Samtíðin - 01.10.1950, Qupperneq 7

Samtíðin - 01.10.1950, Qupperneq 7
SAMTiÐIN Október 1950_Nr. 166__17. árg., 8. hefti SAMTÍÐIN kemur mánaðarlega, nema í janúar og ágúst. Árgjaldið er 25 kr. og greið- ist lyrirfram. Áskrilt getur byrjað hvenjjr sem er. Úrsögn er bundin við áramót. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður Skúlason magister, simi 252G, pósthólf 75. Áskrillar- gjöldum veitt móltaka í verziuninni Bmkur & ritföng hf., Austurstræti 1 og Bókabúð Austurbæjar, Laugaveg 34. — Prentuð í Félagsprentsmiðjunni hf. ÞETTA 5EGJA BRETAR JJVAÐ HEFUR einna mest verið talað um á íslandi að undanförnu? Dýrtíð og vöruskort, munu ýmsir svara. Hver er nærtækasta skýringin á vöruskortinum, skýring, sem allir koma auga á og enginn kinokar sér við að viðurkenna? G j a 1 d- eyrisleysi. Hér í tímaritinu hefur verið margbent á þá staðreynd, hve gjald- eyrislindir þær, sem við höfum komizt upp á lag með að nytja, séu tilfinnanlega fábreyttar og stopular. Reyndar er full- mikið að tala um þær í fleirtölu. Raun- verulega er hér vart nema um eina gjald- eyrislind að ræða: sjávarafurðirnar. Við eigum að leggjast öll á eitt og gera Island að ferðamannalandi. Við eigum að reisa hér fullkomin gistihús, er svari kröf- um tímans jafnvel og millilandaflugvélar íslenzku flugfélaganna og „Gullfoss“ Eim- skipafélags íslands. Ef það borgar sig ekki að reisa hér gistihús, sem hægt er að bjóða erlendum ferðamönnum gistingu í, verður að skapa slíkum stofnunum betri tilveruskilyrði en nú eru fyrir hendi. Hér í ritinu hefur oft verið bent á, hví- líka áherzlu grannþjóðir okkar á Norður- löndum leggja á það að beina til sín er- lendum ferðamannastraumi í því skyni að afla sér erlends gjaldeyris. Nú skulum við athuga, hvað Bretinn segir fyrir sitt leyti um það mikla hagsmunamál. í for- ustugrein Lundúnablaðsins D a i 1 y G r a p h i c gat að lesa dag nokkurn sl. sumar: „Opnum Bretland fyrir Bandaríkja- mönnum. Við sklum h æ 11 a að óska sjálfum okkur til hamingju með það, að fáeinir Bandaríkjamenn heimsækja okkur — og gera nú verulega gangskör að því að vekja áhuga fleiri þeirra fyrir Bretlandsferðum. Um það bil 100.000 A m- eríkumenn heimsóttu Bretland síð- astliðið ár. Það nemur þriðjungs aukningu frá því 1948, en það er hins vegar 3.000 amerískum gestum færra en árið 1937 og 17.000 færra en árið 1930. Þetta táknar, að árið 1949 áleit aðeins einn Bandaríkjamaður af hverjum 1.500 það b o r g a s i g að eyða sumarleyfi sínu í Bretlandi. Pyrir tuttugu árum kom einn af hverjum 1.050 hingað til lands. Sterlingspundið var verfellt s í ð a s t- 1 i ð ið á r. Það táknar, að nú er tiltölu- lega ódýrara fyrir þegna Bandaríkja Norð- ur-Ameríku að heimsækja Bretland en að taka sér sumarleyfisferð á hendur innan lands, auk þess sem Bretlandsförin er nú ódýrari en áður var. Af þessum ástæðum ætti okkur að vera í lófa lagið að laða hingað jafnmarga Bandaríkjamenn og 1930, eða sem svarar 150.000 á ári. Við eigum von á fleiri í ár en í fyrra, en það er óvíst, að þeir verði svona margir. Hvers vegna? Þeirri spurningu verðum við að svara í stað þess að segja sem svo, að nú sé allt í bezta lagi með ferðamannastraum- inn, sem færir okkur dollara í þjóðarbúið. Margir brezkir bílaeigendur hafa hætt við að fara í sumarleyfinu til meginlands Evrópu, síðan benzín varð hér frjálst. Þeir vita sem er, að það er hvergi meiri náttúrufegurð til en á brezku eyjunum. Auglýsum við það nægilega vestan hafs? Nokkrar hvimleiðar hömlur hafa verið af- numdar hér í landi, en aðrar eru e n n í g i 1 d i, líklegar til þess að eyðileggja á-

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.