Samtíðin - 01.02.1962, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.02.1962, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR,VITRirT ÓÖCýOU ----------------- ALEXANDER JÖHANNESSON: „Fæð- ingarsveitin er snar þáttur af sjálfum oss, og við hana erum vér tengd órjúfandi og dularfullum böndum. Sá, er missir sjónir á þessu sambandi eigin eðlis og uppruna, missir samræmið í sinni sál, verður ótrúr köllun sinni, missir marks á lífsferli sínum og hrasar af réttum vegi, en hinn er trúr sínu innsta eðli, skynjar sinn eigin upp- runa og lætur þráðinn aldrei slitna, er tengir fortíð og nútíð og beinir hugsunum og athöfnum í ákveðna stefnu.“ ÞORGNYR GUÐMUNDSSON: „Yirð- ingarleysið fyrir vinnunni er eitt mesta þjóðfélagsmeinið, sem við eigum við að glíma í dag.“ THOMAS MASARYK: „Maðurinn ætti að lifa heila öld og líkjast eikinni, sem verðar 9 hundruð ára og ber blöð, blóm og ávexti. Fólk er of makrátt og sleppir tökunum of snemma. Það ætti að lengja lífið, en jafn- fram verður að gera það verðmætara. Sá maður lifir lífinu á réttan hátt, sem lítur á sérhvert æviár sitt eins og liærri tröppu í stiganum.“ GELETT BURGESS: „Sjálfstjórn mannsins er giunntónn jafnvægisins. Sér- hvert orð ætti að vera sagt eftir rólega íhugun. Þögnin er móðir hugsunarinnar. H. A. VACHEL: „Framtíðin kemur ekki á móti okkur, heldur byggist hún á því, sem við höfum áður gert, streymir fram yfir okkur. 1 náttúrunni er hvorki til umbun né refsing, heldur aðeins orsök og afleiðing.“ HOLTZ: „Ástin breytir aumasta hreysi í dýrlega höll.“ tlijjat bœkur || Stefán Jónsson: Börn eru bezta fólk. Reykja- víkursaga fyrir börn og unglinga. 175 bls., ób. kr. 85.00. Björn Rongen: Litli vesturfarinn. Söguleg skáld- saga fyrir unga menn. ísak Jónsson þýddi. 162 bls., ib. kr. 72.00. Kári Tryggvason: Dísa og Skoppa. Barnabók. Myndir eftir Odd Björnsson. 87 bls., ib. kr. 48.00. Halldór Kiljan Laxness: Strompleikurinn. Gam- anleikur í þrem þáttum. 133 bls., ób. kr. 180.00, íb. 265.00 og 340.00. ‘ Sigurður A. Magnússon: Hafið og kletturinn. Ljóð. 98 bls., ib. kr. 140.00. Sigurður Einarsson: Kvæði frá Holti. Ljóðmæli. 100 bls., ób. kr. 90.00, íb. 120.00. / Magnús Ásgeirsson: Síðustu þýdd ljóð. 20 ljóða- þýðingar'. Guðmundur Böðvarsson bjó til prentunar. 77 bls., íb. kr. 150.00. . Steinn Steinarr: Við opinn glugga. Laust mál. Hánnes Pétursson sá um útgáfuna. 158 bls., íb. kr. 135.00. Konráð Gíslason: Undir vorhimni. Bréf. Aðal- geir Kristjánsson sá unr útgáfuna. 109 bls. íb. kr. 100.00. Stefán Jónsson: Krossfiskar og hrúðurkarlar. Með myndunj. Safn frásöguþátta úr þjóðlíf- inu. 167 bls.r íb. kr. 150.00. Gíinnar M. Magnúss: Byrðingur. Minningarrit Sveinafélágs skipasmiða i Reykjavík 1936— 1961. Með myndum. 167 bls., íb. kr. 155.00. Benjamín Kristjánsson: Vestur-íslenzkar ævi- skrár. I. hindi. Ættfræði, persónusaga Vest- ur-lslendinga. Með myndum. Formáli eftir Árna Bjarnason. 458 bls., íb. kr. 480.00. Öldin átjánda. Síðari hlúti. Minnisverð tíðindi frá 1761—1800. Með myndum. Jón Helgason tók saman. 266 bls., íb. kr. 285.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaupið bæk- urnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. BÓKAVERZLUIVI ÍSAFOLDARPREIMTSMIÐJIJ H.F. Austurstræti 8. Reykjavík. Sími 1-45-27.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.