Eyjablaðið - 26.09.1926, Síða 2
EYJABLAÐIÐ
Hreinar linur
þeir
sem enn ekki hafa greitt árstillag sitt í Sjúkrasjóð Verkamanna-
fjelagsins, eru vinsamlega beðnir að borga það hið allrafyrsta.
Þorbjörn Guðjónsson
gjaldkeri — Kirkjubse
Húsgagnaverslun
Guðjóns Úlfarssonar
STRANDBERGI
hefir Avalt fyrirliggjandi stórt úrval af vönduðum og ódýruni
húsgögnum.
Svefnherbergis- og borðstofusett blómstursúlur frá kr. 10.00
Slólar fleiri teg. frá kr. 8.50 Hljóðfœrastólar
Borð márgar gerðir og stœrðir frá kr. 20.00
Ýmislegt smávegis svo sem: Handklœðabreiti, Gardínustangir, Faiaheugi
Nótnastatív og fl. — ódýrastir díyanar, barnakerrur og barnavagnar
V ðskiftavinir
mlnir og aðrir sem þurfa á ódýrum og hentugum bifreiðaflutningi að
halda, snúi sjer til
iSísla Gtinnsonar
Sólbakka eða Brekku
Til þess, i eitt skifti fyrir öll,
að fyrirbyggja misskilningþeirra er
skilja vilja, lýsir undirrituð ritstjórn
yfir því:
1. Að blaðið fyigir stefnuskrá Al-
þýðuflokksins á íslandi að því sem
hún nær og að á meðan flokkur-
iun heldur saman (socialdemokrat-
ar og kommunistar) um stefnu-
skráua, mun blaðið ekki gera
greinarmun á vinstri og hægri
armi fiokksins.
2. Að núverandi ritstjórn getur
í öllum greinum verið ósátt. við
andstöðublöðin, í öðru en því,
að þau nefni ritstjórnendur
kommunista, bolsjevika, eða
öðrum þeim nöfnum sem þeim
hefir tekist að gera óvinsæl meðal
fylgifiska sinna.
3. Að enda þótt ýmsir flokks-
biæður vorir nefni sig jafnaðar-
menn, er okkur engin þökk í þvi
nafni. Harðvítugir ihaldsmenn alt
ofan frá „Verði“ og niður í „Skeggja
haía nefnt sig þessu uafni og þóst
vera jafnaðarmenn. Stappar nú
nærri, að nafnið sje oiðið jafn-
skaðlegt flokksbræðum vorum og
þótt þeir nefndu sig íhaldsmenn.
4. Alþýðuflokkurinn er stjettar-
flokkur verkamanna og fátækrar
stritandi alþýðu til sjávar og sveita
A okkur sem falið er að gegna
trúnaðarstörfum flokksins, hvílir
sú skylda, að láta hagsmuni
þessarar stjettar og áhugamál
hennar sitja í fyrirrúmi og hirða
minna um þótt aðköst og svíviið-
ngar borgarablaðanna, á okkur
persónulega, sje látið ósvarðað.
5. Að okkur hvailar aldrei sú
fjarstæða að nokkurt blað gel.i
verið ritað svo ölium líki og
okkur hefir heldur aldrei til hug-
ar komið, að auðborgarar þessa
bæjar eða annara, aðhyllist alment
þá stjórnmálastefnu, sem Alþýðu-
flokkurinn hefir markað. Bað er
víaindaleg staðreynd, að stundar-
hagsmunir borgaranna, eru ílang
flestum ati iðum, sá megin igrund-
völlur, 2sem stjórnmálaskoðanir
þeirra byggast á. fótt staðhœfa
megi, að almenn sameign fram-
leiðslu og verslunar, sje í framtíð-
inni, eina lausnin á núverandi
ófarnaðar ástandi og jafnt i þágu
ríkra manna sem snauðra, munu
auðborgararnir, þó ekki væri nema
af ótta við yfirgangstímabilið
(byltinguna), berjast með hnúum
og hnefum gegu verkamönnum
og kröfum þeirra.
6. Að við álítum ósæmilegt að
draga einkalíf manna inn í
hlnar opinberu deilur.
