Eyjablaðið - 20.03.1927, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 20.03.1927, Blaðsíða 2
EYJABLAÐU) Til minnis fíæjarfógetaskrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 1—3. e. m. og ftá 5V2—6V2 e. m. Bæjarstjóraskrifstofan alla virka daga frá kl. 1—2 e. m. og frá kl. 5—7 e. m. Bæjargjaldkerinn við á sama tíma. Pósthúsið frá kl. 10—12 f. m og 1—6 e. m. Bókasafnið: Útlán: Sunnud. frá kl. 9V2—HV2 e. m. Miðvd. frá kl. 5—-7 e. m. Föstudaga frá kl. 7—8^/2 e. m. Lestrastofa safnsins er opin: Mánudaga frá kl. 7—10 e. m. Miðvikudaga frá ki. öV2- 1° e. m. Fóstudaga frá kl. 6x/2—1° e. m. Viðtaístimi hjeraðslæknis: Virka daga frá kl. 1—3 og 6 — 7 e. m. Sunnudaga 11—12 f. m. Páll V. G. Kolka virka daga frá kl. ]2Va—2 og 7—8 e. h. Sunnudaga 3—4 e. h. Leifur Sigfússon tannlæknir frá kl. 10—HV2 í- ™. og iVa—3V2 e-m. a'la virka daga. Útbú íslandsbauka: Alla virka daga frá kl. 11—12 f. m. og 1—3 e.-'m. Reynskn er ólý'gnust. — Mánaðarlega höf- um við flutt inn alt að B—4 tOMll af liiuum góðkunnu norsku kartöflum okkar. Pokinn kost- ar aðeins kr. 14.50 licimsendur. Sími 116, og endurgroiðist að fullu, ef kartöflurnar lika ekkí. Versl. BOSTON legt umbótakák við hið rikjandi þjóðskipúlag auðsins, verra en ekki oQÍtt. ‘— Það mun orða sannast Sem einn íhaldsverkamaður sagði fyrir skemstu : „Þýðingarlaust er að leggja hátt útsvar á kaupmenn ina því áð þeir okra þeim mun meir á vörunum sem þeir selja okkur“. Með öðrum orðum : Það er engin leið önnur til fyrir verka lýðinn, en sú að berjast gegn skipulagsleysi auðvaldsins á frain le'ðslunni, uns yfir lýkur og jafnaðarstefnan sigtar. Messað kl. 1. Ura þvert og endilangt Island eru liiii góðkunnu þj'sku L1NDH0LM-0RGEL útbreiddustu hljóðfærin. Hljómfegurð þeirra, vandaður frágangur og traust bygging tryggir eigendum Lindholrns orgelanna fUllkomnUStu hljóðfærin sem nú er völ á. AUar hugsanlogar orgeltegundir útvegaðar beint frá verksmiðjuuni. Verðið er mjög sanngjarnt. Johann A. Bjarnasen. # * | Vikan sem leid. * Erlendar frjettir. FB. Rvík 14/3 1927. Frá Genf er símað: Franska setuliðið í Saarhjeraði fer að 3 mánuðum liðnum. í stað þess verður sett 800 manna gæslulið alþjóðlegt. Frá London er símað. Fyrri andstæðingar Kantonhersins 1 Kina sameinast honum nú óðfluga gegn andstæðingum frelsishreyfingar- innar. Frá London er símað: Ósam- lyndi eyk»t meðal Kantonmanna. Sumir aðhyllast ráðstjórnarskipulag á rússneska vísu, aðrir ekki. Um það stendur nú deilan. Innleudar frjettlr. Fjárhagsnefnd ber fram frumvarp um stofnun 7. veðdeildarflokks, sem nemi alt að 4 3/* milljón krónum, sem verja má til þess að kaupa veðdeildarbrjef og jarðræktar- brjef. Kaupverð brjefanna raiðast við gengi íslenskrar krónu á lán- tökudegi, þannig að ríkissjóður verði skaðlaus af káupunum. Stjörnarfrumvögp um viðauka við námulögin og um uppkvaðn ingu dómsúrskurða samþykt. Gísli Ólafsson hefir verið settur landsímastjóri. Rvik. 16/b 1927 Meirihluti allsherjarnefndar sam- þykkir að Hafnarfjörður verði sjerstakt kjördæmi. Stöðvun verð- gyldis íslenskra peninga, samþykt til fjárhagsnefndar annarar um- ræðu eftir miklar umræður. Undirbúningur undi brúarsmíði á Hvítá, hjá Ferjukoti, er hafha. Jónas Jónsson frá Hriflu ber fram frumvarp um kaup á flugvjel til póstflutninga. Skulu tilraunir hefj- ast á komandi sumri. Sviplegt slys. Þriðjudaginn 15. þ.m. reri m.b. „Bliki“ einskipa í netin. Austan- stormur og brim var mikið. Magn- ús Geirsson frá Stöðvarfirði há- seti á bátnum var á útleiðinni einn saman á þiljum uppi en aðrir hásetar