Samtíðin - 01.03.1955, Side 20
16
SAMTlÐIN
„Þefaðu svo líka af hökutoppnum
á mér,“ sagði hann og lyfti höfðinu,
svo að nýstrokna, hvíta skyrtu-
brjóstið kom i ljós.
Kisa þefaði einhver ósköp.
„Rjómi,“ sagði hún hugfangin. Og
áður en hún hafði áttað sig á því,
livað hún var að gera, hafði hún
rétt út úr sér tunguna og sleikt agn-
arlitla dropann, sem hékk enn þá
i skegginu á honum. Hún hló í af-
sökunartón.
„Ég elska rjóma, en við fáum
hann aldrei heima. Aflur á móti
hafði einu sinni hellzt ögn af hon-
um í göturæsið“ ...
„I göluræsið," sagði Janus og fitj-
aði upp á trýnið. „Heyrðu nú. Nú
ætla ég að bjóða. Fyrst étum við
eina eða tvær mýs, og síðan lepjum
við svolitla rjómalögg af undirskál.
Lízl þér ekki vel á það?
„Það er naumast þér eruð rausn-
arlegur! En eruð þér viss um, að
við getum veitt mýsnar?“
„Veitt? Þær koma nú hara, þegar
ég kalla á þær. Þeim þykir nú al-
deilis varið i, að ég skuli éta þær.
Mýs gera sér undarlega mikinn
mannamun. Og livað rjómann snert-
ir, er enginn vandi, þegar maður á
sér aðra eins vinkonu og veitinga-
konuna i „Sæstjörnunni“. Ef yður
langar með okkur, ungi maður, þá
er það guðvelkomið!“
Mons nöldraði lítið eitt, sem bæði
gat þýtt já og nei, en engu að síð-
ur þrammaði hann með þeim inn
í húsagarð „Sæstjörnunnar“. Janus
hvæsti og hremmdi í sömu svipan
heilan hóp af músum. Og ekki hafði
hann fyrr rekið upp mjálm en veit-
ingakonan kom út í nátttreyju með
rjórna á undirskál.
„Það er aldrei það er veizla að
tarna,“ sagði Kisa og drap tittlinga
af einskærri hrifningu.
„Já, svona hef ég komið því fyr-
ir,“ svaraði Janus. „Veitingakonan
heldur, að hún eigi mig, en í raun
og veru er liún ekkert annað en
eldabuska hjá mér. Fólk getur ver-
ið broslegt. En hún er seig við að
hitta á það, sem mér þykir gott. I
gær fengum við t. d. fisk.“
„Fisk, og hann er nú að heita má
alveg ófáanlegur um þessar mund-
ir. Maður skyldi halda, að fiskkaup-
maðurinn vildi alls ekki af honum
sjá.“
„Ef ég man rétt, liggur enn þá
sildarhaus bak við kgssann þann
arna, ef ungfrúin skyldi hafa lyst
á honum.“
„.Tá, en — ætlið þér ekki að borða
hann sjálfur á morgun?“ anzaði
Kisa og leit niður fyrir sig.
„Nei, á mox-gun eru nú dúfur á
matseðlinum.“
Nú var Mons nóg boðið. Hann var
fátækur hjólhestakaupmannsköttur.
Húsmóðir lians var auk þess jurta-
æta. Rjómi, síld og dúfur! Hárin
risu á hryggnum á honum.
„Komdu,“ sagði hann og ýtti við
Kisu. „Ég nenni ekki að hlusta leng-
ur á grobbið í þessum gamla, sköll-
ótta bjálfa.“
„Lofaðu ungfrúnni sjálfri að úr-
skurða, hvor okkar er meiri bjálfi,“
sagði Janus þreytulega og bar aðra
framlöppina fyrir sig.
„Ivomdu, ef þú þorir!“ öskraði
Mons. „Hér séx-ðu kamb í í'jóma-