Samtíðin - 01.07.1942, Side 35
SAMTlÐIN
31
ÞEIR VITRU
_______ _______SÖGÐU:
Enginn maður er það minnugur,
að hann geti logið sér í hag. —
Abraham Lincoln.
Ef mennirnir þekktu sjálfa sig,
gætu þeir ekki verið óþolinmóðir við
aðra. — Sir Arthur Helps.
Af öllu því, sem á þér skín, varðar
svipur þinn mestu. — Janet Lane.
Það er föst regla, að sérhver ein-
ræðisherra hefur hafizt til valda með
frelsishjali og fagurgala. En jafn-
skjótt og þessir einræðisherrar hafa
náð völdum, hafa þeir bælt niður allt
málfrelsi, nema þegar um þá sjálfa
eða fylgismenn þeirra hefur verið að
ræða. — Herbert Hoover.
Því meira sem ég hugsa um sögu
mannkynsins, þeim mun sannfærðari
er ég um það, að allt, sem unnið hef-
ur verið mannkyninu til blessunar,
hal'a frjálsir, óháðir og greindir menn
gert. Frelsið er vafalaust mikilsverð-
ara en nokkurt skipulag. — Sinclair
Lewis.
Mannkynið hefur steypt sér í glöt-
un með því að snúa baki við trúar-
brögðum forfeðra sinna og aðhyllast
í þeirra stað alls konar pólitíska stiga-
mennsku og félagsfræðilega vansköp-
un. — J. C. Powys.
Ef þér líkar ekki lífið, skalt óðara
breyta urn lifnaðarháttu. Undu aldrei
við leiðinlega og þjakandi tilveru. —
H. G. Wells.
Eitt sinn kemur lífs endadægr /
ullum lýð um síðir; / sá finnst enginn
sikling frægr, / er sínum dauða
kvíðir. — Völsungsrímur fornu.
Nýjar bækur
Hewlett Johnson dómprófastur: Und-
ir ráðstjórn. Kristinn E. Andrésson
islenzkaði. Formáli eftir Sig. Nor-
dal. 304 bls. Verð ób. kr. 14.00, ib.
kr. 18.00.
Aðalsteinn Halldórsson: Rauðar rós-
ir, ljóð. 105 bls. Verð ób. kr. 10.00.
Magnús Gíslason: Ljóðmæli. 96 bls.
Verð ób. kr. 10.00, ib. kr. 13.00 og
kr. 15.00.
Louisa M. Alcott: Tilhugalif. Skáld-
saga. 285 bls. Verð ib. kr. 15.00.
Hannes á Horninu: Árbók 1941. 72
bls. í litlu broti. Verð ób. kr. 6.00.
Páll ísólfsson: Gullna ldiðið, fjögur
sönglög. Verð kr. 8.00.
Sig. Eggerz: Pála, sjónleikur í 4
þáttum. 139 bls. Verð ób. kr. 10.00.
Höfum lil allar nýjar ísl. bækur.
Ennfremur margar eldri bækur,
sem ekki eru almennt á bókamark-
aði t. d.:
Friðrik Á. Brekkan: Sagan af bróður
Ylfing. Verð ób. kr. 8.00.
Gunnhildur drottning. Verð ób. kr.
5.00.
Nágrannar. \rerð ób. kr. 3.50.
Guðm. G. Hagalín: Guð og lukkan,
Brennumenn, Blindsker, Strand-
búar, Veður öll válynd. Einn af
postulunum o. fl. af bókum hans.
Enskar og amerískar bækur, blöð
og tímarit. Alls konar ritföng og
skrifstofuvörur. Sent gegn póst-
kröfu hvert á land sem er.
BÓKABÚÐ
MÁLS OGMENNINGAR
Laugavegi 19, Reykjavik.
Sími 5055. Pósthólf 392.