Samtíðin - 01.07.1942, Page 16
12
SAMTÍÐIN
alla nóttina og leitaði sér iiælis í ein-
veru næturinnar. Hann. muldraði
fyrir munni sér: Ég skil og revndi
að gera sér grein fyrir bvi, sem var
á seyði. Skynsamleg orS eru vilurleg,
þangað til þau eru orðin annað og
meira en orðin tóm — eru orðin að
veruleika. Hve oft liöfðu þau ekki
sagt hvort við annað: — Alltaf skul-
um við vera hreinskilin hvort við
annað. Aldrei skulum við dylja neitt
hvort fyrir öðru. Engin leyndarmál
skulu sundra hjónabandi okkar. Hún
hafði horft á hann djúpum, hrein-
skilnum augum, og anidlit iiennar
liafði ljómað af gleðihrosi. Hún hafði
tekið í hönd hans og sagt: — Aldrei
skulum við dylja neitt hvort fyrir
öðru, ekki nokkurn skapaðan hlut.
Og hak við þessi ummæli kenndi
hann yls og ástar. Þau héldu hæði,
að hægt væri að vísa allri óhamingju
á bug með því að vera hreinskilin
hvort við annað.
Disa var hreinskilin; hún sagði: —
Ég elska hann. En hvað gagnar hrein-
skilni og (>1I fyrirheit og skýringar,
þegar menn vilja ekki láta sér skilj-
ast það, sem kemur þeim illa. Það
var að honum komið að hljóða há-
stöfum og fleygja sér lil jarðar. En
hér fannst engin jörð, sem hægt væi'i
að grafa fingrunum niður í, liér var
ekkert annað en herir gangstéttar-
steinar .... Enginn maður fleygir
sér niður á gangstétt, og enginn mað-
ur æpir á götum bæjarins um hiá-
nótt ....
Dísa var horfin. Hann var ringlað-
ur, en reyndi engu að síður að festa
hugánn við endurminningarnar og
leitaði að skýringu, rétt eins og slíkt
gæli linað þjáningar hans. Hann leit-
aði fótfestu sér til huggunar ....
Svo góður félagi var hún, að hún
hafði í fullu trausti trúað honum fyr-
ir leyndarmáli sínu.------Og hann
var það góður vinur hennar, að hann
tók á sig ok ógæfunnar, lil þess að
liún vrði hamingjusöm.
EINU ÁRI seinna fékk hann bréf,
nokkrar línur rélt til mála-
mynda. Þar stóð: — Mig tekur sárt
að þurfa að tilkynna yður.-
Þessu fylgdu bréf, sem Dísa liafði
látið eftir sig. Eilt þeirra var til hans.
Þar stóð þetta:
— Tómas, vinur minn.
Þegar ])ú lest þetta bréf, verð ég
dáin. Ég hefði ekki átt að grí])a til
þessa óyndisúrræðis, en líf mitt er of
sundrað, til þess að ég megni að ná
mér aftur. Mér hefur alltaf verið það
ljóst, hve mikið ég missti, þegar leið-
ir okkar skildust. Ég vissi það þá
þegar. En við mennirnir ráðum svo
litið yfir breytni okkar. Skvnsemi
okkar og framsýni mega sin lítils og
eru gagnslitlar. Ég yfirgaf þig ekki
af fúsum vilja ogekki heldur aðáeggj-
an neins annars, lieldur fór ég frá
þér, af því að ég gat ekki annað.
Hann hefur yfirgefið mig í fullri vin-
semd, af þeirri orsök, að lionum er
sama um mig. Ef ég hefði ekki stað-
ið uppi með tvær hendur tómar og
verið alger einstæðingur, mundi ég
hafa spurt þig, hvort þú vildir taka
við mér aftur eftir það, sem á undan
var gengið. En ég sé ekki ástæðu til
að iðrast neins, því að ég var knúin
áfram af yfirnáttúrlegum krafti. Eg
gel ekki heðið þig að taka mig í sátt,