Samtíðin - 01.05.1964, Síða 12
8
SAMTÍÐIN
Nýjasta Parísargreiðsla ungu stúlknanna
liressir ótrúlega upp á andlitið og fegrar
brosið. — Þin Freyja.
Spurt um skóla
DÖGG skrifar og spyr nm inntöku-
skilyrði og nám við Fóstruskóla Sumar-
gjafar.
SYAR: Þaklca þér kærlega fyrir vin-
samleg ummæli um kvennaþætti mína.
Viðvikjandi Fóstruskóla Sumargjafar
er þetta að segja: Inntökuskilyrði eru
landspróf eða gagnfræðapróf. Nemend-
ur skulu vera 18 ára. Námið er 2 vetur,
en vinnuskylda er sumarið milli þeirra
og lcaup greitt fyrir það. Heimavist er
engin. Skólastjóri er rektorsfrú Valborg
Sigurðardóttir Snævarr, sem myndi vafa-
laust veita nánari upplýsingar, ef þú
skrifaðir henni. Spurningar þínar við-
víkjandi Ljósmæðraskólanum eru þann-
ig, að ég tel heppilegast, að þú skrifir
Við erum með á nótunum
Hljómplötur og músikvörur.
Afgreiðum pantanir um land allt.
Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur,
Vesturveri, Reykjavík — Sími 11315
þangað og fáir úr þeim leyst milliliða-
laust. Ivær kveðja. — Þín Freyja.
Kjörréttur mánaðarins
NÝRNARÉTTUR með tómötum og
sveppum. — y* kg kálfa- eða svinanýru,
3 msk. smjör, 2 tómatar, Vz kg svepj)ir,
1 msk. hveiti, 1 Y> dl kjötsoð, 1 glas
madeira, salt og pipar.
Takið himnuna utan af nýrunum og
leggið þau í vatn tímakorn. Þerrið þau
síðan og skerið þau í bita. Síðan eru þau
hrúnuð í smjöri stutta slund, en þvi næst
tekin upp úr. Þá eru tómatarnir, sem
eru skornir í fjóra parta, brúnaðir eilít-
ið, en síðan eru sveppirnir brúnaðir heil-
ir. Þá eru þeir teknir upp úr og nýrna-
bitarnir látnir aflur í pottinn. Hveitinu
er nú slráð yfir og kjötsoðinu og víninu
liellt yfir smátt og smátt. Saltað er og
piprað eftir vild. Rétturinn er svo látinn
sjóða við hægan hita undir loki í 15 mín.
Svo eru sveppirnir og tómatarnir látnir
út í og látnir sjóða með nokkrar mínútur.
Gott er að hafa marðar kartöflur með.
EFTIRMATUR: Sherry-fromage. — 3
egg, 3 msk. sykur, 1 dl sherry, 100 g rif-
ið dökkt súkkulaði, 4 bl. matarlím, 1
peli þeyttur rjómi og 100 g valhnetu-
kjarnar. Eggjarauðurnar hrærist með
sykrinum. I það er látið sherryið og rifna
súkkulaðið, en þvi næst uppleyst kælt
matarlímið og að siðustu stífþeyttur
rjóminn og eggjahvíturnar. Siðan er
öllu hlandað hægl saman, það sett i
skál og látið lilaupa. Að lokum er það
skrevtt með valhnetukjörnunum.
ORÐSEMDIIMG
Þeir örfáu áskrifendur SAMTÍÐAR-
INNAR, sem enn eiga ógreiddar póstkröf-
ur sínar fyrir árgjaldi blaðsins 1964, eru
vinsamlega beðnir að greiða þær nú þeg-
ar. Þökkum fyrirfram gott samstarf.
SAMTIÐIN.