Eyjablaðið - 26.09.1926, Qupperneq 3
EYJABLAÐIÐ
Bifreiðaraksiur
Símfregnir
F. B. frá 17. tll 24. sept.
Erlendar:
Róm:
Yegna æsinga í ítalíu í gai'8 Frakka, hefir franska stjórnin skipað
svo fyrir að sex herdeildir verði sendar til ítölsku landatnæranna.
(Fyrir skömmu var gert banatilræði við Mussoline. Facistar í ítaliu
hjeldu því fram að ítalskir landflóttamenn í Frakklandi ættu upptökin,
og kröfðust framsals þeirra af frönsku stjórninni. Franska stjórnin
neitaði, og er þetta orsök ofangreindra atburða.)
K.hfifn:
Símfregnir frá Genf og Berlín herma pólitískan samdrátt milli
Pjóðverja og Frakka. Spánn og Uruguay (Suður-Ameríka) hafa sagt
sig úr þjóðabandalaginu.
Phlladelfla:
Dempsey heimsmeistari í hnefaleik hefir tapað titlinum í hendur
Genetumey.
öenf:
Afvopnunarnefnd Alþjóðabandalagsins hraðar undirbúningi undir
afvopnunarráðstefnu, svo að hægt verði að halda ráðstefnuna fyrir
septemberþing bandalagsins að ári.
París: v
Hraðlestin til Lyon missir 3 vagna úr lest, en næsta lest á eftir
rekst á þá; 9 menn biðu bana en 27 særðust.
Innlendar:
ísafjðrðar S4/o
Snjókoma í dag. Síldveiði mikil í reknet á Steingrímfirði. Bátar
hjeðan stunda þar veiðar með góðum árangri. Kjötverð 90 aura
til ein króna kg.
Reykjarik zo/»
Hjeðinn Valdimarsson og Sigurjón A. Ólafssou verða í kjöri af
hálfu Alþýðuflokksins í Reykjavik við kosningu á tveim þingmönnnm
fyrir Reykjavík, íyrsta vetrardag næstkomandi.
__________ l
Þeir sem þurfa á hentugum og ódýrum bifieiða-
— fiutningi að halda, ættu að snúa sjer til —
cfráls Crlingssonar
bílstjóra — Ráðagerði
Rafstöðín.
Eins og auglýst var 8. júní s. 1. lækkar verðið á rafmagni eftir
næsta aflestur, sem byrjar um þessi mánaðarmót. Eftir það er raf-
magnsverðið kr 1.00 fyrir hverja kwst. til Ijósa og kr. 0.45 hver kwst.
til iðnaðar.
RAFSTÖÐIN.
Umboðsmaður Ölgerðarinnar
„EGILL SKALLAGRlMSSON"
og Saft og bvjóstsykursgerðarinnar
„n ó r
Reykjavík, er hér
L. J. JOHN8EN
Styðjið inlendan iðnað! Kaupið innlendar vörur!
Málaflutningsstörf
allskonar, svo sem málaflutning, innheimtur, samningagerðir, kaup
og sölu fasteigna, tökum við undirritaðir að okkur.
Fyrst um sinn til viðtals á Velli kl. 1—3 og 5—7 e.h
Vestmannaeyjum 25. sept. 1026
Adolph Bergsson Hendrik J. S. Ottóson
cand. juris.
Góðar og ódýrar kartöflur
útvega jeg beint frá jóskum bændum. Beir sem vilja fá sjer kartöflur
þaðan, fyrir veturinn ættu að tala við mig fyrir 30. þessa mánaðar.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
____________________ Hvanneyri
Sú sorgarfregn barst um bæínn
síðastliðin mánudag að Kristín
Árnadóttir húsfreyja á Brekku
hefði andast á heimili sínu þá um
daginn.
Banameinið var hjartaslag, en
undanfarnar 3 vikur hafði hún
legið i lungnabólgu.
Er að Kristínu hin inesta eftir-
; sjá, var hún gáfuð kona sköru
leg og prúðmannleg í allri fram-
komu.
Skófatnaður
Allur skófatnaöur vsrÖur seldur með niðursettu verði gegn peningagreiðslu
15—30 prósent afsláttur
til mánaðarmóta. — Ennfremur hefi jeg ódýran olíufatnað, sem
selst með miklum afslætti.
Benedikt Fridriksson.