Samtíðin - 01.03.1958, Side 28
24
SAMTÍÐIN
12. Dd8f Kxd8
13. Ba5ff Ke8
14. Hd8 mát!
Lausn á skákdæminu:
1. Df4 Kxe2
2. Df3 mát.
1. — Kcl
2. Hxel mát.
Leiki svartur biskupnum, mátar
hvítur með 2. Dxd2.
Prestur kom að húsvitja. Hann
sagði við Gunnu litlu, sem var fjögra
ára: „Lestu nú alltaf bænirnar þín-
ar á kvöldin, væna mín?“
„Nei, hún mamma les þær fyrir
mig,“ sagði bamið.
„Og hvað segir hún?“
„Guði sé lof, að maður er búinn
að koma krakkanum í rúmið.“
Dísa libla: „Mamma, varstu einu
sinni lítil eins og ég?“
„Já, væna mín.“
„Þá ættirðu nú að skilja, hvað það
er yndislegt að fá mjólkurís, þegar
maður á ekki von á honum.“
Tvær vinkonur stóðu í troðfullum
strætisvagnv. Þá sagði önnur í hálf-
um hljóðum: „Það vildi ég, að þessi
laglegi piltur þarna stæði nú upp
fyrir mér.“
Fjórir menn spruttu upp úr sæt-
um sinum.
OMEGA-úrin heimsfrægu eru enn í
gangi frá síðustu öld. OMEGA fást hjá
Garðari Ólafssyni úrsmið,
Lækjartorgi. Sími 10081.
Laugaveg 34. — Reykjavík.
Sími 11300. — Símnefni: Efnalaug.
Kemisk fatahreinsun og litun
♦ Litun,
♦ hrefnsun,
♦ gufupressun
Elzta og stærsta efnalaug landsins.
Sent um land allt gegn póstkröfu.
Kartöflur
eru góöur og hollur matur, sem
œtti að vera daglega á hvers
manns borði. Flest heimili lands-
ins geta sjálf framleitt þœr til
eigin nota. Þjóðinni er það brýn
nauðsyn að vera sjálfri sér nœg
um flest af því, sem nota þarf í
landinu.
Grænmetisverzlun
landbúnaðarins