Samtíðin - 01.07.1942, Page 20

Samtíðin - 01.07.1942, Page 20
16 SAMTÍÐIN Orðið stökur er oft haft sem fyrir- sögn á fleiri eða færri vísum, sem eru um sama efni og mynda eina heild. Þetta er varla rétt. Nafnið staka hend- ir til þess, að það sé átt við eina sér- staka vísu, sem liafi tæmt það efni, sem hún fjallaði um, sbr. að kasta fram stöku. Stökur geta einungis þær vísur heilið, að mínu áliti, sem hver um sig er sjálfslæð, en alls ekki í sambandi við næstu vísu. Að skjalla er það nefnt, þegar ein- liver er ausinn lofi umfram verðleika. Mér þykir líklegt, að þelta sé komið af nafninu ó bimnu þeirri, sem um- lykur eggið, næst skurninni. Það er því tilgangurinn að gera þann, sem skjallaður er, hvítari en liann í raun og veru er. Það er: færa hann í livít- an hjúp sakleysis eða yfirburða. Þetta er æði svipað því að gylla ódýran málm. Að möndla við eitthvað segja menn. Réttara væri líklega að segja, að möndla eitthvað. Þetta er sagt, þegar menn eru við einhverja dútlvinnu eða fitl, sem þarf nákvæmni og er sein- uiinið. Að möndla hlýtur að merkja það, að setja möndul eða öxul í eitt- Iivað, við skulum nefna t. d. hverfi- stein. Það þarf einmitt afar milda ná- kvæmni við að setja möndul í stein. Sérstaklega er þetta seinlegt, ef gatið hefur verið höggvið skakkt á steininn í fyrstu. Það er ekki hægt að kalla stein sæmilega möndlaðan, nema því aðeins, að á lionum sé hvorki hliðar- kast né randkast. Það er ekkert á- hlaupaverk að möndla. Að reisa sér hurðarás um öxl er það kallað, þegar einhver tekur sér það fyrir hendur, sem hann er ekki fær um að framkvæma. Það mun flestum finnast, að málsháttur þessi missi marks. Nú hefur mér dottið í lmg að selja b í stað h og segja: að reisa sér hurðarás um öxl. Þegar þessi breyting liefur farið fram, þá virðist mér málshátturinn fyllilega ná lil- gang'i sínum, og vil ég nú reyna að færa rök fyrir þessu. Það er alkunna, að mjó Iré liafa verið kölluð ásar frá fornu fari. Ásar þessir eru mjög hentugir til smíða og flutnings. Það má nærri gela, að oft hafa menn borið þessa ása á öxluín sér úr skógi til skips eða heimila sinna, og oft hefur einn maður borið hina léttari ása. Hugsum okkur t. d. alla þá viðarflutninga, sem áttu sér stað, frá Noregi til íslands, á land- námstíð. Þá hefur margur borið ás á öxl. Kappið liefur þá stundum verið fulhnikið og mörgum orðið ásinn um megn þannig, að maðurinn hefur lyft öðrum enda ássins upp á öxlina og ætlað svo að ganga undir ásinn og lála liann vega salt á öxlinni, en ekki Iiaft bolmagn lil þess að lyfta honum öllum frá jörðu. Maðurinn hefur þá tekið sér ofmikið fyrir hendur og sannarlega reist sér burðarás um öxl. Engan vafa tel ég á því, að þetta stafi af latmæli, því að allir gela fundið það, að það er dálítið erfiðara að segja burðarás en hurðarás vegna þess, að h er varastafur, en li ekki. Skólavörðustíg 10, Rvík. Sími 1944, Pósthólf 843.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.