Samtíðin - 01.03.1955, Side 17

Samtíðin - 01.03.1955, Side 17
SAMTÍÐIN 13 Dfíxion-vin k iljárn in off höfuntlur þeirru Fyrir nokkru var ég Pétri Péturs- syni, skrifstofustjóra Landssmiðj- unnar, samferða í flugvél heim frá London. Margt bar á góma, og áður en varði, sagði Pétur: „í þessari ferð kynntist ég einum merkilegasta hug- vitsmanni, sem nú er uppi, og hérna í töskunni er ég með allar upplýs- ingar um Dexion-vinkiljárnin hans og auðvitað einkaumboð fyrir þau á íslandi. Þú skalt sjá, að ekki líður á löngu, þar til farið verður að nota þessi götuðu járn til margra nyt- samlegra hluta heima.“ Og ég fékk auðvitað samstundis „einkale}'fi“ til að birta frásögn um hugvitsmanninn hér í Samtiðinni. Pétur sagði: „Þessi hugvitsmaður heitir Demetrios Comino, er grískur að þjóðerni, en fæddur og uppalinn í Ástralíu, nú liðlega fimmtugur, orðinn enskur ríkishorgari og rakar saman peningum á því að framleiða Dexion-vinkiljárnin sin. Þú manst eftir mekkanó-leikföngunum, sem við skemmtum okkur mesl við í gamla daga. Dexion-vinkiljárnin minna talsvert á þau. Það er hægt að nota þau til alls, í vinnupalla, húsgrindur, ílát, hillur, hörur og horð. Allt frá hurðarhjörum og það upp í palla, sem hera mörg þúsund lestir af vörum, er hægt að búa til úr þessum furðulegu járnum, og það þarf ekki annað en laglientan mann til að skrúfa þau saman. Um það, hvernig uppfyndingin D. COMINO varð til, get ég ekki sagt þér annað en þetta. Comino er prentari. Hann á smáprentsmiðju 1 hakhúsi við Regent stræti í London. En prent- arastarfið fullnægði honum ekki. Hann hafði einsett sér að finna upp ódýra og hagkvæma aðferð til að búa til það, sem ég hef minnzt á hér að framan, og þegar hann hafði fundið upp Dexion-vinkiljárnin, sögðu menn: Ósköp var þetta ein- föld uppfynding! , En hún tók nú samt fimm ár, enda þótt Comino brvti heilann og bar- dúsaði nótt og nýtan dag. Hann trúði félaga sínum fyrir daglegum rekstri prentsmiðjunnar á meðan, en sal sjálfur sveittur við að teikna og smíða heima hjá sér, meðan stríðið geisaði og sprengjunum rigndi yfir London. Konan lians hló að honum og spurði, hvort hann héldi virki- lega, að hann mundi nokkurn tíma líta á allar þessar teikningar, eflir að striðinu væri lokið og friður hefði verið saminn.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.