Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn - 25.10.1934, Blaðsíða 8
8
AFMÆLISBLAÐ VERKAKVENNAFJELAGSINS FRAMSÓKN
1914—1934
sköpuð aðstaða til að eiga kost
þeirrar menningar, sem þeim er
nauðsynleg í lífsbaráttunni. En það
sem þegar hefur á unnist glæðir
vonirnar um bjartari framtíð hins
vinnandi lýðs og vekur vissuna um
fullnaðarsigur samtakanna að lok-
um.
Það hefurverið gæfa Framsóknar
á liðnum árum, að eiga margar á-
gætar forystukonur, og má þar sjer-
staklega nefna frú Jónínu Jónatans-
dóttur, sem alla tíð frá stofnun fje-
lagsins hefur veitt því giftudrjúga
forstöðu og frú Jóhönnu Egilsdótt-
ur, sem með miklum dugnaði hefur
gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyr-
ir fjelagið. Væri óskandi að fjelagið
á ókomnum árum eignaðist margar
jafneinlægar og ágætar konur til
forystu og þær frú Jónínu og frú
Jóhönnu.
Reykvískar verkakonur! í nafni
verkakvennafélagsins Framsókn í
Hafnarfirði færi jeg ykkur hugheil-
ar þakkir fyrir góða samvinnu á
liðnum árum og óska fjelagi ykkar
gæfu og gengis í framtíðinni. Jeg
þakka ykkur fyrir að þið brutuð ís-
inn og Iientuð okkur með fordæmi
ykkar á leiðina, sem við ættum að
fara. Fram undan er enn hörð bar-
átta og mikið að vinna, þar til náð
er þvi marki, sem við sameiginlega
keppum að, þvi marki, að alþýða
þessa lands fái völdin í sínar hend-
ur. Fjelag ykkar hefur á farinni leið
unriið marga sigra, en stærstu sigr-
arnir eru enn óunnir.
Heilar hildar til, verkakonur!
Sigurrós Sveinsdóttir.
Ávarp til íélagskvenna
Á 20 ára afmæli Verkakvennafje-
lagsins Framsókn vil jeg ekki láta
hjá líða, að segja nokkur orð til fje-
lagskvenna. Jeg vil þá fyrst og
fremst þakka þeim fyrir 18 ára sam-
veru og samstarf i fjelaginu. Á þeim
20 árum, sem fjelagið hefur starfað,
hefur því orðið mikið ágengt i að
vinna að bættum kjörum verka-
kvenna, og er það fyrst og fremst að
þakka ágætri 20 ára formensku frú
Jónínu Jónatansdóttur og áhuga og
ósjerplægni þeirra, sem í fjelaginu
hafa starfað. Á þeim 20 árum, sem
liðin eru frá stofnun fjelagsins, lief-
ur því tekist að safna öllum verka-
konum í einn fjelagsskap. Og geta
allir skilið live piikill ávinningur
það er fyrir verkakonur, að standa
þannig saman að umbótum á kjör-
um sínum.
En þó margt hafi verið gert á
þessum 20 árum, þá er þó margt ó-
gert ennþá. Enn er því þörf fyrir
mikið starf og mikla ósjerplægni, og
vil jeg óska og vona, að þetta 20 ára
afmæli fjelagsins megi verða fje-
lagskonum livöt til aukins áliuga að
starfa að hagsmunamálum verka-
kvenna. Og þó að margt kunni á
móti að blása í framtíðinni, þá mega
verkakonur þó aldrei leggja árar í
bát og hætta að vinna að áliugamál-
um sínum. Ef þær gera það ekki
sjálfar, þá gera engir það.
Árangurinn af 20 ára starfi fje-
lagsins sýnir, að það var ekki að
ástæðulausu, að það var stofnað.
Það liefur verið sverð og skjöldur
verkakvenna á undanförnum árum.
Það liefur staðið á verði gegn því,
að þær væru rangindum beittar i
lækkuðu kaupi eða of löngum
vinnutíma. Það hefur einnig reynt
að styrkja fjelagskonur í veikindum
og öðrum bágindum.
Að lokum vil jeg svo nola tæki-
færið til þess að hvetja fjelagskon-
ur til þes sað vinna einhuga að liags-
munamálum verkakvenna.
Með innilegri ósk og von, að fje-
lagið megi sem lengst lifa og niest
starfa.
Herdís Símonardóttir.
