Eyjablaðið - 31.10.1926, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 31.10.1926, Blaðsíða 2
EYJABLAÐIÐ T KENNINGAR^ I MARXISMANS I. Yísindalogur socíalismi og hugsjóna-socíalismi. Flestum raun það kunnugt að höfundur hins nýiri socíalisma er Karl Marx. Nefnist stefna hans vísindalegur socialismi til skilgrein- ingar frá öðrum socíalistiskum j. kenningum svokallaðra hugsjóna | socialista og skal hjer skýrt frá stefnum. þessum og hvað það er j sem skiftir leiðum. Bað er sameiginlegt hinum ýmsu | stefrium socialista, að frelsa verka- f manninn írá eymd þeirri, noyð og úr-kynjun, sem hann er háður ► nú á tímum. Það er sameiginlegt öllum socíalistum, að orsök þessar- ar neyðar er ekki liáð vilja mann anna, heldur staðháttum þeim og framleiðsluskilyrðum sem menn eiga við að búa undir skipulagi auðvaldsins. Bví hlýtur og öllum socíalistum, að koma saman um, að til þess að bæta úr neyðarkjörum verka manna, sje eina leiðin, að afnema búskaparháttu auðvaldsins.þ.e. hina frjálsu samkepni. Þetta er atriði sem allir socia- listar koma sjer saman um. Atriði sem greinir þá frá íhaldi og borg- urum. Sá sem ekki aðhyllist þess ar meginlínur socialismans, og álít- ur þær rangar, hann er enginn socíalisti. Fvr á tímum. Fyrir nokkrum áratugum voru socialistar, sem hjeldu að ástandinu mætti breyca með lægni, að hægt væri að út- rýma auðvaldinu, með smá hrekkja- brögðum, ef svo mætti að orðikom- ast. Beir hjeldu að það væri um að gera, að sýna, hvernig þjóðfje- lagið liti út, án auðvalds og án fjársöfnunar til handa einstökum mönnum, og sýna á þann hátt fram á, hve alt gengi betur en í auðvaldsríkinu. Fyrsta skreflð var þá það, næst á eftir gagnrýningu og lýsingu, á ástandinu, eins og það er, að gera áætlanir og di aga upp myndir af hinu komandi ríki socia- lista. Jafnframt þessum skýjaborg- um átti og ef hægt. væri, að gera lifandi tilraunir, sem hægt væri að sýna öllum heimi, sem hina rjettu fyrirmynd. Pá hlyti að vera hægt sannfæra menn um ágæti hins nýja ríkis og, hvernig hægt. væri að láta bæði látækum og rikum líða miklu betur en áður. Bá myndu þjóðirnar með lagabreytinguin og endurbótum, gerbreyta þjóðskipulag* inu. Urn þessa socíalista farast Engels svo orð: „Þjóðfjelagið sýndi hvar sem á var litið misfellur uar; að lag- færa þær var hlutverk hinnar hugsandi skynsemi. Málið snjer- ist um, að finna upp nýtt fullkomnara kerfi þjóðfjelagsskip unar aem átti að troða uppá þjóðíjelögin ineð hjálp undihóð- urs og ef mögulegt, væri með fyrirmyndar tilraunum". Þetta eru þá höfuðeinkenni þess- arar socíalitisku stefnu, að finna upp framtiðarríkið og útbúa fyrir- myndina. Bessar framtíðar skýja- borgir, eru á útlendu máli nefndar „Utopia„ (grískt u = nei, topos — staður. þ.e. enginn staður). Þess vegna er sagt að stefnan sje „u- topiskur socialismi" eða á íslensku hugsjóna janaðarstefna. Gegn þessari stefnu stendur áönd- verðum meiðí, hinn yngri socía- alismi, sem Marx grundvallaði. Sjerhver skýjaborg, er af honum niður moluð í eitt skiíti fyrix öll. Hann vill ekkert með loftkastala og drauma. Hann grunvallar stefnu sína á köldum og ströngum vísinda- rannsóknum. Pess vegna er stefna Marx nefnd hinn vísindalegi socía lismi. En hvað þýðir það, að Marx grundvallar kenningar sínar á köld- um og ströngum vísindarannsókn- um? Til þess að skilja það verður oss fyrst að spyrja: Hvað eru vísindi? Yísindi — skýringin felst í sjálfu orðinu, að verða einhvers vís, vita, fræðast. En hvers getur maður orð- ið vís? Af staðreyndum. þ.e. atvik- um og hlutum sem raunverulega eru fyrir, Bar með er sagt að vís- indi styðjist eingöngu við staðreynd- ir — veruleikann. Bví liggur það í hlutarins eðli, að verksvið vísind- anna, er fyrst og fremst ekki íramtíðin, heldur nútiðin, og liðni tíminn. Staðreyndir eru ekki til i ókomnumtíma. Staðreyndir tilheyra annaðhvort liðinni eða líðandi stund. Um fram alt hljótum við þá að slá þessu föstu. Vísindi gefa sig aldrei að ímyndunarrugli eða spá- dómum um það sem í framtíðinni gæti orðið eða kynni að verða, heldur fjalla vísindin um þau atvik og þá hluti sem virkilega eru fyrir hendi eða liafa