Samtíðin - 01.05.1964, Page 14

Samtíðin - 01.05.1964, Page 14
10 samtíðin „Er þetta nú ekki fullmikiÖ?“ livíslaði kona hans áhyggjufull. „Við skulum vera svolitið flott í kvöld. Við förum hvort eð er aldrei út,“ anz- aði fulltrúinn. „Auk þess verður rnaður að hafa svolitla samúð með æskufélaga, sem borið hefur upp á sker. Og kvöldið varð miklu ódýrara en ég hafði búizt við. En nú verðum við að flýta okkur, ef við ætlum að ná í seinasta strætisvagninn.“ ÞAÐ VAR komið langt fram yfir mið- nætti, þegar yfirþjónninn hafði lokið störfum sínum í veitingahúsinu og gat haldið heim. Hann var klæddur Ijóm- andi fallegum ljósum nýtízku yfir- frakka, með splunkunýjan horsalino- hatt á höfðinu. Hnarreistur í göngulagi skundaði hann að nýjum viðhafnarbíl, sem lá í hjágötu skammt frá Grand Hotel. Bílhurðin var oimuð af grannri kvenhönd innan frá, og síðan strauk þessi sama liönd andlit mannsins hliðlega, um leið og hann beygði sig og steig inn í vagninn. „Mikið varstu elskuleg að bíða svona lengi eftir mér, Germaine,“ sagði yfir- þjónninn. „Þó það nú væri, að ég biði, þar sem við eigum hrúðkaupsafmæli í dag,“ svar- aði konan. „Það verðum við að halda upp á ein- hvers staðar á skemmtilegum bar,“ sagði maðurinn, setlist við stýrið og kveikti á bílljósunum. Og þau óku hratt af stað. „Nú skal ég segja þér sögu,“ sagði hann, meðan hann ók örugglega eftir breiðstrætunum, þar sem umferðin var enn hýsna mikil. „1 kvöld var gestur hjá okkur, sem revndist vera gamall bekkjarbróðir minn. Vitanlega þekkt- umst við undir eins, en ég lét sem ekk- ert væri og rétli hann af, þegar hann virtist ætla að fara út af sporinu við það að sjá mig. Þetta er fátæklings-grey, seni leyfði sér að skvetta sér upp þetta eina skipti með konu sinni. Maður tók strax eftir því í skóla, að það var eklci mikið í liann spunnið. Hann var auðsýnilega fyrirfram dæmdur til að ganga embætt- isveginn. Og nú er hann þó orðinn full- trúi lijá einhverri ríkisstofnun, greyið að tarna, ekki ber á öðru! Það er nú eiginlega synd hans vegna. Hinu her ekki að neita, að það gefur hverjum eins og hann er góður til. En þar sem þetta er nú brúðkaupsdagurinn okkar, og af þvi að hann leyfði mér alltaf að skrifa upp tungumálaglósurnar sínar í gamla daga, vottaði ég honum þakklæti mitt í kvöld, svo að lítið bar á. Ég gerði það, seni annars kemur aldrei fyrir mig, að ég misreiknaði mig honum í vil. Reikning- urinn hans var þúsund frönkum lægri en hann hefði átt að vera.“ að kona eigi að vísu bágt, þegar hún missir mann sinn, en þó aldrei bág- ara en þegar önnur kona hefur hremmt hann frá henni. ♦ að þegar menn hafi ekki lesið eitthvað nýtilegt í þrjá daga samfleytt, vei’ði tal þeirra litlaust. ♦ að heppni sé i því fólgin að öðlast það, sem hugurinn girnist; hamingja að una glaður við sitt. ♦ að það sé kurteisi að segja ekki nema brot af því, sem maður liugsar. ♦ að brúður heri slæðu til að dylja ánægju sína.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.