Eyjablaðið - 08.05.1927, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 08.05.1927, Blaðsíða 2
ETJIBLAÐH) Til minnis Ræjaifógef nsknfstofan er opin alla virka daga frá kl. 1 — 3. e. m. og frá 5V2—6^2 e. m. Bæjarstjóraskrifstofan alla virka daga frá kl. 1—2 e. m. og frá kl. 5—7 e.. m. Bæjargjaldkerinn við á sama tíma. Pósthúsið frá kl. 10—12 f. m og ,1—6 e. m. Bókasafnifi: Útlán: Sunnud. frá kl. 9V2—ll1/* e. m. Miðvd. frá kl. 5—7 e. m. Föstudaga frá kl. 7—8^/2 e. m. Lestrastofa safnsins er opin: Mánudaga frá kl. 7—10 e. m. Miðvikudaga frá kl. 0V2- 10 e. m. Föstudaga frá kl. 6*/2—1° e- m* Yiðtalstími hjeraðslæknis: Yirka daga frá kl. 1—3 og 5—7 e. m. Sunnud. 11—12 f. m.-og 1—2 e. m. Páll V. G. Kolka virka daga frá kl. 12V2—2 og 7—8 e. h. Sunnudaga 3—4 e. h. Leifur Sigfússon tannlæknir frá kl. 10— IIV2 f- m- og lVs—3Vae-m- alla virka daga. Útbú íslandsbanka: Alla virka daga frá kl. 11—12 f. m. og 1—3 e. m. Nýja samþyktin. Vjer höfðum heyrt um hina nýju samþykt bæjarstjórnarinnar. að nú skyldu allir hundar rjettdræpir eftir liðinn hæfilega laugan frest handa þeim til að — ganga i burtu. En oss grunaði samt, að eigi hefðu rjettu' hlutaðeigendur, sem sje hund arnir, verið spurðir álits í þessu máli, svo vjer fórum á fund eins þeirra og spurðum hann frjetta. Hittum vjer hann fyrir neðan Of- anleyti, hvar hann lallaði um, dillandi rófunni og sleikjandi sól- skynið, óafvitandi um örlög sín. Tókum vjer hann tali þegar í stað: „Hafið þjer heyrt um hina nýju samþykt bæjarstjórnarinnár?" spyrj um vjer. * „Nehhh!" svarar hann og dillar vingjarnlega rófunni framan í oss. „Já, nú kvað eiga að drepa alla hunda". „Sohhh!“ „Jú, þeir þykja óþarfir nú orðið“. „Núhhh!“ Oss virðist hann verða undrandi, en lætur samt ekki á neinu bera. „Þjer hafið samt þjónað hús- bónda jrðar dyggilega um dagana". „Júhhh, Júhhh!“ Það eru vinsamleg tilmæli mín, til allra þeirra gjaldenda í bæn- um, sem enn ekki hafa greift áfaliin bæjargjöld, að reyna eftir megni að gjöra skii á þeim nú um iokin1 Yil jeg sjeistaklega vekja athygli manna á því, að dráttarvextir, minst 3°/0, falla á fyrri helming þessa árs útsvara, 1. júní næstkomandi. Mönnum múnar því allmiklu að geta greitt í þossum mánuði og þar með losnað við vextina. Bæjargjaldkerinn í Vestmannaeyjum, 5. maí 1927. Halldór Guðjónsson. „Lagt yður í líma fyrir hann, þolað skapvonsku hans, farið hvert þangað sem hann hefir sigað yður og nagað að iaunurn bein þau, er hann hefir miskunsamlega kastað með molum til yðar“. „Jóhhh1“ „Og þjer hafið gætt húsa hans óg eigna, boðið gesti hans velkomna og rekið óþarfa aðsvífendur frá garði“. „ Júhhh!“ „En nú þarf húsbóndinn yðar ekki með lengur“. „Sohhh !“ „Nei, því hann hefir látið girða tún sítt með gaddavír og bygt háa steinveggí kring um hús sitt og lóð“. „Jáhhh!“ „ÞesB vegna megið þjer fara“. „Jáhhh!“ „En hann ætlar samt að vera miskunsamari við yður en aðra þjóna sína". „Núhhh!“ „Jú, hann ætlar að lofa yður að deyja". „Óhhh!“ „Eruð þjer ekki hamingjusam- ur?“ „Júhh! Júhh! — Vohh! Vohh! Vohh!