verið það. Út frá þekkingu á nútíð og fortíð og út frá þekkingu á staðreyndum hljóta öll vísindi að ganga. Petta er þó» ekki tæmandi skýr- ing. Menn getfc, vitað um fleira, an staðreyndir, menn geta vitað um samhengið milli staðreyndanna. Hjer er það, sem í daglegu tali er nefnt orsök og alleiðing. Og að lokum er það þriðja, sem vísindin eru bundin við. Hvernig hafa menn komist að staðreyndum, án hverra engin vís- indi væru til? Menn hafa lcitaö og rannsakað. Því er það að rannsókn er vísindunum nauðsynleg, því án rannsóknar væri yfir höfuð engin þekking til. Bessi þrjú aðalatriði mynda til samans eðli vísinda.— 1. Þekking á staðreyndum 2. Þekking á samhengi stað- reynda. 3. Rannsókn og Ijet eftir æ meiri þekkingu. Eins og áður hefir verið fram- tekið eiga vísindin ekkert skylt. við framtíðar skýjaborgir, eða drauma, því þau eru einungis bygð á nú- tíð og fortíð. Bó skyldi enginn taka, það sem hjer heflr sagt. verið á þann hátt, að framtíðin 'sje útilokuð og óvið’ komandi ransóknum vísindanna. Meira. Slæmur málstaður. Loksins kom Skeggi út s. 1. þiiðjudag. Hafa einhver veðrabrigði orðið í Lásakoti — svo hægt hef- ur verið að gefa hann út. Um kosningarnar kom hann ekki út, og vissu allir Vestmannaeyingar ás- stæðuna. Svo slæmur er málstaður höfð- ingjanna, að þeir geta eigi mót- mælt neinum af þeim sökum sem borið var á þá í laugardagsblaði Eyjablaðsins. Er það hart fyrir yíirráðsstjettina að geta ekki var- ið sínar egin gjörðir. En Skeggi hefir kunnað að læra af öðrum auðvaldsblöðum sem skjóta sjer fram hjá málefnunum, en leggja mesta áherslu á aukaat- riðin. Snýr hann sjer að því, að telja ritstjórn Eyjablaðsins sjálf- hælna og nefnir í því sambandi greinarstúf í síðasta blaði. En Skeggi heflr farið þar vilt eins og svo oft áður, þvi slæmt er fyrir blinda menn að rata. Greinina hafði enginn úr ritstjórninni skrif- að, heldur verkamaður sem við- staddur var á fundinum. Pað er þó nokkuð gott. við þetta Skeggja- braml. Hann segir að ræða Kjart- ans Norðdahls hafl veríð sú besta sem flutt var á fundinum af hálfu jafnaðarmanna. En það sem Kjart an lagði mesta áheislu á var það að Ihaldsfiokkurinn væri á leið niður á við og gengi i>ví nieð dauðanu í brjóstinu. DANS. (Stemning) Salurinn i Nýja-Bíó skrýddur. Blátt, hvítt, rautt. Isienskir litir! Islenskt fólk! Úr píanóhorninu gjalla tónarnir: „Hvad gör du med dít Knæ, lille Hans?“ Iþróttamenn snúast. I þvögunni synda feitlægnir heldri menn, Skjannahvit brjóst niður á miðju. Heiðursgestir, ræðumenn, menn sem kunnaað meta íþróttir, menn sem takandi er mark á! I röðum situr kvensveitin. Ang- andi haustrósir. Vermireitir íþrótta- lífsins. Hvítt, blátt, grænt, rautt. Lita- hringíða — naktír armar, laðandi mjúkt, heitt. Dansinn dunar „Hvad gör du med dit Knæ.“ — — — — — — Næsta par. — • — — Two step — — Vals — — Carleton. — — Ræða. — — „Háttvirtir íþróttamenn og til- heyrendur! Skreyting salsins sann- ar mjer smekkvísi, mjer liggur við að sega listvísi hins unga frjóanga híns aldna stofns, fornhetjanna. Is- lendingar viljum við allir vera —I Lifl íþróttir! Húr— r—r—r—r—a! Dans — — Önnur ræða: Háttvirtir áheyrendud Skreyt- ing salsins sannar mjer listasmekk íþróttamanna. Góðan takt íþrótta- manna sannar m jer það að okkur hin- um öldnu stofnum skuli veitast sá heiður að taka þátt í ykkar sak- lausu gleði". Valtur á fótunum skekur höfuðið — — — —- — — Hö—r—r hik—r hikra! Dansinn dunar. „Dugamle Maane. Hark við dyrnar — — —I Verkamenn — — bullur — fuilir „ . . . þjer þarna helvítis okrarinn — — --------! Út með konsúlinn og þú þarna bleyðan — —? Ofan með gleraugun —I Út með Þig — — — — Brjóst brotna. Mancettur fjúka Flibbar böglast. — Gleraugu glam- ra — — Ræðumenn, feitlægnir og stirðir flýja! Taktleyai — Spánai vín — Dans. Grár og sifjaður dagur rís úr segi. - - Síðustu tónar „Tóta litla tindilfætt" hljóma dauft innanúr húsinu — innanúr píanóhorninu. Niður Vestmannabraut gengur lotinn verkamaður. 14 klukkutíma strit fyrir hendi króna og fimtán fyrir tíman — þrældómur — skort- ur — kuldi. — Lifl hinir hugprúðu

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.