Samtíðin - 01.05.1964, Qupperneq 21
samtíðin
17
Oddný Guðmundsdóttir:
CORMELIA
Ég kom, þar sem fólk lct glys og glingur skína.
í gáleysi spurt var, hvað ég hefði að sýna.
% leit á þá báða, og hjartað tók að hlýna:
~~ Hérna sjáið þið gimsteinana mína.
Pögur og skír var þeirra unga ævi.
Oldin var dauðamyrk og blönduð lævi.
l'ápúkar ránin frömdu við sitt hæfi.
Fólkið var eins og meðvitundin svæfi.
Orendir hnigu, sviknir bræður báðir.
Blóðugum fórnum eru vellir stráðir.
Skuldugir þegnar eru aftur hrjáðir.
Okrarar rymja af fylli veiðibráðir.
Hraðboði kom með hermannlegu æði.
Háttvirtan boðskap las hann eins og kvæði:
~~ Bannað er þér að bera sorgarklæði.
^ár bar ekki að spyrja, hvernig á því stæði.
Beir héldu, að ég mundi ráði og rænu týna.
Bagmennskan dylur aldrei heimsku sína.
Bví skyldi ég gráta ginisteinana mína?
Oimsteinar munu aldrei hætta að skína.
RÆGIR
ORÐSKVIÐIR
Sú kona, sem giftist bjána til þess að
erfa rúmið hans, missir rúmið, en situr
uPpi með bjánann.
Syndir karlmannsins staðnæmast á
þföskuldinum, en syndir konunnar elta
^ana inn á heimilið.
Að reiða sig á tilviljunina er heimska.
Að nota hana eru hyggindi.
Að giftast einu sinni er skylda, tvisvar
er fávizka og þrisvar er vitfirring.
Ef þú átt góða konu og kálsúpu á borði
Þíttu, átt þú ekki að heimta meira.
MUNIÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI undir
eins bústaðaskipti til að forðast vanskil.
IIEIMILISFÖNG
FRÆGRA LEIKARA
OG
SÖNGVARA
Little Richard, 1710 Virginia Road, I.os An-
geles 19, California, U. S. A.
Shirley Mc Laine, c/o Centfox Studios, Box
Nr. 900, Beverley Hills, California, U. S. A.
Bobby Darin, c/o Universal Pictures, Uni-
versal City, California, U. S. A.
Rex Gildo, Miinchen, Postfach 260, Deutsch-
land.
Elvis Presley, Graceland 3764 Higlnvay 51,
South Memphis, Tennessee, U. S. A.
Ó, þetta sambýlisfólk!
UNGUR MAÐUR sagði við vin sinn:
„Þú ættir að vita, hvernig sambýlisfólk-
ið í liúsinu, þar sem ég bý, hagar sér.
Þarna lemur það í vegginn hjá mér um
miðjar nætur!
„Svo þú hefur bara engan svefnfrið?“
„Ég er nú aldrei sofnaður, þegar það
lætur svona, en ég hef bara engan frið
til að æfa mig á píanóið fyrir látunum í
því!“
Illikill var þurrkurinn
TVÆR h:iGINKONUR, sem giftar voru
landkönnuðum, liittust.
„Maðurinn minn er að leita að úraní-
um í eyðimörkum Ástraliu og kvartar
um voðalegt vatnsleysi,“ sagði önnur.
„Minn maður er i Arabíu, og hann
fullyrðir, að þar sé ennþá þurrara en
í Ástralíu,“ sagði bin.
„Þá er það nú slæmt,“ sagði sú fyrri,
„því seinast þegar ég fékk bréf frá mann-
inum mínum, var hann svo þurr í munn-
inum, að liann varð að næla frímerkið
á umslagið með títuprjóni!“