Samtíðin - 01.03.1958, Blaðsíða 33

Samtíðin - 01.03.1958, Blaðsíða 33
SAMTÍÐIN 29 30. Farðu varlega i fjármálum. Þú getur vœnzt mikillar hamingju. 31. Fyrri hluti ársins verður beztur til fjár og ásta og starfs. Seinna muntu mæta mótspyrnu. Gættu vel heilsu þinnar. TÖMAS EDISON var sívinnandi alla ævi. Þegar hann varð áttræður, sagði einn af vinum hans: „Þú ættir nú að fara að fá þér eitthvert tómstundaföndur í stað þessa sífellda erfiðis. Af hverju ferðu ekki í golfklúbb?" „Til þess er ég ekki nærri nógu gamall,“ anzaði Edison. KATA litla fór fyrstu flugferðina með pabba sínum. Þegar vélin sveif upp í loftið, tók faðirinn eftir því, að telpan varð eitthvað undarleg á svipinn. „Hvað, er ekki gaman?‘ spurði hann. „Jú, voðalega spennandi, en hvenær förum við að minnka, pabbi?“ / hernaði er nauðsynlegt að kunna að talca skjótar ákvarðanir. Hér seg- ir frá einni: Liðþjálfinn: „Foringi, við erum að verða skotfæralausir.“ „Hvað segið þér? Skotfæralaus- ir?“ „Já, alveg.“ „Nú, hættið þá að skjóta.“ Komið ávallt fyrst til okkar, ef yður vantar vönduð úr og klukkur eða smekklega skartgripí SIGMAR JÓNSSON úrsm., Laugavegi 84. Sími 10646. BIFREIÐAEIGEN'DUKI SHELLl BEHZÍN Betri nýtni — Aukin orka Jafnari gangur

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.