Á 20 ára afmæli
Framsóknar
Fyrir 20 árum síðan, þ. 25. okt.,
skeði sá viðburður lijer í hænum,
sem þá þótti enginn stórviðburður
lijá borgurum bæjarins, að nokkr-
ar áhugasamar konur, sem unnu við
fiskverkun, mynduðu samtök til
verndar atvinnu sinni og launakjör-
um. Lifið og sálin í þessari fjelags-
stofnun var ein af húsfreyjum bæj-
arins, kona sem liafði næman skiln-
ing á kjörum fiskverkunarkvenn-
anna og þvi drotnunarvaldi at-
vinnurekendanna, er verkakonurn-
ar áttu við að búa. Þessi kona var
frú .Tónina Jónatansdóttir, sem lief-
ur verið leiðtogi fjelagsins frá byrj-
un og fram á þenna dag.
Þegar Framsókn var stofnuð
störfuðu hjer aðeins tvö stjettarfje-
lög, Verkamannafjel. Dagsbrún og
Hið isl. Prentarafjelag. Samtök sjó-
manna, Bárufjelögiri, höfðu liðið
undir lolc, svo sjómenn voru án
samtaka um nokkurra ára skeið.
En samtök verkakvenna munu með-
al annars hafa verið þess valdandi,
að sjómenn mynduðu sín samtök
ári síðar. Þctta tímabil markaði
merkileg tímamót í ísl. verkalýðs-
söðu. Hólfu öðru ári síðar en Alþýðu-
samband íslands myndað og sam-
tímis fulltrúaráð Verklýðsfjelag-
anna bjer í Reykjavík. Framsókn
átti sinn mikla þátt í myndun þess-
arar stofnunar, og ekki hvað minst
fyrir áhuga og fórnfýsi formanns
síns, er starfaði þar með lífi og sál
meðan heilsa og kraftar entust.
Heimsstyrjöldin átti sinn mikla þátt
í því að vekja fólkið til samtaka.
Kaup verkafólksins, sem var lágt,
stóð í stað, þótt lífsnauðsynjar allar
liríðhækkuðu í verði, með liverri
vikunni sem leið. Eina leiðin til
l)ættra lífskjara voru því samtök
fólksins, sem fengu kaldar kveðjur
frá atvinnurekendum og þeirra
fylgifiskum. Baráttan var því örð-
ug á byrjunarárunum. Við skiln-
ingsleysi verkalýðsins sjálfs var oft
og einatt örðugt að eiga, og hat-
ramma andstöðu borgaranna.
Ilinir fyrstu brautryðjendur fje-
laganna áttu því enga sæludaga í
starfi sínu, og verður þeim seint of
vel þakkað af núlifandi kynslóð það
starf, er þeir liafa int af hendi. Eft-
ir 20 ára starf er viðhorfið alt ann-
að. Verkalýðurinn skilur nú betur
köllun sína, enda ávöxtur barátt-
unnar eftir því.
Framsókn liefur sína sögu að
segja frá byrjunarörðugleikum. En
liún hefur sigrað. Jafnt og þjett lief-
ur hún sótt fram til meiri þroska
og fullkomnunar sem fjelag. Fje-
lagatalan Iiefur vaxið ár með ári:
Fjárliagurinn góður á mælikvarða
íslenskra verkalýðsfjelaga. Þó Iiefur
fjelagið aldrei skorið við neglur
sjer, ef flokkurinn hcfur þurft stuðn-
ings með, Iivort lieldur vcrið hefur
til stjórnmála, eða verkalýðsbaráttu
llokksins eða til stofnunar fyrir-
tækja, er Fulltrúaráðið liefur kom-
ið á fót til almenningslieilla. I þess-
um málum liefur ráðið glöggur
skilningur á þörfinni, á þvi sem
gera þurfti á hverjum tíma. Að vísu
má þetta skrifast á reikning þeirra
fyrst og fremst, sem liafa verið leið-
togar og stjórnendur fjelagsins á
hverjum tíma.
Fjelagið hefur frá öndverðu ver-
ið fyrst og fremst stjettarfjelag
verkakvenna við fiskvinnu og því
beitt orku sinni að þvi, að bæta lcjör
þeirra. Hefur því tekist það starf
svo vel, að kaupgjald kvenna við þá
vinnu má teljast gott og hvergi ann-
arslaðar á landinu betra. Enda hafa
verkakvennafjelög út um land liaft
Framsókn sjer til fyrirmyndar um
starfsaðferðir. En félagið hefur auk
þessa haft allmikil afskifti af líkn-
arstarfsemi innanfjelags með styrk-
veitingum o. fl. og með þátttöku