Samtíðin - 01.05.1964, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN
11
Mannsœvin lengist nú óðfluga, og um leið fcerist ellin upp á við eins
°g jökulrönd í góðœri. Karlmenn, sem áður voru taldir gamlir, kvœn-
ast nú ungum konum og yngjast við það í annað sinn. En —
Aldursmunur hjóna er stundum ískyggilegur
ÞAÐ ER ORÐIN tízka í seinni tið, að
Ungar stúlkur snúi baki við piltum á
sinu reki og giflist mönnum, sem gætu,
hvað aldur snertir, verið feðnr þeirra.
Margir yppta öxlum yfir þessu og hafa
uPPi ýmsar getgátur og hleypidóma. En
suni þessara hjónahanda hafa reynzt
úirðu haldgóð.
Margir frægir menn, sem komnir eru
a efri ár, kvænast ungnm stúlkum og
^'ngjast upp við það. Af hverju gera þeir
þetta?
Amerískur sálfræðingur, J. H. Pollack,
SegU', að þegar karlmenn komist vel á-
úam í lífinu, öðlist þeir með aldrinum
annað lífsviðhorf en eiginkonurnar, sem
þeir kvæntust ungir. Það eru ekki ein-
ungis gránandi vangar, sem laða ungar
°g fagrar stúlkur að sér. Ef eiginkonan
^ylgist ekki með afrekum manns síns i
hfsbaráttu hans, getur hún átt von á,
yngri, hyggnari og þróttmeiri kona
iaki hann frá henni. „Konan mín skilur
mig ekki!“ er að visu orðin slitin setning
| niunni þessara eiginmanna, en túlkar
Pa oft það, sem þeim býr í hrjósti.
Rosknir menn hafa yfirleitt þroskaðri
°g sterkari skapgerð en unglingspiltar.
hafa þeir betri tök á lífinu og eru
jartsýnni en þeir ungu.
t hjónaskilnaðarbælinu Hollywood er
hsegt að benda á farsæl hjónahönd gam-
atta manna og ungra kvenna. Charles
Chaplin (fyrst skal frægan telja) kvænt-
ist 54 4ra gaman Oonu, dóttur leikrita-
skáldsins Eugene O’Neills. Þau hafa eign-
azt 8 börn. Hið elzta þeirra er 16 ára.
Oona og Charles Chaplin
Chaplin er orðinn hálfáttræður, en Oona
er aðeins 37 ára.
Oona segist aldrei hugsa um aldur
mannsins sins, nema þegar liann eigi
afmæli. Hún segir, að hann sé enn engu
síðri elskhugi en þegar þau kynntust.
„Við eigum svo mörg sameiginleg áhuga-
mál, að aldursmunur okkar skiptir okk-
ur engu máli. Charlie hefur aukið and-
legan þroska minn, og ég held honum
ungum,“ segir hún.
Sophia Loren giftist 1957 kvikmynda-
gerðarmanninum Carlo Ponti, sem var
20 árum eldri en hún. Hjónahand þeirra
hefur, þrátt fyrir meinhugi, reynzt mjög
ástríkt.
Cary Granl hefur heldur óorð á sér á
giftingarmarkaðinum. Ilann nýtur svo
mikillar kvenhylli, að yngri menn hafa
horfið í skugga hans. Cary er nú sext-
ugur. Hann liefur þrisvar kvænzt, ávallt
konum, sem hafa verið miklu yngri en
hann, en skilið við þær allar.