Samtíðin - 01.07.1942, Qupperneq 11

Samtíðin - 01.07.1942, Qupperneq 11
SAMTÍÐIN 7 Til sjós var lífið eitth.vað annað, eins og vera bar. Og ævintýrin heilluðu á höfnum hér og þar. Þá kúrði hann ekki kámugur við kolastíurnar. Fiðluna hann finnur. Hún er festarkona hans. Hann leikur gamlan sjómannssöng um sólskin, ást og dans. Þá gleymir Kristján krökkunum, sem kyrja öll í fans. Hann gleymir einnig ólínu, sem uppi á lofti hýr. Hún er vön að vita um allt, sem veikri hlið út snýr. Því hún er næstum syndlaus sjálf. Og sú er ekki hýr. Nú man hann glöggt hvern glaðan dag. Þá gerðist ekki fátt. Nú man hann hafið, heiðrík kvöld og himinhvolfið blátt. Svo dró upp bliku, dimmdi að, og dagsljósið varð grátt. Hann grefur upp sín gömlu lög og grætur svolítið. Og Ólína, hún áttar sig, því enn þá ber það við, að henni sjálfri sýnist lífið svona gullroðið. En Kristjáns forna fiðluleik ljá fáir eyru sín. Það getur margur gripið lag á gítar, mandólín eða dragspil, ef þeir bragða ódýrt brennivín. í potti sýður svínslær eða síldin, ný og góð. En bráðlát una börnin sér við barsmíð, ærsl og hljóð. Á kvöldin ómar alls staðar það eina, sama ljóð. Já, Númer 13 á sér óð, sem alltaf verður nýr. Fram á nótt er næsta kátt, en niðri fyrir býr vissan um, að alltsaman með afturbirtu flýr. Svo slokkna ljósin, eitt og eitt. Og allir sofa rótt. Þá gleymist þreyta, gremja, von og gleði. Allt er hljótt. Yfir auðum götum grúfir grá og þögul nótt. í porti er stundum stefnumót, upp stiga læðzt á tá. Veslings Hanna, hún er fríð, en heldur aurafá, því vikulaun í verksmiðjunni verða sjaldan há. ★ En einhver vakir! Ungir menn, sem aðeins næði þrá. Þeir fletta blöðum fram á nótt og finna hugsjón þá, sem frelsisvinir allra alda orð til sigurs ljá. Morgunbirtan dauðadæmir draumsins þagnarmál um bjarta veröld, brauð og réttarbót, sem ekki er tál, þar sem enginn færir fjötra á frelsi þitt né sál. Vaktu, lærðu! Heitur harmur hjörtun ungu sker. Sæktu áfram! Eitt sinn þig að áfanganum ber. Það er landið, þar sem Númer 13 ekki er. Oddný Guðmundsdóttir þýddi.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.