Samtíðin - 01.07.1942, Side 9

Samtíðin - 01.07.1942, Side 9
SAMTEÐIN 5 um. Var þar sluðzl við þýzkar heim- ildir. Röksemdafærslan í greininni var á þessa leið: Nazistar álíta, að .,mislitar“ þjóðir séu ekki menn með mönnum. Þeir hafa alltaf talið Jap- ana erkióvin sinn meðal „mislitra“ þjóða. Nazistar lita svo á, að Japanar mundu verða forustumenn í væntan- legri uppreisn „mislitra" þjóða, gegn hvítiun þjóðum. IJitler er staðráðinn í þvi, að afmá Japana rækilegar en nokkra aðra þjóð, og skiptir í þessu sambandi engu máli, þótt Japanar séu nú sem stendur í bandalagi við hann. Hinar þýzku heimildir, sem fyrrnefnd grein hyggist á, leiddu í ljós, að Hitler mun ekki hlífast við að nota eiturgas og hakleríuhernað í eyðingarstyrjö 1 d gegn hinum sífjölg- andi gulu íbúum Asíu. SPINIvS: — Eins og nú standa sak- ir, tala Þjóðverjar vel um Japana, en mér er það í fersku minni, að þegar ég átti heima í Tokío, bar mikið á fyrirlitningu Þjóðverja í þeirra garð. I svipinn er slíku vitanlega ekki á loft haldið. En margir Japanar kvört- uðu fyrrum við mig undan ágengni þýzkra manna, húsettra i Japan, og' áróðursstarfsemi þeirra. Þjóðverjar litu þá niður á Japana, sakir þess að þeir eru elcki aríar og töldu þá hættu- lega, vegna þess að þeir eru hæði skynugir menn, áhugasamir og kunna 'neð afbrigðum vel að húa sig undir styrjöld. WALSH: — Hvernig álitið þér, að Pessi nýja styrjöld i Austurvegi komi ueim við áform Hitlers um að ganga milli hols og höfuðs Japönum? SPINKS: — 1 fjrrsta lagi binda •fupanar allmikinn herstyrk Banda- ríkjamanna á Kyrrahafi og auk þess festa þeir nokkurn lierstyrk Breta og bandamanna þeirra i Asíu. En Asíu- styrjöldin er Hitler einnig kærkomin frá öðru sjónarmiði. Ef Japanar ynnu sigur, myndu þeir að stríðslokum verða svo aðfram komnir, að Þjóð- verjum yrði þá auðvelt að ráða niður- lögum þeirra, er til hinna miklu landaskipta kæmi um gervallan heim. (lír Spotlight on Asia). -í HÁLFT níunda ár hefur Samtíðin flutt 1 íslendingum úrvalsgreinar úr nál. 200 erlendum tímaritum, en auk Jjess fjölda ritgerða eftir ýmsa ritfærustu menn hér á landi. Þá hafa birzt í ritinu um 10 0 snjallar smásögur, fjöldi af ævi- ágripum merkra nútímamanna með mynd- um, bókafregnir og urmull af bráðfyndn- um skrítlum og skopsögum. Enn fremur hafa birzt hér viðtöl við nál. 70 menn um merkileg málefni á flestum sviðum. Gerizt áskrifendur strax í dag. EGAR mjólk súrnar, breytist mj ólkursykurinn að nokkru leyti í mjólkursýru. Súrmjólk hefur sérstaka kosti fyrir gamalt fólk og aðra, er þjást af meltingarkvillum. Mysuostur er auðugur af mjólkur- sykri. Það, ásamt eggjahvítuefni og söltum þeim, er hann inniheldur, gerir hann að ágætri fæðutegund, ekki sizt fyrir börn og unglinga. Sölt mjólkurinnar eru i mjög réttum hlutföllum innbyrðis, en einkum er hún þó rík af kalki. Fæða vor er þvi miður oft kalklítil nú á dögum. Ilinn mikli kalkskortur fæðunnar getur orðið afdrifaríkur einkum fyr- ir börn, unglinga og konur. En góð nýmjólk hætir liann upp að verulegu leyti. Dr. A. Tanberg.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.