heldur dæmt í
blindni, eftir þvi sem slúður-
gjörnu fólki þykir þægilegast,
eru þeir samt ekki eins harðir
eða óbilgjarnir og áður var, því
telja má nærri víst, að fyrir það
hve almenningsálitið var hart
í dómum yfir stúlkum, hafi
fjöldi barnsmorða verið fram-
inn.
Þetla var í hugsunarleysigjört,
í ófyrirgefanlegu hugsunarleysi,
og í hugsunarleysi er enn í dag
kastað steini á stúlkur þær, sem
eru oft og einatt miklu betri en
sá, sem steininum kastar.
Nei, okkur er öllum sæmra
að snúa blaðinu við, bergmála
ekki lengur þessa eldgömlu og
fyrirlitlegu dóma, en reyna held-
ur að koma í veg fyrir að þess-
ar harmasögur fjölda ágætra ís-
lenskra kvenna endurtaki sig.
Það er engum efa bundið að
karlmönnum er gert of auðvelt
fyrir, með því að börn þeirra
eru fóstruð upp af almannafé.
Og á meðan það er svo, að
lögin herða ekkert að þeim, má
búast við að sagan endurtaki
sig aftur og aftur.
Þeir menn, sem lifa slíku Kfi,
sem lýst hefir verið í grein þess-
ari, leggja sig iafnan eftir ung-
um, lítt þroskuðum stúlkum,
alt frá 15—16 ára aldrinum.
Þær eru oft undir áhrifum af
»rómana«-lestri, auðtrúa og ör-
ar til ásta. Karlmennirnir halda
þeim í trúnni um að þeir sjái
ekki sólina fyrir þeim, þangað
til afkvæmis er von, þá kasta
þeir þeim frá sér, sem gólf-
þurkum. Vaeru nú lögin strang-
Kartöflur og
Grænmeti
best að kaupa í
Verslun
Jón Ijartarson I Go.
Sími 40.
Kvensokkar
úr ull, sitki, ísgarni og
baðmull.
Altaf xv?tt úrval, nýjir litir og
veröið þaö lægsta.
vöruhúsið)
Stærsta sokkaverslun íslands.
ari, t. d. væri manni sem ætti
barn með stúlkn, skylt að ann-
ast hana og barnið, sem giftur
væri, og móðirin hefði giftrar
konu réttindi, þá er ekkiósenni-
legt að færra yrði um óskilget-
in börn og umkomulausar stúlk-
ur, en nú er.
Það er brýn nauðsyn að gera
eitthvað þessu máli til bóta, og
þá er það engum vafa bundið
að lögin þurfa að herða meira
að karlmönnunum, að þeim líð-
ist ekki að ganga frá einni stúlku
til annarar og svifta þær æru
og möguleikanum til velliðunar.
180
— Um tómar rósum stráðar brautir verður ekki komist
hátt, svaraði hún, og brá fyrir örvandi hugrekki i röddinni.
Þegar þau voru komin nokkuð lengra áleiðis upp bratt-
ann, tók hann utan um mittið á henni og hóf hana á loft
svo hátt, að fætur hennar numu aðeins við jörðu, og varð
henni því léttur gangurinn.
En er þau voru komin upp alla lcið og vegurinn lá um
flatneskju, hóf hann liana alla leið i fang sér áður en hann
setti hana niður.
— Svona vonast ég til að geta altaf farið að, þegar vegir
okkar verða erfiðir, hvíslaði hann fjörlega; og kysti hana
lengi, áður en þau héldu Iengra.
Þá færðist djúpur roði yfir kinjiar henni, og leit til jarð-
ar, eins og hún vihli dylja gleðina og ánægjuna. er sltein út
úr augunum.
Þrjár klukkustundir höfðu þau verið upp á fjallsbrúni'na.
Þau gengu hægt síðasla spölinn.
Rétt áður en þau voru komin á hæðstu sjónarhæðina og
gátu að líta ný fjöll í fjarska, nam Vera staðar og drap
hendi á handlegg Vilhelms.
Hún leil á hann mcð barnslega fjörlegu og forvitnislegu
augnaráði, en í bládjúpi augúanna undir dökkum augnahár-
unuin hefði raátt lesa meira en barnslegt hugmyndaflug.
Vilhehn, gefur þessi fjallganga okkur ekki grun um,
hversu okkur muni takast að komast áfram í lífinu og ná
takmarlcinu?
Hingað til hafði hann verið gersamlega bundinn hátiðlégu
hugarástandi, en nú langaði hann alt í einu að spauga lítið
Guð hennar mömmu.
177
Til þess að Vera skyldi ekki finna eins sárt til fjarvistar
íoreldra sinna, hafði Vilhehn eklci tekið með sér neinn af
sínum nánustu. Að vigslu lokinni ætluðu þau að hefja fjall-
gönguna, síðan borða miðdegisverð, Ivö saman, á gistihús-
inu, og loks leggja á stað méð næturlestinni heimleiðis í
hinn nýja bústað þeirra í Stokkhólini. Þetta var ráðagerðin.
Helst hefðu þau kosið að vera ein með prestinum og
svaramönnum við vigsluna, en er þau komu i kirkjuna, var
hún full af fólki. feklci var það þó af tómri venjulegri for-
vitni, þvi að á þessum þrem árum, er Vera hafði gengið
milli húsanna í þorpinu í hjúkrunarerindum. hafði hun á-
unnið sér hjörtu allra.
Nú langaði alla að sjá hana sem brúöi, og hjartnæmar
voru þær bænir, og einlægar þær óskir um hamingju, er
fylgdu henni, er hún gekk inn eftir kirkjugólfinu að altar-
inu, við hlið hins alvarlega, tígulega brúðguma síns.
Og meðan hún stóð við altarið og vígðist honum, voru
ekki fá grálin augu i kirkjunni, er af þeim sökum gátu að-
eins óljóst greint hina björtu, yndislegu brúði, þvi að svo
mikinn yl, svo mikla huggun og gleði hafði hún flutt ineð
scr, að öllum þeim, er hún liafði glatt og létt hinar þungu
sjúkdómsbyrðar og óhyggjur, féll næsta þungt, að Juin skyldi
nú vera að hverfa þejin sjónum.
Að hjónavígslunni lokinni keptust margir um að talca í
hendina á brúðurinni, óslca henni til hamingju, og sam-
fagna manni liennar, að hafa hlolið slíkt kvonfang.
Vera brosti við þeim öllum, og beið, þar til er hver ein-
stalcur hafði náð að kveðja liana. Pramkvæmdarstjórinn var