Samtíðin - 01.07.1942, Síða 15
SAMTlÐIN
11
ESTER RIWKIN:
R ö k
FYRIR UTAN gráleitar glugga-
í'úður kaffihússins sáust skugg-
ar, sem liðu upp í loftið og hurfu.
Jæja, er liann kominn aftur?
— Já, það er langt síðan.
— Hvað starfar hann núna?
— Það veit enginn.
Tómas Hall liorfði forviða á æða-
berar liendurnar á sér og hlustaði
agndofa á samlalið, sem fór fram við
næsta horð. Tóbaksreykurinn leið
upp i loftið, þar sem lýsandi hnettir
snerust og helltu geislaflóði sínu vfir
auðn liins yfirfyllta veitingasals.
Samtalið við nágrannaborðið harst
aftur að evrum Tómasar Hall gegn-
um glamrið í bolluni, diskum og
bökkum.
Hann býr einhvers staðar við
Bellmansgötuna.......
— Það var vist orðið fullkomið
hneyksli, láður en Johnny Asker fór . .
Hávær og ósvífnisleg rödd ókunn-
ugs manns vogaði sér að nefna þetta
nafn, sem rélt aðeins mátti hvisla
nieð sársauka og gremju. Tómas Hall
varð gripinn dulinni heift, stóð upp
og fór. Johnny Asker var þá kominn
aftur ....
Tómas Hall liafði i fyrsta sinn
heyrt nafn hans af vörum konu sinn-
ar. Einn góðan veðurdag hafði hún
tekið hlíðlega í hönd honum og sagt:
- Ég elska hann. Þegar liún sagði
elska, haí'ði hún misst valdið á rödd
99. saga Samtíðarinnar
k u r
sinni. Ilún fyrirvarð sig fyrir að
nefna þetta orð. Það var allt of við-
lcvæmt og hversdagslegt í sambandi
við jafn alvarleg reikningsskil og hér
var um að ræða. Augu Dísu, sem
voru fagurblá í dagsbirtu, dökknuðu
og stækkuðu, er kvelda tók. Augun
lágu djúpt, en :á kvöldin virtust þau
sökkva enn dýpra. Hún hélt í hönd
hans. Hið þunna, svarla hár hans
lafði niður á enni, rétt eins og það
væri volt af regni. Hinn granni lik-
ami hennar var fjaðurmagnaður, og
munnúrinn, sem oft var opinn, var
nú samanbitinn og har vott uin beiska
alvöru.
— Þú verður að gera þér það ljóst,
Tómas, hve mikils ég met þig, og hve
örðugt ég á með að segja nokkuð,
sem særir þig. Mér þykir óendanlega
vænt um þig og vil þér að öllu leyti
vel, en hugur minn er allur hjá hon-
um. Það er óhugsandi, að ég geti
verið hjá þér og látið þig bera mig á
örmum þér, þegar ég elska hann. Ég
get ekki kysst þig með mynd annars
manns fyrir hugskotssjónum mér. Ef
til vill verð ég óhamingjusöm, en
liann seiðir mig til sín með ómót-
stæðilegu afli. Þú verður að reyna
að skilja þetta, Tómas. Þú getur reitt
þig á, að ég gleymi aldrei góðvild
þinni.
— Ég skil, muldraði Tómas og
botnaði ekki neitt í neinu.
Hann reikaði út á götu, ráfaði þar