Samtíðin - 01.09.1962, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.09.1962, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN >f >f >f Nú fyrst nýt ég mín segir £cpkia £cmt ▼ HVAÐ HEFUR komið fyrir Sophiu Lor- en? spyr fólk um víða veröld. Hún sjálf hefur svarið á reiðum hönd- um: „Nú fyrst nýt ég mín. 'Nú er ég orðin fullþroska.“ Þetta er vafalaust rétt, svo langt sem það nær, en sannleikurinn er sá, að Sophia hefur gert uppreisn gegn sjálfri sér og þó einkum gegn Hollywood. Henni nægir ekki lengur að vera „kynhvatastjarna á færibandi“ í mynd eftir mynd. Hún vill fá að neyta leikhæfiléika sinna. Þeir, sem séð hafa Sophiu í kvikniyndinni „Iíven- tígrisdýrið“, eru ekki í neinum vafa um, að nýr áfangi er hafinn á leikferli hennar. 1 þessari mynd fer hvort tveggja saman: áhrifamikil og hcilsteypt atburðarás og frábær persónusköpun fullþrbska konu, sem leikur af innlífun og eldmóði. Ef við skyggnumst tæp þrjú ár aftur í tímann, er viðhorfið þannig: Amerískir kvikmyndahöldar Iiafa komið auga á Sophiu, sem er tæpra 23ja ára gömul. Þeir eru stórhrifnir af fegurð hennar og kynþoklca og eygja undir eins möguleika á að tefla henni af Ameríku hálfu gegn Brigitte Bardot! Sophia fór til Hollywood og lék þar um skeið, en árangurinn varð lakari en til var ætlazt. Ekki vantaði, að hún væri auglýst. Auk þess voru henni ýmist fengn- ir frægir eða með öllu óþekktir mótleik- arar, og sjálf gerði hún, livað hún gat. En allt kom fyrir ekki. Leiftrun brá að vísu fyrir í leik hennar, svo að menn sann- færðust um, að hún gæti meira en heill- að karlmenn með því að spóka sig í stutt- um og flegnum kjólum í kvikmyndun- um. En jafnvel maður hennar, Italinn Carlo Ponti, varð að viðurkenna, að hún myndi ekki eiga sér framtið i Hollywood. Sophia hélt því heim til Italíu. Þar höfðu henni hoðizt hlutverk, að vísu ekki stór, en engu að síður mikilsverð, eins og á stóð. Nú reið á að sýna, að hún væri einhvers megnug. Rúmlega hálfu öðru ári áður en þetta

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.