Samtíðin - 01.07.1942, Síða 10

Samtíðin - 01.07.1942, Síða 10
6 SAMTÍÐIN RUDOLFNILSEN; N ÚMER 13 RUDOLF NILSEN var verkamannssonur í Osló, fæddur 1901. Fyrsta ljóðabók lians „P& stengrunn" kom út 1925. Hún vakti mikla eftirtekt, og Rudolf Nilsen var þegar talinn einn efnilegastur ungra ljóðskálda í Noregi. Árið eftir kom næsta bók hans, „Pá gen- syn“. Hann fékk rithöfuiidarlaun, og það gerði honum fært að ráð- ast í ferðalag til útlanda. Rudolf Nilsen kom aldrei aftur úr þeirri ferð. Hann dó úr tær- ingu í París árið 1928, tuttugu og sjö ára gamall. — Þ ý ð. Spurðir þú um 13? ójú, það er skammt hér frá, þetta gamla, góða hús. Þú gengur lengra, og þá sérðu steinhús, stórt og grátt, sem stendur 13 á. f okkar götu er það stærst. En öll er borgin rík af gömlum húsum, gáðu að, hver gata á einhver slík. Nei, þetta er kannske allra elzt, þó önnur finnist lík. Þau eru í hverjum bæ og borg og bera sama keim, grá og snauð. Það væri vont, ef vöntun yrði á þeim. Þau eru ætluð fyrir fátækt fólk um allan heim. Og talan 13 ólán er, sem eltir leigjandann. Því kennir Gvendur gamli um, ef gigtin þjáir hann og hóstinn espast. Allrahanda óhöpp kvelja mann! f frakkaræfli ráfar hann í rúmið, fauskurinn, og bölvar hljóðlátt hjallinum í hundraðasta sinn. En það eru aðeins elliglöp og óráð hálfpartinn. Og það er bara sjálfs hans sök, að svona um hann fer. Á gamalhæli á góðum stað hann gat víst unað sér. En þaðan strauk hann, þetta skar, og því er hann aftur hér. Oft ber við, að einhver deyr, en engum blöskrar það, því lítið er um ljós og mat og loft á svona stað. En fólk, það deyr nú víðar en hjá okkur. Eða hvað? En samt er Númer 13 okkar gamli, góði bær. í rökkri er það reisilegt, og rauðum bjarma slær frá gluggarúðum mörgum, mörgum. Myrkrið þokast fjær. Þá verður gamla húsið höll, svo hátíðlegt og frítt. í ljósbirtunni er það eins og allt sé fætt á nýtt. Þá gleymist þreytan góða stund, og geðið verður hlýtt. í vikulokin kemur Kristján kenndur heim til sín. Hann ekur kolum, mokar, mokar meðan sólin skín, alla daga, og eitthvað verður afgangs fyrir vín. En Kristján, hann á krakkahóp, og köld er tilveran. Yngsti króginn! Sorgleg sjón, að sjá hann nýfæddan, þennan vesling, veikan, magran, verri en hálfdauðan.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.