Samtíðin - 01.03.1955, Síða 11

Samtíðin - 01.03.1955, Síða 11
SAMTÍÐIN 7 sameiginleg áhugamál, að þau nægi sem menningarlegur grundvöllur í hjónabandi okkar? 10. Fellur mér svo vel við fjöl- skyldu lians, að ég geti þolað hana? Ef ég get það nú ekki, hef ég þá nokkra vissu fyrir, að ég verði ekki neydd til að vera samvistum við hana? Þér kunna að finnast sumar þessar spurningar broslegar og næsta ótímabærar. En hugsaðu þig betur um, áður en þú virðir þær að vettugi. Það er alltaf nytsamlegt að hugsa um sjálfa sig og aðra. Maður verður vitrari á því. Sú kona, sem lætur alltaf tilfinningarnar ráða gjörðum sínum, á sér ef til vill auð- ugra líf fjrrir bragðið. En það sakar aldrei að láta dálitið af skynsemi vera með í ráðum. Hún getur komið í veg fyrir mörg óhöpp, mundu það. ★ Athugaðu vel, hvaða litir klæða þig bezt Blátt er sá litur, sem auðveldast er að klæðast. Taktu eftir, hve marg- ir einkennisbúningar eru bláir (sennilega þó ekki af því að þeir fara bezt!). Taklu einnig eftir því, að blátt klæðir flesta vel. Af bláum litum, sem eru til i mörgum blæ- brigðum, er öruggt, að stálblátt og dökkblátt klæðir okkur vel. Næst bláu er brúnt sá litur, sem Vel klædd kona kaupir hattana hjá okkur. HATTAVERZLUN ÍSAFOLDAR H.F. Bára Sigurjónsdóttir, Austurstræti 14. Sími 5222. flestum fer vel. Langflestar konur geta fundið brúnan lit, sem fer þeim ágætlega, en litaval er sannarlega hvergi nærri fyrirhafnarlaust. Við verðum að þreifa okkur lengi áfram í þeim efnum. Það er algild regla, að dökkhærðar konur eiga að velja sér millibrúnán lit, en forðast ljós- brúnt, sem er allt of áþekkt litar- iiætti þeirra. Þær mega ekki held- ur velja sér allt of dökkbrúnan lit, sem gerir það að verkum, að þær sýnast óhreinar i framan. Svipuðu máli gegnir um grænt. Svart er vinur allra kvenna, ef ekki er farið út í öfgar i vali þess litar. Svart lætur mann sýnast eldri en maður er, nema áhrif hans séu rofin með öðrum sterkum lit eða hvítu uppi undir andlitinu. Svartur litur missir aldrei marks og er aldr- ei hjákátlegur. Hann gerir það að verkum, að við sýnumst grennri, ef ekki er um gljáandi efni að ræða eða það er alsett „paléttum“. En svart getur verið leiðinlegt og ömur- legt, ef liturinn er notaður alveg skefjalaust. Rauður litur krefst mikils. Ætlir þú að velja hann með öruggum árangri, verður þú að vera gædd mjög öruggum litarsmekk. Þú skalt ekki velja rautt nema að litlu leyti, ef þú ert ekki alveg viss um litaskyn þitt, nema þú teljir þig mega vel við því að stíga örlítið víxlspor. Sama máli gegnir um gulan lit, nema hvað hann er enn hæpnari en rauður. Svo að lokum þetta: Það er því miður allt of algengt, að fallegir lit- ir á fötum séu í innbyrðis ósamræmi og fari því mjög illa saman. Allt

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.