-----------— Samtalió gat því miður eigi orð ið lengra því þrátt fyrir þær upp- lýsingar sem vjer höfðum gefið honum um miskun og manngæsku húsbóndans, gat hann eigi setið á sjer, er hann sá þjón nágrannans, gráan hest, troða tún hans og eign arrjett og virða lög að vettugi, en hljóp til og úthelti úr mæli reiði sinnar yfir þeim órjetti er hann varð sjónarvottur að. Vjer stóðum þvi einir eftir, undr- andi yfir þessum dygga og dauð- vona þjóni mannsins, lutum höfði í lotningu og fórum leiðar vorrar. Fis. Athygli almennings er vakin á auglýsingu Sjúkrasamlagsins. Óskandi að sem flestir styðji það fyrirtæki, því að það mun þurfa allra sinna muna við í fyrstu byrjun. Allmargir lof- uðu samlaginu fjárstyik í einhverri mynd á vertíðinni. Vonandi muna menn það enn, þó komið sje að lokum. Hallgrimur Jónasson kenn- ari verður gjaldkeri samlagsins, og til hans er best að snúa sjer með alt er viðkemur viðskiftum við samlagið. P. B. Messað kl. 2. V * * | Vikan sem leið. | Erlendar frjettir. FB. 3. maí 1927. Vatnavextír í Ba ndaríkjunum. Ceysilegir vatnavextir hafa kom- ið J Missisippidal í Bandaríkjunum 320 manns hafa farist., 60 þúsund hafa ^rðið heimilislausir. Bænum New Orleans var bjarg- að með flóðgarðsþrengingum. Verkbönn. Frá London er símað að Bald- vin leggi til, að verkbönn verði lýst ólögleg jafnt verkföllum. Gerðardómur ■ vinnudeilum. Frá Osló er simað að þingið hafi samþykl: r.ð lögbjóða gerðar- dóm í vinnudeilum. Innlendar frjettir. Kosningasigur. Á Sigfufirði fór fram kosning á einum manni 1 bæjarstjórn. Fór kosningin svo að listi verkamanna hlaut 199 atkv. en andstæðinga- listinn 145 atkv. Frá Alþingi. Frumvarpinu um sauðfjárböðun hefir verið vísaó til stjórnarinnar. Fjárveitinganefnd efri deildar vill lækka útgjöldin um 34 þúsund krónur. Bæjarstjórnarfundur var haldinn föst.udaginn 29. apríl í K. F. U. M.-húsinu. Fór mest.ur fundartíminn i að bera upp og samþykkja byggingarsamþykt fyrir bæinn. I byggingarsamþykt þessari eru ákvæði um að eigi megi byggja HISTl. Kjöt og Iíæfa niðursoðið. Epli blóðrauð, Cílóaldin (Appelsínur), Bjúg'aldín (Bananar „Jamica") Fikjur og Díiðlur. Brjóstsykur, Tijggur (Kai emellui) og JJIilska (Súkkulaði) fl' teg. Yindlingar og Vindlar í smákössum. Maltöl, Pilsner og Citron. Kex og Kökr ur í miklu og ódýru úrvali. Egg stór, glæný á 22 aura.. Versl. BOSTON- ný hús án þess að áður sje lagð- ur fram uppdráttur af húsinu og sje þess gætt að húsið sjo þannig fyrirhugað að fuilnægi öllum kröf- um byggingarsamþyktarirmar, sem eru ærið margar og ítarlegar. Að smíði húsa lokinni, verður bygging- anefnd að athuga hvort, húsib full- nægi öllum kröfum samþyktarinn- av, og má því aðeins flytja í hús- ið, að svo sje. Verður byggingar- samþyktin gefin út sjerprent.uð, svo að þeir sem hús byggja geti hagað sjer eftir henni. . Á þessuin fimdi var og samþykt reglugetð um húsdýrahald. I sam- Þykt þeirri er hundahald í Vest- mannaeyjum algjöilega bannað. Hænsni verða að vera í öruggri geymslu frá 15. júní til 15. sept. Reglugerðin gengur í gildi 15. maí næstkomandi. Til Stokksoyrai' fara um lokin þeir formennirn- ir Þórður Jónsson á Bergi og Vig- fús Sigurðsson, með báta sína og taka fólk og flutning. i

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.