Samtíðin - 01.05.1964, Qupperneq 19

Samtíðin - 01.05.1964, Qupperneq 19
SAMTÍÐIN 15 fr'am á veitingaborðið. Pilturinn lagði þá °ðara frá sér byssuna og fór að hánia í Slg kræsingarnar. Mér var orðið mjög órótt. »Setjuni nú svo, að hér bæri gest að garði,“ sagði ég. Strákur glotti. „Ég lief nú liaft nánar g^tur á þessum stað síðan um sólarupp- k°mu í morgun, og enn lief ég ekki orð- hér neinnar gestakomu var.“ •>Þá geturðu nú sagt þér sjálfur, að heldur lítið muni vera í peningaskúff- llnni,“ anzaði ég. •Xögreglan er á eftir mér, maður. Þess 'egna verð ég að forðast þjóðvegina. Ég skauzt liingað bara vegna þess, að ég Var alveg að farast úr hungri. Þið ætlið að nesta mig með niðursoðnum matvæl- Ulll> ekki satt?“ ^lér rann kalt vatn milli skinns og hör- llllds. Það mátti pilturinn vita, að ekki hann fyrr kominn út úr dyrunum 011 eg símaði til lögreglustöðvar, sem var °kki ýkja langt burtu, í austurátt, og segði til hans. »Ég fer héðan vestur á bóginn,“ sagði 'ann og glotti yfir kræsingunum. „Ef eg kenist óáreittur 26—30 km vestur eft- er engin liætta á, að lögreglunni tak- lst að hafa hendur i liári mínu.“ Ég leit á klukkuna á veggnum. Hún Var að verða 14. Eftir fáeinar mínútur atli ég von á tveim tryggu viðskiptavin- Unmn mínum, vegarlögreglunni. Mér uaus hugur við að eiga að horfa upp a viðureign þeirra við þennan vopnaða Pdt og vita af konunni minni í rniðri Sk°thriðinni. Það yrðu meiri ósköpin! Éú heyrðist í bíl úti á þjóðveginum. ann nálgaðist óðfluga. Ég stirðnaði og munnurinn á mér þornaði. ^tráksi hætti undir eins að éta og leit 111 Um gluggann. ’^betta er lögreglan!“ sagði hann at'kalega. „Þeir eru tveir og virðast ætla að koma hingað inn. Eru þeir vanir að koma hér við?“ „Stundum,“ svaraði ég og yppti öxl- um. Hann liratt matarílátunum inn af borð- inu, þreif byssuna og Jientist inn fyrir borðið. Svo greip hann í handlegg konu minnar og livæsti framan í mig: „Til þess að við skiljum hvor annan, ætla ég bara að segja þetta: Ef Iögregl- an kemur hér inn, þá afgreiddu hana fljótt, og sjáðu til þess, að hún verði mín ekki vör. Ég verð þarna frammi i eldhúsinu með skammbyssuna miðaða á liöfuð konu þinnar. Ef þú svíkur mig, er úti um hana! Skilurðu það?“ Að svo mæltu kippti hann konu ininni fram í eldhúsið. Það stóðst á endum, að þau voru horfin, þegar vinir minir, lögregluþjón- arnir, snöruðust inn í veitingasalinn. „Sæll, Samúel,“ sögðu þeir vingjarn- lega. Þetta voru fílefldir, vopnaðir Visar, sem liétu Jón og Páll. Ágætismenn og orðnir beztu kunningjar okkar Önnu. „Molakaffi eins og venjulega?“ spurði ég- Páll kinkaði kolli. Hann var yfinnað- urinn. „Við erum á óvenju liraðri ferð i dag,“ sagði hann. Svo leit hann á mig. „Eilthvað að þér, Samúel? Þú ert óvenjulega fölur, sýnist mér!“ „Ætli það sé ekki hitinn i veðrinu,“ anzaði ég og fór að láta kaffið i vélina. Gegnum dyragættina sá ég lconu mína náföla og stjarfa og strákskrattann bak við hana með morðvopnið á lofti. „Já, við erum á skrambi hraðri ferð í dag,“ endurtók Páll. „Þú hefur, vænti ég, ekki orðið var við neinn dularfullan náunga á sveimi hérna kringum skál- ann ?“ Mér svelgdist á. „Eruð þið að leita að einhverjum?“ spurði ég.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.