Vestmannaeyjum 25. sept 1926
ísleifur Högnason,
Haukur Björnson, Jón Rafnsson
Rafstöðin.
Um hana heflr verið töluvert
deilt í seinni tið. Kunnur íhalds-
maður hjer f bœ hefir ritað ádeilu
greín í „Skeggja11 (frjálslynda blað-
ið) á rekstur stöðvarinnar frá byrj-
un, en þó sjerstaklega á reiknings
uppsetningu rafmagnsnefndar. Þeir
bæjarstjóri Kr- Olafsson og Jón
Hinriksson, kaupfjelagsstjóri hafa
nýverið rannsakað hag stöðvarinn-
ar og gert upp efnahagsreikning
hennar við síðastliðin áramót.
Hafa endurskoðendur bæjarreikn-
inganna samþykt reikningsuppsetn-
ingu þeirra og bæjarstjórn sömu
leiðis. Sýnir reikningur þessi, að
stöðin með öllu taugakerfi og
ágætlega endurnýjuð, stóð bænum
um síðustu áramót í röskum 50
þús. krónum. Verðmæti stöðvar-
innar, eftir núverandi verðlagi má
óefað reikna 150.000 krónur.
„Eyjablaðið" hefir leyft bœjai-
stjóra rúm fyrir svar við ádeilu-
grein „Skeggja", enda má fullyrða
að bæjarstjóri hafi i máli þessu
unnið alþýðu manna þarít verk, er
hann meðal annara bæjarfulltrúa
hindraði íhaldsmenn, í að rafstöð-
in yrði seld einsLöku gióðrafjelagi
á leigu um 20 ára skeið.
Svarl og rautt.
Einoknn?
Sagt er að Gísli Johnsen hinn
frjálslyndi hafi neitað bæjarbúum
um kol, þó peningar væru í boði
Samtímis sendir hanAtil Stokks-
eyrar mótorbát fermdan ko)um.
Lýsir þetta, hínni alkunna um-
hyggjuhansfyrír Vestmannaevjabæ.
Vegna yfirvofandi kolaleysis í
bænum er Johnsen byrjaður aftur
að selj.i kol, moð uppsettu verðí.
Nemur sú hækkun tveim krón-
um á skpd.
Hvað mundi þetta hafa verið
kallað á einokunartímunum?
Kvlttun.
Um væntanlega útkomu „Eyja
blaðsins" farast „Morgunblaðinu"
i Reykjavík þannig oi ð:
. . . Ekki hreinkast Vostmana
eyjar ef blaðið verður á sömu
lund og fjelagi þess hjer í Rvík.
Rjett til getið Moggi sæll. Vertu
óhræddur. A „litlu húsunum"
muntu altaf velsjeður gest.ur og
síst ætlar „Eyjabiaðið" ;\ð gerast
meðbiðill þinn til skítverkanna.
Minnisblað
Prentsmiðjan hefir nú kotnið sjer fyrir og getur tekið til prentunar:
— Aðgöngumiða einfalda og tvöfalda — Boðs og tilkynningakort —
Brjefsefni — Erfiljóð — Firmakort — Fylgibrjef — Glasamiða —
Gluggauglýsíngar — Grafskriftir — Götuauglýsingar — Happdrættis
miða — Kransborða — Kvittanir — Lyfseðla Nafnspjöld Nótubækur !
— Orðsendingar — Reikninga — Smjör og brauðseðla — Umslög |
— Vixla — Rakkarkort — Binggjalds og uppboðsseðla — Bæknr —
Timarit — Verðskrár — Skýrslur og reikninga — Blöð og alt annað
er að prentverki lýtur; einlitt, tvilitt þrílitt silfrað og gylt, greið skil.
Umbúðir þær er prentsmiðjan kom í hingað eru til sölu
Einnig allskonar bækur, gamlar og nýjar
2 drengir 15—16 ára óskast, til prentnáms — Þeir þurfa að hafa
hlotið betri einkuu við b vrnaskólann. Skriflegt tilboð ásamt læknisvott
orði, sendist fyiir 1. okt,. — Stúlka óskast, Tilboð sendist fyrir 1. okt
Prentsmiðja Guðjónsbræðra
Heimagötu 22-Sími 163-Símnafn „Guðjónsbræður"