Samtíðin - 01.10.1950, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.10.1950, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN Þegar börn hennar, þau Tyrone lávarður og frú Riverton, komu inn i stofuna, mælti hún: „Það er nokkuð ákaflega mikil- vægt, sem ég verð að segja ykkur, börnin mín, áður en ég dey.“ „En elsku mamma,“ kallaði frú Riverton alveg undrandi, „þú, sem ert svo ágætlega frísk. Hvers vegna ertu núna að tala um að fara að deyja?!“ „Við, sem ætlum að fara að halda afmælisveizlu“, sagði Tyrone lávarð- ur hlæjandi, „og þú átt áreiðanlega eftir að lifa marga al'mælisdaga enn. Nógur er nú tíminn til að tala um alvarleg málefni. En i dag lang- ar okkur til að vera glöð og kát.“ Síðan sagði hún þeim hina furðu- legu sögu, sem hún hafði sagt syst- ur sinni, daginn eftir að andi Ty- rones lávarðar hafði birzt henni fyr- ir mörgum árum. Þegar hún hafði lokið sögunm, bætti hún við: „Ég var rétt í þessu að fræðast um það eftir öruggum heimildum, að ég sé 47 ára í dag, og ég veit, að ég er í þann veginn að deyja. Ég dey samt sem áður án þess að bera nokkurn kvíðboga fyrir komu dauð- ans, þar eð ég er vcrnduð af hinum heilögu fyrirmælum kristinnar trú- ar og slyrkt af fyrirheitum hennar. Þegar ég er skilin við, vil ég biðja ykkur þess, börnin mín, að þið leys- ið þennan svarta horða og skoðið ein — og engir aðrir — úlnliðinn á mér, áður en ég verð lögð i gröf- ina.“ Þau kysstu hana og grétu beisk- lega, en þeim var algerlega varnað máls. „Farið þið nú frá mér, börnin mín. Ég vil fá að vera einsömul, til þess að ég geti öðlazt fullkomna ró.“ Þau fóru út úr stofunni og voru að hugsa um að senda eftir lækni til þess að leita ráða hjá honum við- víkjandi því, hvað þau gætu gert fyrir hana. Þegar þau komu til hennar nokkru seinna, sáu þau, að hún var skilin við. Frú Riverton kraup við dánarheð móður sinnar og losaði með titrandi höndum um svarta horðann. Kom þá í ljós, að allar taugar á úlnlið hinnar látnu voru visnar og allar sinar herptar saman. Það var eins og hvor- ar tveggja hefðu misst allt líf fyr- ir löngu. Erkibiskupinn, vinur hennar, lét greftra hana í dómkirkju hins heil- aga Patreks í Dyflinni, og þar hvíla jarðneskar leifar hennar síðan. E N D I R Kona nokkur var að enda við að segja manni sínum, að hún œtti von á nokkrum gestum, pegar hann rauk til og faldi allar regnhlífar á heimilinu vel og vandlega. „Hvað gengur að pér?“ spurði konan. „Þú heldur pó ekki, að gest- irnir fari að stela regnhlífunum frá okkur?“ „Nei, en ég er hrœddur um, að peir kunni að pekkja pœr.“ ÓSKAR SÓLBERGS feldskurðarmeistari. Laugavegi 3. — Simi 7413. Alls konar loðskinnavinna.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.