Samtíðin - 01.02.1962, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.02.1962, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 unarmáti er að hans dómi fyrir neðan allar hellur. En nú vildi svo til, að „La Strada“ varð geysivinsæl kvikmynd og leikafrek Anth- onys í henni varð heimsfrægt. Enda þótt hann hefði ekki nema 12.500 dollara upp úr krafsinu í beinhörðum peningum, fékk hann fjölda tilboða þetta hálft annað ár, sem liann dvaldist á Italíu. Anthony Quinn er um margt ofurmenni. Starfsgeta hans er gífurleg, hlóðið eldheitt og skapið eftir því. Lífsviðhorf sitt orðar hann þannig: „Glataðu ekki persónuleika þínum með því að semja þig að skoðunum og háttum annarra manna. Og fórnaðu ekki öllu fyrir öi’yggið, því að þá ferðu á mis við svo óendanlega margt spenn- andi, sem lífið hefur að bjóða.“ -------SAGT------------------------ ER að skattþegn þurfi ekkert að kunna til þess að vera velkominn í þjónustu ríkisins. ♦ að eina ráðið til að fá vissar þjóðir lii að re)Tkja friðarpípuna sé að koma þeim til að trúa því, að þær hafi sjálf- ar uppgötvað tóbakið. ♦ að bezta ráðið til að láta tvö hlöð vaxa, þar, sem eitt óx áður, sé að rækta grænmeti. ♦ að margur maðurinn sé þreyttari eftir verk, sem hann vann ekki, heldur en eftir það, sem hann leysti af liendi. ♦ að sumir „vinir þínir“ heimsæki þig aldrei, nema þegar þeir þurfa á þér að halda. 2)mumu RÁÐNINGAR • FÆTUR. Það veit á vandræði, ef þú þykist vera að j>vo þér fæturna i draumi. Sterkir fætur vita á góða heilsu, en veikir fætur boða veikindi. Ef ungur maður skoðar fætur á stúlku í draumi, fer henni að þykja vænl um hann. Sjái stúlka fætur á pilti, fer henni einnig að þykja vænt um hann. Séu fæturnir skadd- aðir, fara kynni þeirra út um þúfur. • GÓÐVILD. Það boðar hamingju að sýna öðrum góðvild í draumi. Sýni aðrir þér góðvild, veit það á bættan efna- hag þinn. • HÁLSHÖGGVINN. Þú munt verða fvrir miklum raunum, ef þig dreymir, að þú sért leiddur að höggstokki. Hins vegar munt þú losna við óvini þína, ef þú sérð annan mann leiddan að högg- stokki. Ef þú þekkir hann, er draumur- inn honum óheillavænlegur. • BAÐMULL. Það veit á illt að dreyma haðmull. • DAGATAL. Það veit á, að áhyggj- um þínum lýkur, ef þig dreymir, að þú sjáir dagatal. Ef þú þykist rífa miða af dagatalinu, veit það á, að þú munir um síðir sigrast á örðugleikum þínum. Götuskóburstari: „Bursta skóna yð- ar?“ „Nei, takk.“ „Bursta þá svo vel, að þér getið spegl- að. yður í þeim?“ „Vz'/ það ekki!“ „En lwað ég skil yður„ maður minn!“ GÓÐUR MÁNUÐUR byrjar með því að ger- ast áskrifandi að SAMTÍÐINNI. Bílar okkar bregðast yður aldrei. Mtfþrgarbwlastöðin SÍMI 22-4-40. Hafnarstræti 21.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.02.1962)
https://timarit.is/issue/325333

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.02.1962)

Aðgerðir: