Samtíðin - 01.03.1958, Síða 7
2. Bnefti 25. árg,
Nr. 240
IUarz 1958
TÍIV3ABSIT TIL SKEMMTUNAR OG FRÓDLEIKS
SAMTÍÐIN kemur út mánaðarlega nema i jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurð-
ur Skúlason, Reykjavík, simi 12526, póslhólf 472. Afgreiðslusimi 18985. Árgjaldið, 55
kr. (erl. 65 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við síðustu áramót. Áskriftargjöld-
um veitt móttaka í Bókaverzlun ísafóldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf.
SIGURÐUR SKÚLABDN:
99lSutt her aö stefna**
HANNES HAFSTEIN opnaði íslending-
um stórkostlega útsýn nieð Aldamóta-
kvæði sínu. Hann sá i anda svo furðu-
legar framfarir hér á landi, að undrum
sætti. Uppistaða kvæðisins er heii röð af
skáldlegum opinberunum. Með orðunum:
„Hátt ber að stefna“ lieitir liið hámennt-
aða skáld og stjórnmálaskörungur á livern
einasta íslending að duga þjóð sinni sem
bezt. Fað var hin mikla liverhvöt nýrrar
aldar, letrið á vegg framtíðarinnar.
En íslendingar eiga vafalaust nieira
hlutverki að gegna en því einu að byggja
land sitt sómasamlega. Þeir eiga einnig
að verða eins konar væringjar nútimans,
afla sér beztu menntunar, sem unnt er
að öðlast á ýmsum sviðum, og gerast síð-
an útverðir íslenzkrar menningar erlendis
og ráðgjafar stórþjóða í mörgum grein-
um. Hvar sem vestur-norræna er kennd
í erlendum háskólum eru íslendingar auð-
vitað sjálfkjörnir til þeirra starfa. Það er
menningarskyida Háskóla fslands að hlut-
ast til um, að ekki þyki fært að ganga
framlijá okkur í þeim efnum. En fslend-
ingar eru vafalaust hlutgengir á miklu
fleiri sviðum, ef þeir þora að setja mark-
ið nógu hátt. íslenzkur læknir, sem er
háskólakennari í Danmörku, hefur nýlega
hlotið þar eina mestu viðurkenningu fyrir
vísindaafrek, sem unnt er að öðlast, og
stefnir nú mjög örugglega til heimsfrægð-
ar. fslenzkir verkfræðingar og flugmenn
hafa gengið í þjónustu annarra þjóða, m.
a. austur í Japan, og getið sér þar ágætt
orð. En þetta er aðeins upphaf að öðru
meira.
Frændur okkar, frlendingar, gætu í
þessum efnum orðið okkur mjög til fyrir-
myndar. Sagt hefur verið í gamni og
alvöru, að Gyðingar eigi New York, negr-
arnir njóti hennar, en frar stjórni henni.
í þessum ummælum felst afdráttarlaus
viðurkenning á yfirburðum fátækrar,
langkúgaðrar þjóðar, sem vöknuð er til
meðvitundar um, að hún er „voldug og
sterk“. Við athugun kemur i ljós, að írar
hafa lagt heiminum til afburðamenn á
mjög mörgum sviðum. Við þekkjum ef
til vill bezt afrek þeirra í bókmenntum.
En vita menn, að það var írskur maður,
Chesney hershöfðingi, sem ekki einungis
átti hugmyndina að Súez-skurðinum,
heldur benti og, að þaulrannsökuðu máii,
á aðra leið — um Efrat-ána — sem tengi-
lið milli Evrópu og Austur-Asíu? Súez-
áætlun hans hlaut viðurkenningu, og enda
þótt franski verkfræðingurinn, Ferdinand
de Lesseps, hlyti heiðurinn af Súez-skurð-
inum, nefndi hann Chesney „föður skurðs-
ins“.
Það er öfugstreymi, að fslendingar flýi