Samtíðin - 01.03.1955, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.03.1955, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN Hann svaraði þessu fáu, en fimm næstu árin eftir stríð seldi hann uppfyndingu sína til 40 landa og græddi árlega meira en milljón sterlingspund á henni. Það, sem ég dáist mest að,“ sagði Pétur Pétursson, „er, að enginn hefur, þrátt fyrir margar tilraunir, komizt fram úr þessum „ólærða“ manni á þessu sviði. Allt liefur ver- ið reynt til að endurbæta aðferðir hans^ en hann er sjálfur alltaf i fararbroddi. Þetta er óvenjulega yf- irlætislaus maður. Hann hefur ekki einu sinni einkaskrifstofu, heldur eyðir deginum á sífelldu hringsóli um verksmiðjurnar. Síspyrjandi hefur hann alltaf verið. Uppfynd- ingin kom ekki yfir hann eins og þruma úr heiðskíru lofti, heldur var hún árangur óþrotlegra spurninga og heilabrota. Samverkamenn Co- minos kölluðu hann orðið „Mr Why“, svo spurull var hann. Og forvitnin virðist ætla að ganga i erfðir til dóttur lians, því að vaiia var hún orðin talandi, þegar hún krafðist að fá að vita, hver hefði skapað Guð.“ „Mamma skrökvar, því í fyrsta lagi braut ég alls ekki diskinn, og í öðra lagi gerði ég það ekki vilj- andi“. Salómonsdómur er það kallað, þegar báðir málsaðiljar eru óánægð- ir. ORLQF VÍSAR VEGINN FERÐASKRIFSTOFAN ORLOF H.F. Hafnarstræti 21. Reykjavík. Sími 82265. III . i'! 193. SAGA SAMTÍÐARINNAR iBlillffli p, annei i^ucíLoítz: Það g-erðíst um nótt TUNGLIÐ hafði læðzt bak við slcý. Tveir kettir hittust beint fyrir framan stikilsberjarunna. „0!“ sagði annar, — það var svört læða með hvítar lappir og hét Ivisa. „Ertu hrædd við mig?“ sagði hinn kötturinn fleðulega. „Það er alveg ástæðulaust.“ Þetta var rauður fress- köttur, Mons að nafni. „Já, ég lahhaði hér í þungum þönkum, og alll í einu sá ég eitthvað rautt. — Það var að mér komið að halda, að kviknað væri i stikils- herjarunnanum." Mons malaði heldur en ekki hreykinn: „Það er sagt, að í myrkri séu allir kettir svartir. Sér er nú hver bannsett vitleysan! Hvernig finnst þér annars rautt fara mér?“ Hann snéri sér i hring frammi fyr- ir læðunni. „Yndislega. Það er alveg ljómandi fallegur litur, en mamma vildi nú endilega, að ég væri svartklædd.“ „Það fer ungri stúlku líka vel. Og það stirnir lika á þig eins og gljá- andi silki. Það er sama, hvar á þig er litið: andlit þitt og vöxtinn, Ivisa mín!“ „Æ, ég veit ekki, hvort ég er nokk- uð betur vaxin en hinar. Það eina er kannske rófan á mér. — Það seg- ir hún manima." „Heldurðu, að ég sjái það ekki? Jú, Ivisa, rófan á þér hefur haft geysileg áhrif á mig.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.