niðri. Þegar draga skildi netin og menn kallaðir til verka var Magnúsar saknað. Var hans leitað um allan bátinn en fanst hvergi. Hafði maðurinn hrokkið útbyrðis á útleiðinni án þess að nokkur maður á skipinu yrði þess var. Magnús var tápmikill sjómað ur og vel gefinn. Er hans hjartan- lega saknað af eftirlifandi íjelög- um. Um það leyti sem blaðið var að fara í pressuna barst því sú íregn að annar maður hefði á laugardags morgun hrokkið út af m.b. Blika og drukknað. Var það Skagfirðing ur, Guðjón Guðjónsson að nafni. Flatningsvjelin. Gísli J. Johnsen hefir ný- verið fengið hingað til Eyja vjelarbákn mikið, sem knúið af raforku, fletur þosk. Er vjelin hugvitkamlega gerð og afkasta- mikil. — Fletur hún h. u. b. 1000 fiska á klukkustund og er verklag vjelarinnar óaðfinnanlegt og eins vel flattur fiskurinn og gert væri af manna höndum, nema ef betur væri. Er vjelin þeim kostum búin að hún umstillist á sama vetfangi og hún hefir gripið nýjan fisk, þannig að einu má gilda hvort stór eba smár fiskur er látin í vjelina, hún fletur hverja fiskstærð að jafnaði rjett og líta laust. Önnur vjel er von á að komi einnig fljótlega í notkun sem hausar fisKinn og er ráðgert. að hún nfkasti nálægt 1200 á klukku- stund. Skipakomur. „Brúarfoss" hið nýja skip Eim- skipafjelagsins kom hingað s.I. föstudag frá Kaupmarmahöfn. Er skipið stærra og vandaðra en hin fyrri skip Eimskipafjelagsins. Verð- ur skipið í förum milli Norðui- lands og útlanda, sömu áætlana ferðir og Goðafors hafðí áður. „Gullfoss" kom frá Reykjávík á fimtudaginn var. Meðal farþega Olafur Sigurðsson verslunarmaður og Theodór Fríðriksson rithöfund ur ö.fl. Alls voru milli 20—30 manns með skipinu hingað, ílestir í at- vinnuleit. „Fylla" kom hingað á föstu- dagsskveld og tók nokkta farþega sem beðið hafa hjer eftir ferð til Reykjavíkur. Meðal farþega voru þeir : V. S. Vilhjálmsson og Oddur Jónsson, Sandprýði. Athygli skal vakin á auglýsingu frk. Marg rjetar Komáðsdóttur hjer í blað ir:u. Frk. M. K. hefir undanfarin 6 ár dvalið erlendis og lengst af unnið á- 1. flokks saumastofum. Geta konur þær sem fylgjast vilja með tískunui því öruggar snúið sjer til hennar um kvehnfatasaum. Með s.s. Gullfoss kom hingað cand. med. chir. Rikharður Kiístmundsson. Verður hann aðstoðarlæknir hjeiaðslæknis um vertíðina. Viðtalslíini hjeraðsl. verður frá 5—7 e. m. um ventíð ina. A sunnud. 11- -12 og 1—2. Samvinna ogkaup- fjelagsstarfsemi. (Niðurl.) Fátækir bændur fengu nú sama verð fyrir sína mjólk sem stór bændur, í stað þess að áðar utðu þeir að láta hina stærri bændur fá hana fyrir því sem næst ekkert. Eitt af þeim öflugustu fjelögum Dana, 'reiatum á samvinnugrund- veili, er Bansk Andels Ægexpoi t, stofnað 1895. Þar royndust bætid- ur, húsmenn og- tómthúsmenn, fjelagitiu illa svo nærri lá að fje- lagið misti tr.áust sitt á enskum markaði. Það kom sem sje alloft fyrir að fjelagsmenn geymdu egg' sín frá aumrinu og fram á vetur, þar til eftirspurniu jókst og verðið hækkaði. Eggin geymdu þeir í ein- hverjum vökva or oft skehidi egg in svo þau urðu fúl og illa tij reika þá er til Englands kom. Af þessu fengu dönsk egg ilt orð á sig og gengu eigi út. Þá tóku Danir það ráð að skifta Eggjasölusambandinu niður í deild- ir. Hver deild nefir sitt númer og hver meðJimur i þeirri deild sjerstakt númer. Þessum-stimpli er þrýst á eggin og komi upp Skemdir í eggjunum er auðvelt að rekja ferilinu til þess seka sem fyr- ir fyrsta brot fær áminningu og fjárútlát en fyrir.ýLrekað biot, sje

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.