Samtíðin - 01.07.1942, Side 30
26
SAMTÍÐIN
Þarfleg bók
ENDA ÞÓTT við Islendingar sé-
um að tiltölu við stærð og út-
gáfumegin þjóðarinnar sízt eftirbót-
ar annarra þjóða i i)óka-, blaða- og
tímaritaútgáfu, skortir mjög á, að
við liöfum afkastað jafnmiklu og
ýmsar aðrar menningarþjóðir, að
])ví er snertir útgáfu ýmiss konar
fræðibóka og iiytsamlegra hand-
bóka. Varla er nokkurt það menn-
ingarsvið, sem fræðimenn sumra
annarra þjóða liafa látið ókannað, og
í svo að segja öllum efnum hafa þeir
samið geysinytsamlegar handbækur
með óhemjumiklum fróðleik, sem
oft hefur verið sóttur inn í leyndustu
fylgsni skjala-, bóka- og handrita-
safna og afhentur almenningi til
fróðleiks og menntunar. Bera hin
niargháltuðu erlendu fræðirit oft
vott um óhemjumikla elju og dugnað
fræðimannanna.
Þó að sitthvað nytsamt hafi verið
leyst af hendi í íslenzkum fræðirann-
sóknum á liðnum árum, er þar furðu
margt ógert enn. Hvarvetna blasa við
ókönnuð svið, heil ónumin lönd, og
að því er snertir nytsamlegar hand-
bækur, er hér ekki um auðugan garð
að gresja. En þeini mun meira ber að
fagna þvi, ef úl kemur góð íslenzk
fræðibók, þar sem höfundur leitast
við að gera hreint fyrir sínum dyr-
um á einhverju sviði.
Nú hefur Guðmundur kennari Da-
víðsson, sem um skeið var umsjónar-
maður Þjóðgarðs okkar á Þingvöll-
um, látið frá sér fara merkilega bók,
sem segja má, að beðið hafi verið eft-
Dömufrakkar
ávallt fyrirliggjandi
Guðm. Guðmundsson
klæðskeri
Kirkjuhvoli. Sími 2796
Reykjavík
Skipasmíðastöð
Reykjavíkur
Magnús Guðnumdsson
Sími 1076 og 4076.
Allt efrii
til skipasmíða
fyrirliggjandi.