Samtíðin - 01.05.1964, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.05.1964, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN Ur ríhi ndttúmnnar 44- grej.n Þættir úr sögu DDT IXGÓLFUR DAVÍDSSON: ★ ------------------------------ HIN MIKLA fjölgun mannkynsins síð- ustu áratugi á sér ýmsar orsakir. Ein ástæðan er bætt heilsugæzla og framfar- ir i lyfjafræði. Skal hér aðeins minnzt á eitt lyf, hið alkunna DDT. Hafa fá lyf verið áhrifaríkari gegn skordýrum og ýmsum pestum og öðru tjóni, sem þau geta valdið. Með DDT hefur verið eylt billjónum skordýra, sem löngum hafa verið hættulegir sýklaberar, í öðru lagi skordýrum, sem skemma gróður. T. d. er DDT og skyld lyf notað til að eyða fiug- um, sem bera malaríusýkina milli manna í heitum löndum. íbúafjöldi Madagaskar, sem lengi hafði slaðið í stað, jókst um helming á árun- um 1947—’59, vegna þess að það tókst að hemja köldusóttina (malaríu) með lyfjunum. Árið 1953 var talið, að urn 5 milljónum mannslífa liefði verið bjargað og komið í veg fyrir 100 millj. sjúkdóms- tilfella af völdum mýraköldu, útbrota- taugaveiki, kóleru o. fl. sjúkdóma, sem skordýr bera með sér, með því að nota DDT gegn skordýrunum. Síðuslu 10 ár- in bafa verið framleidd ýms skyld lyf, og liefur það aukið árangurinn. Og upp- skera hefur víða stóraukizt, er skordýr- unum hættulegu fækkaði. Við íslendingar þekkjum lílið til mýra- köldu (malaríu), en í heitum löndum hefur hún lengi verið sannkölluð svipa mannkynsins. Pontísku flóarnir á Italíu voru öldum saman óbyggilegir vegna mýraköldu. Nú búa þar 100 þús. manna. Á Indlandi hefur sjúkdómstilfellum af völdum hennar fækkað úr 75 milljónum í 5 milljónir á 10 árum. Lýs bera liina hættulegu útbrotatauga- veiki milli manna. Hefur borið geysilega mikið á henni í styrjöldum, því að þá er hreinlæti víða af skornum skammti og hermenn grálúsugir. Telja margir, að í ófriði hafi útbrotataugaveikin iðulega lagt mun fleiri menn að velli en vopn óvinanna. I heimsstyrjöldinni og næstu árin á eftir var DDT notað í stórum stíl og með ágætum árangri gegn lús. Var þannig livað eftir annað stöðvaður far- aldur útbrotataugaveiki, er ella liefði drepið milljónir manna. Pað var bein- línis gengið milli manna á liætlusvæðum og dreift DDT dufti á sérhvern, eða liann var „úðaður“ nærri því sem tré á voru landi! Flestir hafa lesið um hina ógurlegn pest, svartadauða, sem hjó stórt skarð í íslenzku þjóðina og drap sennilega um fjórðung allra Evrópubúa fyrir og' uni aldamótin 1400. Flær, er lifa á rottum, eru smitberar, en það vissi enginn þá. Svartadauði er enn landlægur í Austur- löndum og víðar. DDT og skyld lyf eru notuð gegn bonum, þ. e. þau drepa flærn- ar og stöðva þannig pestina að verulegu leyti. Ýmsir stofnar skordýra o. fl. liðdýra verða smám saman ónæmir fyrir DDT, og er þá gripið til annarra lyfja Fara þarf varlega með DDT eins og raunar allflest lyf. Þar sem mjög mikið er not- að af því, getur það farið ofan í fólk með ýmsum mat. Ber t. d. á þessu í Bandaríkjunum, og standa þar deilur um skaðsemi þess. Ýmsar farsóttir verða ekki stöðvaðar

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.