Samtíðin - 01.02.1962, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.02.1962, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 atliuga, hvort engin höncl j-xi niöur úr henni. Ég lilýt að hafa verið eitthvað verri, þegar ég ráfaði um hæinn, muldr- andi í hálfum hljóðum, og var að leita mér að herbergi, þar sem enn væri gas- eða olíuljós. Það var rafmagnsstraum- urinn, sem gerði mig liræddan. Orkan, sem varð Róbert að bana, eða ... Ef lil vill var ég hungraður og sá orð- ið ofsjónir, en ég var alllaf að sálast úr hræðslu j'fir því, að þessi liönd kæmi nú aftur og seildisl í mig. En hann var nú of klókur lil þess. Hann lék ekki sama bragðið tvisvar. Hélt mér hara í gapa- stokknum. Þetla var Róberl! Hann ofsólti mig. Hann vissi, hver það var, sem valdur var að dauða hans. í annað skipti, meðan ég var í Pimlico, fór ljósið i herherginu mínu allt í einu að hoppa og blakla, eins og þeir segja, að það geri í fangaklefunum meðan ver- ið er með fanga í stólnum. Þá hrópaði ég: Svei mér þá, Róhert! Það var ég, sem gerði það. Þú getur reitt þig á, að nú dauðsé ég eftir því, en í öllum guðanna hænum hættu að ofsækja mig! En aftur dofnaði ljósið og lá við, að það slokknaði. Ég hljóðaði af hræðslu, og einhver náungi í næsta lierbergi lamdi í vegginn og öskraði, að ég væri drukk- inn og þar fram eftir götunum. Þá hætti ég að hljóða' og slökkti Ijósið. Þarna lá ég lafhræddur eins og mús undir fjala- ketti og skalf eins og lirísla, því það veit sá, sem allt veit, að rafmagnsperan var rauðglóandi í marga klukkutíma, eftir að ég slökkli á henni. Það leið ekki á löngu, þar til ég datt ofan á herbergi, þar sem var gas. Her- bergið var ódýrt og sóðalegt með megn- um gasdaun, en nú var ég laus við Ró- hert fyrst um sinn. Gömlu hjónin, sem áttu húsið, höfðu engin rafmagnsljós, ekkert þess háttar. En bjöllunni hafði ég alveg gleymt. Það var liringingarbjalla við útidyrnar í sambandi við litla rafldöðu í eldhús- inu. Þau leigðu mér herbergið fyrir sama og ekkert, af því ég var atvinnu- laus, en ég varð að vinna fyrir því, ræsta húsið, elda matinn og svara dyrabjöll- unni. Þetta var þrælavinna. Eina koldimma nótt hringdi bjallan. Gömlu hjónin voru háttuð, svo ég fór fram til að opna. Bjallan hringdi aft- ur hvellum hljómi, þegar ég var i miðj- um stiganum. Niðurl. i næsta blaði. SAMTÍÐÍN vill verða við beiðni lesenda sinna og birta gegn 10 kr. gjaldi óskir þeirra um bréfaskipti. Bjarni Sigurðsson, Skúlagötu 52 III. liæð, Rvik óskar að skrifast á við 15—17 ára pilt eða stúlku. Kristín Jóhannsdóttir, Saurbæ, N.-Múl., pr. Þórsliöfn óskar eftir að skrifast á við pilt eða stúlku á aldrinum 16—21 árs. Ferðalög geta verið mjög menntandi. Til dæmis er oft tími til að líta í bók, ef menn lenda í nmferðarhnútiim á veg- unum. Spákonan: „Ég tek 100 krónur fgrir að svara hverri spurningu.“ Viðskiptavinurinn: „Er það nú ekki nokkuð mikið?" „Það má vel vera, en lwer var hin spurningin yðar?“ MAGNÚS B. PÁLSSON Glerslípun og Speglagerð. Skipholti 9. Sími 1-57-10.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.